Svanhildur Hólm Valsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, mun taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs 1. desember næstkomandi.

Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Auglýsing

Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, sem starfað hefur sem aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, árum saman hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands. 

Í til­kynn­ingu sem birt er á vef Við­skipta­ráðs er haft eftir Ara Fen­ger, for­manni ráðs­ins, að það é afar spennt fyrir því að fá Svan­hildi til liðs við sig. „Hún hefur mikla reynslu og þekk­ingu á efna­hags- og við­skiptalíf­inu sem er dýr­mætt á þessum víðsjár­verðu tím­um. Við­skipt­aráð er mik­il­væg rödd ís­lensks atvinnu­lífs og hjá okkur eru spenn­andi verk­efni framund­an, sem Svan­hildur mun koma inn í af kraft­i.“

Svan­hild­ur, sem er fædd árið 1974, er lög­fræð­ingur frá Háskóla Íslands og er auk þess með MBA-gráðu frá Háskól­anum í Reykja­vík, mun hefja störf 1.des­em­ber næst­kom­and­i. 

Auglýsing
Svan­hildur hefur verið aðstoð­­ar­­maður Bjarna frá árinu 2012. Hún var fram­­kvæmda­­stjóri þing­­flokks Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í þrjú ár þar á undan en starf­aði einnig um ára­bil sem fjöl­miðla­­mað­­ur, meðal ann­­ars í Kast­­ljósi og sem þátta­­stjórn­­andi í Íslandi í dag á Stöð 2. 

Hún hafði áður sinnt félags­­­störfum fyrir Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn, og var í stjórn og svo annar vara­­for­­maður SUS árin 1997 til 2001.

Svan­hildur var á meðal þeirra sem sóttu um starf útvarps­stjóra RÚV þegar það var aug­lýst á síð­asta ári. Stefán Eiríks­son var ráð­inn í það starf.

Hún tekur við starfi fram­kvæmda­stjóra Við­skipta­ráðs af Ástu Sig­ríði Fjeld­sted, sem réð sig sem fram­kvæmda­stjóra Krón­unnar fyrr á þessu ári og hóf störf þar 1. októ­ber síð­ast­lið­inn. Ásta Sig­ríður hafði verið fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs frá árinu 2017. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent