Svanhildur Hólm Valsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, mun taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs 1. desember næstkomandi.

Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Auglýsing

Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, sem starfað hefur sem aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, árum saman hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands. 

Í til­kynn­ingu sem birt er á vef Við­skipta­ráðs er haft eftir Ara Fen­ger, for­manni ráðs­ins, að það é afar spennt fyrir því að fá Svan­hildi til liðs við sig. „Hún hefur mikla reynslu og þekk­ingu á efna­hags- og við­skiptalíf­inu sem er dýr­mætt á þessum víðsjár­verðu tím­um. Við­skipt­aráð er mik­il­væg rödd ís­lensks atvinnu­lífs og hjá okkur eru spenn­andi verk­efni framund­an, sem Svan­hildur mun koma inn í af kraft­i.“

Svan­hild­ur, sem er fædd árið 1974, er lög­fræð­ingur frá Háskóla Íslands og er auk þess með MBA-gráðu frá Háskól­anum í Reykja­vík, mun hefja störf 1.des­em­ber næst­kom­and­i. 

Auglýsing
Svan­hildur hefur verið aðstoð­­ar­­maður Bjarna frá árinu 2012. Hún var fram­­kvæmda­­stjóri þing­­flokks Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í þrjú ár þar á undan en starf­aði einnig um ára­bil sem fjöl­miðla­­mað­­ur, meðal ann­­ars í Kast­­ljósi og sem þátta­­stjórn­­andi í Íslandi í dag á Stöð 2. 

Hún hafði áður sinnt félags­­­störfum fyrir Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn, og var í stjórn og svo annar vara­­for­­maður SUS árin 1997 til 2001.

Svan­hildur var á meðal þeirra sem sóttu um starf útvarps­stjóra RÚV þegar það var aug­lýst á síð­asta ári. Stefán Eiríks­son var ráð­inn í það starf.

Hún tekur við starfi fram­kvæmda­stjóra Við­skipta­ráðs af Ástu Sig­ríði Fjeld­sted, sem réð sig sem fram­kvæmda­stjóra Krón­unnar fyrr á þessu ári og hóf störf þar 1. októ­ber síð­ast­lið­inn. Ásta Sig­ríður hafði verið fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs frá árinu 2017. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent