Fyrsta lota Borgarlínu skili 25,6 milljarða samfélagsábata á næstu 30 árum

Borgarlína er þjóðhagslega arðbært verkefni sem áætlað er að skili miklum samfélagslegum ábata næstu 30 árin, helst í formi styttri ferðatíma með almenningssamgöngum, samkvæmt nýrri félagshagfræðilegri greiningu frá COWI og Mannviti.

Borgarlínukerfið eins og ráðgert er að það verði orðið árið 2034. Í þessu félagshagfræðilega mati er þó einungis fyrsta lota Borgarlínu undir.
Borgarlínukerfið eins og ráðgert er að það verði orðið árið 2034. Í þessu félagshagfræðilega mati er þó einungis fyrsta lota Borgarlínu undir.
Auglýsing

Borg­ar­lína er þjóð­hags­lega arð­bært verk­efni og er áætlað að fyrsta lota hennar skili 25,6 millj­arða sam­fé­lags­legum ábata á næstu 30 árum, umfram stofn- og rekstr­ar­kostn­að. Þetta kemur fram í skýrslu frá dönsku verk­fræði­stof­unni COWI og verk­fræði­stof­unni Mann­viti, sem kynnt var í dag. 

Um er að ræða svo­kall­aða félags­hag­fræði­lega grein­ingu, sem hefur ekki verið beitt á almenn­ings­sam­göngu­verk­efni hér á landi áður.  Not­ast er við sömu aðferða­fræði og hefur verið notuð við grein­ingu á sam­göngu­fram­kvæmdum erlend­is, t.d. Metro í Kaup­manna­höfn og létt­lest­ar­kerfum í Óðins­véum og Árós­um­.

Í skýrsl­unni er lagt mat á sam­fé­lags­legan ábata og kostnað vegna fyrstu lotu Borg­ar­línu, sem skipt­ist í þrjá áfanga. Fyrsti áfang­inn nær frá Hamra­borg að Ártúns­höfða, sá annar frá Hamra­borg að Lindum í Kópa­vogi og sá þriðji frá Voga­byggð að Mjódd. Alls er þetta um 25 kíló­metrar af innviðum fyrir svo­kallað BRT-hrað­vagna­kerfi, stræt­is­vagna í sér­rými.

Sam­an­lagður kostn­aður við þessar fram­kvæmdir er met­inn á 25,37 millj­arða króna á verð­lagi árs­ins 2020, en við þá útreikn­inga er stuðst við kostn­að­ar­mat Mann­vits frá árinu 2017 sem hefur verið rýnt af starfs­mönnum Verk­efna­stofu Borg­ar­línu. Sú tala er með 30 pró­sent óvissu­á­lagi inni­földu.

Enn er þó gert ráð fyrir 50 pró­sent óvissu­á­lagi ofan á fram­kvæmd­ina og færi heild­ar­fram­kvæmda­kostn­að­ur­inn þá upp í 38,05 millj­arða króna. Við útreikn­inga á sam­fé­lags­lega ábat­anum er áætlað að fram­kvæmda­kostn­að­ur­inn fari upp í þak þessa óvissu­á­lags.

Auglýsing

Lilja G. Karls­dóttir sam­göngu­verk­fræð­ingur hjá Verk­efna­stofu Borg­ar­línu sagði í sam­tali við Kjarn­ann í sumar að ákjós­an­leg­ast væri að vera kom­inn með með óvissu­pró­sent­una niður í um það bil 10 pró­sent þegar fram­kvæmdir væru að hefj­ast.

Heild­ar­á­bat­inn met­inn 93,6 millj­arðar

Sam­fé­lags­legi ábat­inn af fyrstu lotu Borg­ar­línu er met­inn á alls 93,6 millj­arða króna í skýrslu COWI og Mann­vits og skýrist hann aðal­lega af þeim mikla ábata sem áætlað er að fram­kvæmdin muni skila far­þegum sem nota almenn­ings­sam­göng­ur, bæði þeim sem þær nota í dag og þeim sem munu byrja að nota þær á tíma­bil­inu. Sér­stak­lega skýrist þessi ábati af tíma­sparn­aði far­þega, bæði hvað varðar ferða­tíma og bið­tíma. 

Búist er við að þessi tíma­sparn­aður í kerf­inu muni leiða til þess að hlut­deild þeirra sem noti almenn­ings­sam­göngur vaxi og það hafi þau áhrif tekjur Strætó muni vaxa um 9,6 millj­arða króna á öllu 30 mats­tíma­bil­inu.

Á móti er áætlað að árlegur rekstr­ar­kostn­aður Strætó muni aukast um 2 millj­arða króna vegna Borg­ar­línu, en í félags­hag­fræði­legu grein­ing­unni er gert ráð fyrir því að heild­ar­á­hrif Borg­ar­línu á rekstr­ar­kostnað Strætó verði nei­kvæð um 17,1 millj­arð króna.

Bíla­um­ferð verði fyrir nei­kvæðum áhrifum

Á móti kemur þó að fram­kvæmdin er talin hafa nei­kvæðar afleið­ingar í för með sér fyrir umferð bíla, sendi­bíla og þunga­flutn­inga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og er sam­an­legt tap af þessum völdum verð­metið á 19,4 millj­arða króna til næstu 30 ára og skýrist það að miklu leyti af auknum tíma á bak við stýrið með til­komu Borg­ar­línu.

Gert er ráð fyrir því í skýrsl­unni að dag­legum bíl­ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni fækka lít­il­lega á tíma­bil­inu, úr um það bil 1.205.000 ferðum niður í 1.196.000 ferðir og að sökum þess að færri muni velja bíl­inn sem far­ar­máta muni umferð­ar­tafir heilt yfir verða minni.

Þrátt fyrir það verði hver og einn bíl­stjóri oftar fyrir umferð­artöf­um, en að sá heild­ar­tími sem varið er í umferð­ar­tafir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu yrði minni en ef Borg­ar­lína yrði ekki byggð.

Fýsi­leiki helst við­kvæmur fyrir því að ferða­tími minnki ekki eins og stefnt er að

Félags­hag­fræði­lega grein­ingin styðst við fjölda for­sendna og að þeim öllum gefnum er verk­efnið þjóð­hags­lega arð­bært og sam­fé­lags­á­bat­inn met­inn 25,6 millj­arðar til 30 ára sem áður seg­ir.

Í grein­ingu COWI og Mann­vits var þó líka gerð svokölluð næmni­grein­ing, þar sem óvissu­þættir eða for­sendur eru skoð­aðar og metið hvort verk­efnið verði enn þjóð­hags­lega arð­bært og fýsi­legt ef veru­legar breyt­ingar yrðu á for­send­un­um.

Verk­efnið stenst þessa næmni­grein­ingu vel, sam­kvæmt skýrsl­unni. Borg­ar­lína yrði til dæmis enn þjóð­hags­lega arð­bær þrátt fyrir að fram­kvæmda­kostn­að­ur­inn yrði 25 pró­sentum hærri en gert er ráð fyr­ir. 

Þannig er búið að slá í raun þre­faldan varnagla ofan á að þjóð­hags­lega hag­kvæmni verk­efn­is­ins með til­liti til kostn­að­ar, því þessi 25 pró­sent kostn­að­ar­aukn­ing leggst ofan á 30 pró­sent óvissu sem er í kostn­að­ar­á­ætlun eins og hún er í dag og 50 pró­sent óvissu sem bætt var ofan á þá tölu í félags­hag­fræði­legu grein­ing­unni.

Einnig yrði Borg­ar­lína enn þjóð­hags­lega arð­bær og fýsi­leg þrátt fyrir að rekstr­ar­kostn­að­ur­inn yrði 50 pró­sentum hærri en ráð­gert er.

Það sem helst ógnar fýsi­leika Borg­ar­línu, sam­kvæmt skýrsl­unni, er að eitt­hvað verði til þess að ferða­tíma­sparn­aður far­þega í almenn­ings­sam­göngum verði ekki jafn mik­ill og lagt er upp með.

Í hina átt­ina eru líka ákveðnir óvissu­þættir sem gætu stór­aukið ábatann af Borg­ar­línu. Þar ber helst að að nefna minnk­andi einka­bíla­eigu almenn­ings, en sam­kvæmt útreikn­ingum COWI og Mann­vits gæti sam­fé­lags­legi heild­ar­á­bat­inn af Borg­ar­línu rokið upp í 67,1 millj­arð króna á þessu 30 ára tíma­bili ef svo fer að bíla­eign þeirra sem búa í fjöl­býl­is­húsum drag­ist saman um 5,3 pró­sent og bíla­eign þeirra sem búa í ein­býl­is­húsum um drag­ist saman um 1,3 pró­sent með til­komu Borg­ar­línu.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Fréttin hefur verið leið­rétt. Áður sagði að félags­hag­fræði­leg grein­ing sem þessi hefði aldrei verið fram­kvæmd í tengslum við stórt sam­göngu­fram­kvæmda­verk­efni á Íslandi, en það er rangt. Slíkar hafa verið fram­kvæmdar m.a. vegna fram­tíð­ar­stað­setn­ingu Reykja­vík­ur­flug­vallar og í tengslum við svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, flug­völl í Hvassa­hrauni og Ásvalla­braut í Hafn­ar­firði.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent