„Háþrýstiþvo burt sannleikann um vanvirðingu þeirra við þjóðarviljann“

Þingmenn Pírata gagnrýndu á Alþingi í dag þá ákvörðun stjórnvalda að háþrýstiþvo vegginn rétt hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem nýbúið var að rita með stórum stöfum: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“

Vegglistaverk þar sem letrað var „Hvar er nýja stjórnarskráin?“  hefur verið háþrýstiþvegið af veggnum við Skúlagötu.
Vegglistaverk þar sem letrað var „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ hefur verið háþrýstiþvegið af veggnum við Skúlagötu.
Auglýsing

„Það er tákn­rænt að þegar stjórn­völd kom­ast ekki lengur upp með það að sópa nýju stjórn­ar­skránni undir teppið þá bein­línis háþrýsti­þvo þau burt sann­leik­ann um van­virð­ingu þeirra við þjóð­ar­vilj­ann.“

Þetta sagði þing­maður Pírata, Jón Þór Ólafs­son, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. Vísar þing­mað­ur­inn í þá ákvörðun stjórn­valda að þvo vegg­lista­verk, sem málað var á vegg við bíla­stæði milli Sölv­hóls­vegar og Skúla­götu, tveimur dögum eftir að verkið var full­klárað. Áletr­unin „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ sem máluð var á vegg­inn er nú horf­in.

Jón Þór benti á að veggur sem staðið hefur óáreittur árum sam­an, þak­inn veggjakroti, væri „skyndi­lega orð­inn for­gangs­verk­efni í Stjórn­ar­ráð­inu. Það hefur ekki hvarflað að stjórn­völdum eina ein­ustu sek­úndu að hreinsa vegg­inn. Það þurfti ekki nema eina sak­lausa spurn­ingu: Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in? Hvar er hún?“ spurði hann.

Auglýsing

Telur for­sæt­is­ráð­herra skulda þjóð­inni útskýr­ingar

Jón Þór Ólafsson Mynd: Bára Huld BeckÞá sagði að Jón Þór að Fen­eyja­nefnd Evr­ópu­ráðs­ins hefði skilað um dag­inn áliti á þeim „slitr­óttu breyt­ingum á stjórn­ar­skránni sem hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra ætlar að leggja til. Þar er lýð­ræð­is­legu ferli við gerð til­lagna stjórn­laga­ráðs sér­stak­lega fagnað og sagt berum orðum að rík­is­stjórnin verði að útskýra mál sitt ítar­lega ef bregða á út frá þeirri leið. Ekki með því að segja bara að þeim finn­ist eitt­hvað annað heppi­legra heldur þarf að útskýra efn­is­lega af hverju til­lögur stjórn­laga­ráðs eru þeim óþægi­leg­ar, hvað það er við lýð­ræð­is­leg­ustu stjórn­ar­skrár­ritun mann­kyns­sög­unnar frá þjóð­fund­inum 2010 til þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar 2012 sem er þeim á móti skapi.“

Hann telur að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra skuldi þjóð­inni aug­ljósar skýrar og sann­fær­andi útskýr­ingar á leið sinni og ástæðu þess að vikið sé í veiga­miklum atriðum frá til­lögum stjórn­laga­ráðs sem sam­þykktar voru í ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 2012. „Ann­ars getið þið, kjós­end­ur, tekið upp kjör­seð­il­inn eftir ár og spúlað út af Alþingi í bind­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu þá sem virða ekki ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu ykk­ar,“ sagði hanni.

Ekki allt veggjakrotið þvegið – ein­ungis spurn­ingin „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“

Björn Leví Gunnarsson Mynd: Bára Huld BeckBjörn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, gerði málið einnig að umræðu­efni í ræðu sinni á þing­inu í dag. Vís­aði hann í frétt á Vísi frá því fyrr í dag þar sem segir að rekstr­ar­fé­lagi Stjórn­ar­ráðs­ins hafi borist ábend­ing frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við hús­næði ráðu­neyt­is­ins um helg­ina. Þar er haft eftir fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar­fé­lags Stjórn­ar­ráðs­ins:

Við tókum við núna síðla sum­ars og gerðum þá samn­ing við ráðu­neytið um að sjá um hús­næðið og lóð­ina í kring og í þeim samn­ingi felist að þrífa allt óum­beðið veggjakrot. Og þetta var fyrsta veggjakrotið sem kom eftir að við tókum við.“

„Við fengum bara ábend­ingu frá ráðu­neyt­inu um að þarna væri búið að krota. Við erum með eft­ir­lits­kerfi og örygg­is­vörslu í kringum hús­in. Þannig að þetta bara kom í ljós, að búið væri að mála á vegg­inn.“

Björn Leví sagði á þing­inu að veggjakrotið hefði hins vegar ekki verið þrif­ið, bara spurn­ingin um hvar nýja stjórn­ar­skráin væri. Það sæist á mynd sem tekin var stuttu áður.

Veggjakrot við hliðina á veggnum sem er nýþveginn Mynd: Facebook-síða Björns Levís

„Það er fullt af veggjakroti þarna rétt við hlið­ina sem ein­hvern veg­inn fór alger­lega fram hjá þessum góðu háþrýsti­þvottaspúl­ur­um. Þá veltir maður fyrir sér hvort þetta hafi verið fyrsta veggjakrotið sem þeir tóku eft­ir. Ef þeir hefðu litið örlítið lengra til vinstri hefðu þeir séð fullt af veggjakrot­i,“ benti hann á.

Hann lauk ræðu sinni á því að segja að Íslend­ingar væru „dá­lítið í þeirri aðstöðu að rík­is­stjórnin er veggur sem stendur í vegi fyrir breyt­ingum á stjórn­ar­skrá sam­kvæmt nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Ég vil bara spyrja þess­arar ein­földu spurn­ing­ar: Af hverju er ekki búið að spúla þeim vegg í burt­u?“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent