Ríkisstjórnin samþykkir tekjufallsstyrki

Tekjufallsstyrkjum er meðal annars ætlað að styðja minni rekstraraðila sem starfa í menningar- og listgreinum, ferðaleiðsögumenn og aðra minni aðila í rekstri. Samkvæmt BHM hafa 80% listamanna orðið fyrir tekjufalli vegna COVID-19 faraldursins.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur sam­þykkt að leggja fyrir Alþingi frum­varp Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um tekju­falls­styrki vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.  

Þar segir að frum­varp­inu sé ætlað að aðstoða ein­yrkja og litla rekstr­ar­að­ila sem hafa orðið fyrir veru­legum tekju­missi og sé liður í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar til að draga úr tjóni vegna far­ald­urs­ins og „leggja grunn fyrir öfl­uga við­spyrnu í kjöl­far hans“.

Tekju­falls­styrkjum er meðal ann­ars ætlað að styðja minni rekstr­ar­að­ila sem starfa í menn­ing­ar- og list­grein­um, ferða­leið­sögu­menn og aðra minni aðila í rekstri, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

„Styrkirnir munu jafn­gilda rekstr­ar­kostn­aði (þ.m.t. reikn­uðu end­ur­gjaldi) á tíma­bil­inu frá 1. apríl 2020 til 30. sept­em­ber 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þús­und krónur fyrir hvert stöðu­gildi á mán­uði hjá rekstr­ar­að­ila á tíma­bil­inu.

Tekju­falls­styrkir eru hluti af viða­miklum ráð­stöf­unum sem rík­is­stjórnin hefur gripið til vegna efna­hags­legra áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Meðal aðgerða sem þegar hafa komið til fram­kvæmda eru greiðsla atvinnu­leys­is­bóta sam­hliða skertu starfs­hlut­falli, leng­ing tíma­bils tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta, greiðslur vegna launa ein­stak­linga á upp­sagn­ar­fresti, frestun á skatt­greiðsl­um, veit­ing lok­un­ar­styrkja auk brú­ar- og stuðn­ings­lána,“ segir á vef Stjórn­ar­ráðs­ins. 

Helstu skil­yrði þess að rekstr­ar­að­ili geti sótt um tekju­falls­styrk:

  • Hann hafi orðið fyrir minnst 50 pró­sent tekju­falli á tíma­bil­inu frá 1. apríl til 30. sept­em­ber 2020.
  • Að hámarki þrír launa­menn starfi hjá rekstr­ar­að­ila.
  • Umsækj­endur þurfa að auki að upp­fylla skil­yrði um skatt­skyldu á Íslandi, lág­marks­veltu, skil­vísi á opin­berum gjöldum og gögnum til Skatts­ins og áfram­hald­andi rekst­ur.

Verði frum­varpið óbreytt að lögum mun Skatt­ur­inn sjá um afgreiðslu tekju­falls­styrkja.

80 pró­sent lista­manna orðið fyrir tekju­falli

BHM greindi frá því í morgun að um 80 pró­sent svar­enda í könnun sem félagið gerði nýlega meðal lista­manna hefðu orðið fyrir tekju­falli vegna COVID-krepp­unn­ar. 

„Helm­ingur þeirra hefur horft upp á tekjur sínar minnka um meira en 50 pró­sent milli ára og tæp­lega fimmt­ungur um á bil­inu 75 til 100 pró­sent, sem jafna má til algers tekju­hruns. Tekjur meiri­hluta svar­enda eru nú undir fram­færslu­við­miði og um helm­ingur þeirra seg­ist eiga erfitt með að standa undir fjár­hags­legum skuld­bind­ingum sín­um. Ýmis­legt bendir þó til þess að núver­andi bóta­úr­ræði séu óað­gengi­leg og nýt­ist illa þessum hópi. Mörg ríki hafa valið að styðja fjár­hags­lega við bakið á lista­mönnum með sér­tækum aðgerðum en Ísland er ekki þar á með­al,“ sagði í til­kynn­ingu frá BHM í morg­un. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent