Sumir fjölmiðlar algerlega að visna „í skugga Ríkisútvarpsins“

Þingmaður Miðflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra ræddu RÚV og einkarekna fjölmiðla á þinginu í dag.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

„Það má segja að Rík­is­út­varpið sé ein­stofna, stórt tré sem er með ræt­urnar í rík­is­sjóði og lögum um inn­heimtu gjalds­ins en allir aðrir fjöl­miðlar séu eins og litlar plöntur sem fá ekki á sig sól­ina af því að Rík­is­út­varpið er með svo langar grein­ar. Þær plöntur eru aðeins að fölna og margar hverjar að visna alger­lega í skugga Rík­is­út­varps­ins.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars hvort sú hug­mynd kæmi til greina að leyfa greið­endum nef­skatts vegna RÚV að ráð­stafa til­teknu hlut­falli af honum til einka­rek­inna miðla.

„Hér vil ég gera stöðu fjöl­miðla, sér­stak­lega einka­rek­inna, að umtals­efni. Í dag liggur fyrir hjá hæst­virtum fjár­mála­ráð­herra sem flestum ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum ber að greiða til Rík­is­út­varps­ins með milli­lend­ingu í rík­is­sjóði úr 17.900 krónum á ári í 18.300 krón­ur. Þetta er það sem í dag­legu tali er kall­aður nef­skatt­ur­inn til RÚV,“ sagði Berg­þór í fyr­ir­spurn sinni.

Auglýsing

Hann benti á að í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar væri reiknað með að útgjöld til Rík­is­út­varps­ins yrði um rúmar 4.500 þús­und millj­ónir og ofan á það bætt­ust tekjur Rík­is­út­varps­ins af aug­lýs­ingum og kost­un. „Á sama tíma er lagt til að hart­nær fjögur hund­ruð millj­ónir fari til einka­rek­inna miðla í gegnum umdeil­an­legt styrkja­kerfi sem meðal ann­ars mun kalla fram aukið opin­bert eft­ir­lit með fjöl­miðl­u­m.“

Berg­þór spurði fjár­mála­ráð­herra hver afstaða hans væri til þess að leyfa greið­endum nef­skatts­ins að ráð­stafa til­teknu hlut­falli af nef­skatti sínum til einka­rek­inna miðla. „Þetta væri til dæmis hægt að gera á skatta­skýrslu hvers árs og ef að við byrj­uðum til að mynda á því að gjald­endur fengu að ráð­stafa 10 pró­sent af skatt­stofni sínum til einka­rek­inna miðla, þá væri það rétt um 450 millj­ónir á ári – sem fer býsna nærri þeirri tölu sem á með frum­varpi hæst­virtum mennta­mála­ráð­herra að færa til einka­rek­inna miðla. Þarna væri hægt að hugsa sér sem svo sem dæmi þar sem menn gætu valið þrjá miðla og þá gæti ein­hver valið að styðja Frétta­blað­ið, ein­hver Morg­un­blað­ið, ein­hver DV, ein­hver Stund­ina, ein­hver Kjarn­ann, ein­hver Fót­bolta.­net og svo fram­veg­is.“

Hann spurði Bjarna enn fremur hvort hann sæi þessa leið sem færa til þess að styðja við inn­lenda einka­rekna fjöl­miðla með ein­földum hætti.

Bergþór Ólason við þingsetningu í síðustu viku. Mynd: Bára Huld Beck

Hug­myndin vekur upp margar grund­vall­ar­spurn­ingar um RÚV

Bjarni svar­aði og sagði að honum fynd­ist þetta vera áhuga­verð hug­mynd en að hún væri ekki á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Ég held að hún ein og sér myndi vekja upp margar grund­vall­ar­spurn­ingar sem við þyrftum fyrst að taka afstöðu til, nefni­lega spurn­ing­una: Eigum við að reka almanna­út­varp og hvernig eigum við að fjár­magna það? Það er ágætt að fá þá umræðu. Sitt sýn­ist hverjum um umfang þeirrar starf­semi, þótt mér þyki sem breið sam­staða sé um að almanna­út­varp þurfi að gegna ákveðnu lyk­il­hlut­verki. Þetta snýst sömu­leiðis ekki bara um grund­vall­ar­spurn­ing­una hvort við eigum að reka slíkt útvarp heldur líka hvernig við eigum að gera það og fjár­magna það.“

Hann sagð­ist hafa verið þeirrar skoð­unar að ákveðið rof hefði átt sér stað í þeirri teng­ingu sem Berg­þór nefndi, „sem er fram­lag hvers og eins ein­stak­lings og lög­að­ila á Íslandi til þessa rekst­urs, með því að við hættum að inn­heimta gjaldið sér­stak­lega. Það voru eflaust ýmsar praktískar ástæður fyrir því en ég held að það hafi slitnað þetta sam­band sem oft er mik­il­vægt að sé til stað­ar, að fólk viti að það sé að leggja eitt­hvað af mörk­um, borgar í hverjum mán­uði og svo fram­veg­is. Ég held að það sé líka galli á þessu fyr­ir­komu­lagi sem við erum með núna. Ef hér er ein­hver hag­sveifla og það fjölgar til dæmis fyr­ir­tækjum í land­inu, þá aukast sjálf­krafa fram­lögin til Rík­is­út­varps­ins án þess að það sé ein­hver rök­bundin nauð­syn til þess eða hægt sé að færa fyrir því rök að það eitt að stofnuð eru 1.000 ný fyr­ir­tæki eða 1.000 nýjar kenni­tölur á fyr­ir­tækja­skrá eigi að leiða til þess að verk­efnum Rík­is­út­varps­ins fjölgi ein­hvern veg­inn eða verði umfangs­meiri. Þarna held ég að sé ákveðin rök­leysa í fyr­ir­komu­lag­in­u.“

Eftir sæti að það þyrfti að halda áfram að ræða þá stöðu sem Rík­is­út­varpið er í gagn­vart fjöl­miðla­mark­aðnum að öðru leyti og telur Bjarni að aug­lýs­ing­arnar séu stór þáttur sem þurfi að taka til frek­ari umræðu.

Spurði hvort hægt væri að minnka umsvif RÚV með ein­hverjum hætti

Berg­þór lýsti yfir ánægðu með vilja fjár­mála­ráð­herra til þess að opna þetta sam­tal og þessa umræðu. „Það eru auð­vitað margar leiðir til þess að styðja við inn­lenda einka­rekna fjöl­miðla. Ein þeirra væri til dæmis að afnema virð­is­auka­skatt af áskrift­ar­tekjum svo hér sé einu dæmi kastað fram. Það væri hægt að eiga við trygg­ing­ar­gjald starfs­manna og fleira slíkt.

En aðeins varð­andi svar hæst­virts ráð­herra þá er staðan auð­vitað þannig að með núver­andi tekjum af nef­skatti og síðan aug­lýs­inga- og kost­un­ar­tekjum sjáum við að Rík­is­út­varpið hefur til ráð­stöf­unar ein­hvers staðar í námunda við 6.000 millj­ón­ir, sýn­ist mér, á næsta ári. Slík tala kippir auð­vitað úr sam­bandi öllum sann­gjörnum sam­keppn­is­sjón­ar­mið­um, ef svo má segja, gagn­vart hinum einka­reknu miðlum sem standa í slags­málum á þessum mark­að­i,“ sagði hann.

Þá spurði Berg­þór ráð­herrann, ef sjón­ar­miðið væri að hér á landi ætti að reka almanna­út­varp með ein­hverjum hætti, hvort hann teldi ekki væri hægt að minnka það að ein­hverju marki frá því sem væri í dag.

Stígur varla inn á frjálsan fjöl­miðil án þess að menn spyrji hvort ekki sé hægt að auka and­rými frjálsu fjöl­miðl­anna

Bjarni kom aftur í pontu og sagði að vissu­lega væri Rík­is­út­varpið alls ekki hafið yfir gagn­rýni hvað varðar umfangið í starf­sem­inni.

„Það má segja að Rík­is­út­varpið sé ein­stofna, stórt tré sem er með ræt­urnar í rík­is­sjóði og lögum um inn­heimtu gjalds­ins en allir aðrir fjöl­miðlar séu eins og litlar plöntur sem fá ekki á sig sól­ina af því að Rík­is­út­varpið er með svo langar grein­ar. Þær plöntur eru aðeins að fölna og margar hverjar að visna alger­lega í skugga Rík­is­út­varps­ins.

Ég held því að mikið rúm sé fyrir umræðu um aug­lýs­inga­mark­að­inn sem er meg­in­upp­spretta tekju­lindar fyrir einka­rekna fjöl­miðla. Maður stígur varla inn á frjálsan fjöl­miðil án þess að menn hefji við mann umræðu, áður en útvarps­þátt­ur­inn byrj­ar, eða hvað það nú er, um það hvort ekki sé hægt að auka and­rými frjálsu fjöl­miðl­anna til að bjarga sér sjálf­um. Það er nú mjög í anda sjálf­stæð­is­stefn­unnar að hjálpa mönnum til sjálfs­hjálp­ar,“ sagði hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent