Ríkisstjórnin samþykkir tekjufallsstyrki

Tekjufallsstyrkjum er meðal annars ætlað að styðja minni rekstraraðila sem starfa í menningar- og listgreinum, ferðaleiðsögumenn og aðra minni aðila í rekstri. Samkvæmt BHM hafa 80% listamanna orðið fyrir tekjufalli vegna COVID-19 faraldursins.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur sam­þykkt að leggja fyrir Alþingi frum­varp Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um tekju­falls­styrki vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.  

Þar segir að frum­varp­inu sé ætlað að aðstoða ein­yrkja og litla rekstr­ar­að­ila sem hafa orðið fyrir veru­legum tekju­missi og sé liður í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar til að draga úr tjóni vegna far­ald­urs­ins og „leggja grunn fyrir öfl­uga við­spyrnu í kjöl­far hans“.

Tekju­falls­styrkjum er meðal ann­ars ætlað að styðja minni rekstr­ar­að­ila sem starfa í menn­ing­ar- og list­grein­um, ferða­leið­sögu­menn og aðra minni aðila í rekstri, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

„Styrkirnir munu jafn­gilda rekstr­ar­kostn­aði (þ.m.t. reikn­uðu end­ur­gjaldi) á tíma­bil­inu frá 1. apríl 2020 til 30. sept­em­ber 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þús­und krónur fyrir hvert stöðu­gildi á mán­uði hjá rekstr­ar­að­ila á tíma­bil­inu.

Tekju­falls­styrkir eru hluti af viða­miklum ráð­stöf­unum sem rík­is­stjórnin hefur gripið til vegna efna­hags­legra áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Meðal aðgerða sem þegar hafa komið til fram­kvæmda eru greiðsla atvinnu­leys­is­bóta sam­hliða skertu starfs­hlut­falli, leng­ing tíma­bils tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta, greiðslur vegna launa ein­stak­linga á upp­sagn­ar­fresti, frestun á skatt­greiðsl­um, veit­ing lok­un­ar­styrkja auk brú­ar- og stuðn­ings­lána,“ segir á vef Stjórn­ar­ráðs­ins. 

Helstu skil­yrði þess að rekstr­ar­að­ili geti sótt um tekju­falls­styrk:

  • Hann hafi orðið fyrir minnst 50 pró­sent tekju­falli á tíma­bil­inu frá 1. apríl til 30. sept­em­ber 2020.
  • Að hámarki þrír launa­menn starfi hjá rekstr­ar­að­ila.
  • Umsækj­endur þurfa að auki að upp­fylla skil­yrði um skatt­skyldu á Íslandi, lág­marks­veltu, skil­vísi á opin­berum gjöldum og gögnum til Skatts­ins og áfram­hald­andi rekst­ur.

Verði frum­varpið óbreytt að lögum mun Skatt­ur­inn sjá um afgreiðslu tekju­falls­styrkja.

80 pró­sent lista­manna orðið fyrir tekju­falli

BHM greindi frá því í morgun að um 80 pró­sent svar­enda í könnun sem félagið gerði nýlega meðal lista­manna hefðu orðið fyrir tekju­falli vegna COVID-krepp­unn­ar. 

„Helm­ingur þeirra hefur horft upp á tekjur sínar minnka um meira en 50 pró­sent milli ára og tæp­lega fimmt­ungur um á bil­inu 75 til 100 pró­sent, sem jafna má til algers tekju­hruns. Tekjur meiri­hluta svar­enda eru nú undir fram­færslu­við­miði og um helm­ingur þeirra seg­ist eiga erfitt með að standa undir fjár­hags­legum skuld­bind­ingum sín­um. Ýmis­legt bendir þó til þess að núver­andi bóta­úr­ræði séu óað­gengi­leg og nýt­ist illa þessum hópi. Mörg ríki hafa valið að styðja fjár­hags­lega við bakið á lista­mönnum með sér­tækum aðgerðum en Ísland er ekki þar á með­al,“ sagði í til­kynn­ingu frá BHM í morg­un. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hagkaupa. Hann útskýrist af miklum vexti í vörusölu, sérstaklega í sérvöru.
Verslunarrekstur Haga í blóma en eldsneytissala í mótvindi
Hagar, stærsta smásölufyrirtæki landsins, hagnaðist um 1,2 milljarða króna á fyrri helmingi rekstrarárs síns þrátt fyrir heimsfaraldur. Verslun skilaði auknum tekjum en tekjur af eldsneytissölu drógust saman um rúmlega fimmtung.
Kjarninn 30. október 2020
75 ný smit innanlands – Von er á hertum aðgerðum
Ríkisstjórnin stefnir á að halda blaðamannafund í dag þar sem hertar aðgerðir verða kynntar.
Kjarninn 30. október 2020
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent