„Háþrýstiþvo burt sannleikann um vanvirðingu þeirra við þjóðarviljann“

Þingmenn Pírata gagnrýndu á Alþingi í dag þá ákvörðun stjórnvalda að háþrýstiþvo vegginn rétt hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem nýbúið var að rita með stórum stöfum: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“

Vegglistaverk þar sem letrað var „Hvar er nýja stjórnarskráin?“  hefur verið háþrýstiþvegið af veggnum við Skúlagötu.
Vegglistaverk þar sem letrað var „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ hefur verið háþrýstiþvegið af veggnum við Skúlagötu.
Auglýsing

„Það er tákn­rænt að þegar stjórn­völd kom­ast ekki lengur upp með það að sópa nýju stjórn­ar­skránni undir teppið þá bein­línis háþrýsti­þvo þau burt sann­leik­ann um van­virð­ingu þeirra við þjóð­ar­vilj­ann.“

Þetta sagði þing­maður Pírata, Jón Þór Ólafs­son, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. Vísar þing­mað­ur­inn í þá ákvörðun stjórn­valda að þvo vegg­lista­verk, sem málað var á vegg við bíla­stæði milli Sölv­hóls­vegar og Skúla­götu, tveimur dögum eftir að verkið var full­klárað. Áletr­unin „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ sem máluð var á vegg­inn er nú horf­in.

Jón Þór benti á að veggur sem staðið hefur óáreittur árum sam­an, þak­inn veggjakroti, væri „skyndi­lega orð­inn for­gangs­verk­efni í Stjórn­ar­ráð­inu. Það hefur ekki hvarflað að stjórn­völdum eina ein­ustu sek­úndu að hreinsa vegg­inn. Það þurfti ekki nema eina sak­lausa spurn­ingu: Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in? Hvar er hún?“ spurði hann.

Auglýsing

Telur for­sæt­is­ráð­herra skulda þjóð­inni útskýr­ingar

Jón Þór Ólafsson Mynd: Bára Huld BeckÞá sagði að Jón Þór að Fen­eyja­nefnd Evr­ópu­ráðs­ins hefði skilað um dag­inn áliti á þeim „slitr­óttu breyt­ingum á stjórn­ar­skránni sem hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra ætlar að leggja til. Þar er lýð­ræð­is­legu ferli við gerð til­lagna stjórn­laga­ráðs sér­stak­lega fagnað og sagt berum orðum að rík­is­stjórnin verði að útskýra mál sitt ítar­lega ef bregða á út frá þeirri leið. Ekki með því að segja bara að þeim finn­ist eitt­hvað annað heppi­legra heldur þarf að útskýra efn­is­lega af hverju til­lögur stjórn­laga­ráðs eru þeim óþægi­leg­ar, hvað það er við lýð­ræð­is­leg­ustu stjórn­ar­skrár­ritun mann­kyns­sög­unnar frá þjóð­fund­inum 2010 til þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar 2012 sem er þeim á móti skapi.“

Hann telur að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra skuldi þjóð­inni aug­ljósar skýrar og sann­fær­andi útskýr­ingar á leið sinni og ástæðu þess að vikið sé í veiga­miklum atriðum frá til­lögum stjórn­laga­ráðs sem sam­þykktar voru í ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 2012. „Ann­ars getið þið, kjós­end­ur, tekið upp kjör­seð­il­inn eftir ár og spúlað út af Alþingi í bind­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu þá sem virða ekki ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu ykk­ar,“ sagði hanni.

Ekki allt veggjakrotið þvegið – ein­ungis spurn­ingin „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“

Björn Leví Gunnarsson Mynd: Bára Huld BeckBjörn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, gerði málið einnig að umræðu­efni í ræðu sinni á þing­inu í dag. Vís­aði hann í frétt á Vísi frá því fyrr í dag þar sem segir að rekstr­ar­fé­lagi Stjórn­ar­ráðs­ins hafi borist ábend­ing frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við hús­næði ráðu­neyt­is­ins um helg­ina. Þar er haft eftir fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar­fé­lags Stjórn­ar­ráðs­ins:

Við tókum við núna síðla sum­ars og gerðum þá samn­ing við ráðu­neytið um að sjá um hús­næðið og lóð­ina í kring og í þeim samn­ingi felist að þrífa allt óum­beðið veggjakrot. Og þetta var fyrsta veggjakrotið sem kom eftir að við tókum við.“

„Við fengum bara ábend­ingu frá ráðu­neyt­inu um að þarna væri búið að krota. Við erum með eft­ir­lits­kerfi og örygg­is­vörslu í kringum hús­in. Þannig að þetta bara kom í ljós, að búið væri að mála á vegg­inn.“

Björn Leví sagði á þing­inu að veggjakrotið hefði hins vegar ekki verið þrif­ið, bara spurn­ingin um hvar nýja stjórn­ar­skráin væri. Það sæist á mynd sem tekin var stuttu áður.

Veggjakrot við hliðina á veggnum sem er nýþveginn Mynd: Facebook-síða Björns Levís

„Það er fullt af veggjakroti þarna rétt við hlið­ina sem ein­hvern veg­inn fór alger­lega fram hjá þessum góðu háþrýsti­þvottaspúl­ur­um. Þá veltir maður fyrir sér hvort þetta hafi verið fyrsta veggjakrotið sem þeir tóku eft­ir. Ef þeir hefðu litið örlítið lengra til vinstri hefðu þeir séð fullt af veggjakrot­i,“ benti hann á.

Hann lauk ræðu sinni á því að segja að Íslend­ingar væru „dá­lítið í þeirri aðstöðu að rík­is­stjórnin er veggur sem stendur í vegi fyrir breyt­ingum á stjórn­ar­skrá sam­kvæmt nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Ég vil bara spyrja þess­arar ein­földu spurn­ing­ar: Af hverju er ekki búið að spúla þeim vegg í burt­u?“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent