Smæð og fjöldi verkalýðsfélaga vekur spurningar um skilvirkni

Hagfræðidósent segir að sameining íslenskra stéttarfélaga gæti aukið skilvirkni kjarasamninga og stöðu félaganna við samningaborðið.

Katrín Ólafsdóttir, dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
Katrín Ólafsdóttir, dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
Auglýsing

Fjöldi fámennra stétt­ar­fé­laga hér á landi vekur upp spurn­ingar um skil­virkni í gerð kjara­samn­inga. Mögu­legt er að auka skil­virkni með meiri sam­vinnu á milli þeirra eða sam­ein­ingu félag­anna, en auk þess geti það styrkt samn­ings­stöðu þeirra. 

Þetta skrifar Katrín Ólafs­dótt­ir, dós­ent við við­skipta­deild Háskól­ans í Reykja­vík, í grein í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar sem kom út í gær. Í henni fer hún yfir gerð kjara­samn­inga á Íslandi út frá nýút­gef­inni skýrslu Kjara­töl­fræði­nefndar og ber hana saman við stöð­una í Dan­mörku. 

11 sinnum minni félög

Sam­kvæmt grein­inni er mik­ill munur á vinnu­mark­að­inum í lönd­unum tveim­ur. Á meðan yfir 140 stétt­ar­fé­lög eru til hér á landi á vinnu­mark­aði fyrir 200 þús­und manns hafa Danir ein­ungis 112 stétt­ar­fé­lög, þrátt fyrir að vinnu­mark­að­ur­inn þar í landi nemi um 3,7 millj­ónum manna. 

Ef tekið er til­lit til þess að fleiri séu með­limir stétt­ar­fé­laga hér­lendis heldur en í Dan­mörku fæst að íslensk stétt­ar­fé­lög séu að með­al­tali 11 sinnum minni heldur en þau dönsku. Hér á landi eru að með­al­tali um 1.500 manns í hverju stétt­ar­fé­lagi, á meðan með­al­fjöldi félags­manna nær 17 þús­undum í Dan­mörku.

Auglýsing

Vægi smárra stétt­ar­fé­laga hér á landi sést enn betur ef fjöldi þeirra sem eru á kjör­skrá á bak við hvern kjara­samn­ing er skoð­að­ur. Þar sést að meiri­hluti kjara­samn­inga sem gerðir hafa verið í yfir­stand­andi samn­inga­lotu hafi undir hund­rað manns á kjör­skrá, eða 131 af 259 samn­ingum alls. Til sam­an­burðar voru ein­ungis fjórir samn­ingar gerðir þar sem meiri en fimm þús­und manns voru á kjör­skrá. 

Að mati Katrínar vekur þessi fjöldi samn­inga sem inni­halda fáa á kjör­skrá upp spurn­ingar um skil­virkni félag­anna í kjara­samn­ings­gerð. „Meiri sam­vinna stétt­ar­fé­laga eða sam­ein­ing þeirra gæti styrkt stöðu þeirra við samn­inga­borðið og aukið skil­virkni kjara­samn­inga,“ skrifar Katrín.

Hægt er að smella hér til að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd
Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Fjallið Namsan  í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
COVID-19 leysir ekki loftslagsvanda en sýnir hvað hægt er að gera
Þó að samkomu- og ferðatakmarkanir hafi orðið til þess að losun koltvíoxíðs hefur dregist saman á heimsvísu í ár hefur það lítil sem engin áhrif á uppsöfnun lofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. En það má margt læra af faraldrinum.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Segir ekki hægt að treysta hagnaðardrifnum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir velferð þjóðar
Þingmaður Miðflokksins og sjávarútvegsráðherra tókust á á Alþingi í dag og ræddu sölu á óunnum afla til útlanda. Þingmaðurinn sagði það pólitíska ákvörðun að sem mestur afli væri unninn hér heima sem Sjálfstæðismenn væru hræddir við að taka.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent