Sérhagsmunaöflin „stökkva á tækifærið“ til að hafa afkomuöryggið af fólki

Forseti Alþýðusambands Íslands setti 44. þing sambandsins í dag. Hún sagði í ávarpi við þingsetningu að hættan þegar harðnar á dalnum væri sú að réttindi yrðu gefin eftir og ójöfnuður ykist.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

„Það hefur ekki farið fram hjá neinum að atvinnu­rek­endur hafa þrýst á um launa­lækk­anir eða kjara­skerð­ingar með vísan til ástands­ins. Þetta sjón­ar­mið hefur fengið hljóm­grunn í fjöl­miðlum og stjórn­málum og víðar í sam­fé­lag­inu undir þeim for­merkjum að þegar þrengi að þá verði allir að gefa eitt­hvað eft­ir.“

Þetta sagði Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), í ávarpi sínu við þing­setn­ingu 44. þings ASÍ í dag.

Hún sagði að við þessu væri tvennt að segja. „Ann­ars vegar það að launa­fólk hefur þegar tekið gríð­ar­legan skell í þess­ari kreppu í gegnum atvinnu­leysi og kjara­skerð­ingar og hins vegar það að aðhalds­stefna er ekki aðeins gagns­laus á kreppu­tím­um, hún er bein­línis skað­leg. Það er ekk­ert sem rennir stoðum undir þá kenn­ingu að ískaldar launa­fryst­ingar þvert á lín­una séu rétta leiðin út úr krepp­unni, þvert á mót­i.“

Auglýsing

Drífa sagði enn fremur að ef not­ast væri við sömu hag­fræði og hefði verið alls ráð­andi síð­ustu ára­tugi – og sem sumir segðu að byggði á „jafn­vís­inda­legum grunni og sjálft þyngd­ar­lög­mál­ið“ – þá myndum við rata á hættu­lega braut. „Meira að segja Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur nú stigið fram og ráð­lagt ríkjum að ráð­ast ekki í aðhalds­að­gerðir en að gera fremur allt til að tryggja afkomu fólks á erf­iðum tím­um. Því þau ríki sem völdu nið­ur­skurð út úr fjár­málakrepp­unni fyrir rúmum ára­tug síðan hafa komið hrylli­lega illa út úr því, bæði heilsu­fars­lega og efna­hags­lega.“

Þegar íhalds­söm­ustu stofn­anir heims eins og OECD og Alþjóða­bank­inn væru farin að leita lausna í afkomu­trygg­ingu fyrir alla og meira að segja hin árlega Dav­os-­sam­koma hinna ríku og ráð­andi kall­aði eftir auknum jöfn­uði þá ætti síð­asta vígið að vera fall­ið. „Við heyrum hins vegar enn raddir hér á landi sem vilja fara í blóð­ugan nið­ur­skurð. Þetta eru oft sömu radd­irnar og segja okkur að við séum öll á sama báti. Við erum það ekki og höfum aldrei ver­ið. Fólk sem vinnur á stríp­uðum töxtum eða hefur misst lífs­við­ur­værið er ekki á sama báti og fjár­mála­ráð­herra eða for­stjór­ar. Bara engan veg­inn.“

Hún sagði sér­hags­muna­öflin alltaf vera til­búin til að stökkva á tæki­færið til að hafa afkomu­ör­yggið af fólki. „Í þessu landi eru bein­línis öfl sem vilja losna við lág­marks­vernd launa­fólks, sem telja atvinnu­leys­is­trygg­ingar ýta undir leti og að fólki sé fullur sómi sýndur með því að ætla því innan við 300 þús­und krónur til mán­aða­legrar fram­færslu. Og þetta er einmitt hættan þegar harðnar á daln­um, að rétt­indi verði gefin eftir og ójöfn­uður auk­ist. Það eru margir sem vilja nýta ferð­ina og kreppur hafa í áranna rás aukið mis­rétti.

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum þegar for­sendur kjara­samn­ing­anna voru undir þá voru það ekki við sem sköp­uðum óvissu og ófrið. Það voru atvinnu­rek­endur sem ætl­uðu að nýta ferð­ina til að knýja á um launa­lækk­anir eða skerð­ing­ar. Við bárum gæfu til þess að standa saman gegn þrýst­ingi og atvinnu­rek­endur urðu upp­vísir að ótrú­legum vinnu­brögðum í ein­hvers­konar störu­keppni sem stóð þar til stjórn­völd stigu inn og skáru atvinnu­rek­endur úr snöru sem þeir hengdu sjálfir,“ sagði hún.

Munu ekki líða það að skút­unni sé siglt eftir úreltum hug­myndum

Þá telur Drífa að kreppan verði ekki til að auka ójöfn­uð. „Við munum ekki líða það að skút­unni sé siglt eftir úreltum hug­myndum sem hafa skaðað vinn­andi fólk um heim allan og mulið undir fjár­mála­öfl­in. Við bjóðum lausnir sem fel­ast í að tryggja afkomu og lífs­gæði allra en ekki fárra. Við vinnum okkur ekki út úr þess­ari kreppu með nið­ur­skurði í vel­ferð­ar­kerf­unum okkar eða stór­felldum kjara­skerð­ing­um. Við vinnum okkur út úr þessu með því að sækja fram, verja kjörin og verja vel­ferð­ina. Við krefj­umst þess að rík­is­fjár­málum sé beitt af fullum þunga til að lág­marka skað­ann af krepp­unni. Við krefj­umst þess að þeir sem eru aflögu­færir leggi meira af mörkum til sam­fé­lags­ins; þar get ég nefnt stór­fjár­magns­eig­endur og kvóta­eig­end­ur, ef kallað er eftir dæm­um,“ sagði hún.

Aldrei væri meiri þörf á sterkri verka­lýðs­hreyf­ingu heldur en þegar völd atvinnu­rek­enda ykjust á kostnað launa­fólks. „Við erum í þannig stöðu núna að óprút­tnir atvinnu­rek­endur geta boðið örvænt­inga­fullu fólki laun og aðstæður sem telj­ast ekki boð­leg­ar. Þá kemur það til okkar kasta að heyja bar­átt­una gegn félags­legum und­ir­boðum og fyrir því að samn­ingar séu virt­ir. Það þarf að vera refsi­vert og ekki áhætt­unnar virði að svína á launa­fólki. Við eigum enn tölu­vert í land þar og sú bar­átta stendur yfir.

Þó að hart sé í ári núna þá munu koma betri tímar og það veltur á okkur hvernig fram­tíðin lítur út. Verk­efnin til skamms tíma eru áfram­hald­andi bar­átta fyrir hækkun atvinnu­leys­is­bóta, að kerfin sem launa­fólk á undan okkur barð­ist fyrir virki sem skildi þegar virki­lega reynir á. Við verðum að verja þau heim­ili sem hafa fengið harðan skell á þessu ári og við verðum að styðja okkar félags­menn í vörnum gegn veirunn­i.“

Ávarp forseta ASÍ

Kæru félag­ar.

Við höfum marga fjör­una sopið síð­ustu tvö ár og það er frekar dap­urt að geta ekki hist í per­sónu núna, lagt á ráð­in, gert upp síð­ustu ár og brýnt okkur fyrir það sem koma skal. Það er þó huggun harmi gegn að við getum hist í raf­heimum með sam­eig­in­lega til­finn­ingu um hvað skiptir máli. Að horfa á þrjú hund­ruð nöfn spretta upp á skjá, mörg með mynd, er sýni­leg áminn­ing um að við erum fjölda­hreyf­ing sem teygir anga sína um allt landið og inn í flestar starfs­stétt­ir. Saman eigum við þetta magn­aða afl sem er verka­lýðs­hreyf­ing­in. Hreyf­ingin okkar er eins og stór­fljót, rennur í far­vegi sem hefur verið mót­aður í áranna rás en brýtur sér stundum leið í nýjan far­veg, stundum er áin vatns­mikil svo jafn­vel flæðir yfir bakk­ana en stundum er hún straum­létt­ari. Ég veit ekki hvort þetta er besta mynd­lík­ingin en ég veit að við búum yfir afli sem hægt er að líkja við nátt­úru­afl. Kraft­ur­inn er mik­ill og stundum óbeislað­ur, á köflum eru flúð­irnar svo afger­andi að það má vart greina í hvaða átt vatnið renn­ur. En fljótið heldur samt áfram að renna, far­veg­ur­inn markast af vatn­inu og mark­mið okkar er skýrt: bætt lífs­kjör og betra sam­fé­lag. 

Við höfum sann­ar­lega náð árangri síð­ustu tvö árin frá því við hitt­umst síð­ast. Fram að COVID í upp­hafi árs hafði hagur launa­fólks batnað tölu­vert. Kjara­bæt­urnar birt­ust í ýmsum mynd­um: Lækkun vaxta, lækkun skatta, hærri laun og hærri barna­bætur eru þar á með­al. Allt þetta kom til vegna bar­áttu okkar og þeirra samn­inga sem gerðir voru fyrir okkar til­stuðl­an. Við verðum að muna eftir að fagna þeim árangri sem við höfum náð á meðan við heitum því að halda áfram. Og það er mikið verk óunn­ið. Við erum með lof­orð frá stjórn­völdum um að breyta lögum um líf­eyr­is­sjóð­ina til að tryggja betur líf­eyr­is­rétt­indi launa­fólks. Við eigum eftir að sjá raun­ger­ast lof­orð um aukna vernd fyrir leigj­end­ur, mark­viss skref til að afnema verð­trygg­ing­una og ný lög gegn félags­legum und­ir­boðum og launa­þjófn­aði auk aðgerða gegn man­sali. Þetta er allt saman í píp­un­um, í sumum til­vikum bíða okkar slagir um útfærslu, en í öllum til­fellum hefur okkur þokað fram á við.

Eins og heim­ur­inn allur fengum við risa­verk­efni í fangið í upp­hafi árs þegar heims­far­aldur skall á. Við búum í nýjum veru­leika sem er ógn­vekj­andi og það reynir á okkur sem ein­stak­linga, sem hreyf­ingu og sem sam­fé­lag. Atvinnu­leysi er eitur í okkar beinum og í gegnum tíð­ina höfum við lagt mikið undir í bar­átt­unni fyrir að verja störf og afkomu fólks. Störfin eru hins vegar horfin í bili og hátt í 20 þús­und manns eru án atvinnu hér á landi. Atvinnu­leysi er í sögu­legum hæðum og okkar stóra verk­efni er að takast á við það, að knýja á um vinnu­mark­aðs­að­gerðir sem mæta þessum vanda og tryggja afkomu fólks. Að auki hefur fjöld­inn allur misst tekjur vegna minnk­andi starfs­hlut­falls, minni yfir­vinnu og hluta­bóta og ann­arra þátta. Strax í vor hlut­uð­umst við til um aðgerðir til að minnka skað­ann; laun í sótt­kví, hluta­bóta­leið, nýsköpun og laun á upp­sagn­ar­fresti voru hluti af þeim úrræðum sem stjórn­völd buðu sem viðbrögð við krepp­unni. Í vor héldum við reyndar að bráða­úr­ræðin þyrftu að dekka einn til tvo mán­uði og ferða­þjón­ustan myndi taka við sér fljótt og vel. Nú vitum við betur og þetta verður lang­hlaup en ekki sprett­hlaup. Það er hlut­verk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að bjóða lausnir og fram­tíð­ar­sýn og í vor kynntum við stefnu­skjal undir heit­inu „Rétta leiðin – frá kreppu til lífs­gæða“ þar sem við vörð­uðum veg­inn út úr krepp­unni til að vernda lífs­kjör og fram­færslu og byggja upp betra sam­fé­lag. Á kreppu­tímum eru teknar ákvarð­anir sem móta fram­tíð­ina og það er okkar að sækja fram fyrir hönd almenn­ings í land­inu og tryggja að slíkar ákvarð­anir séu í þágu okkar allra. Mark­mið er að stuðla að nýrri atvinnu­sköpun og jafn­ara sam­fé­lagi, atvinnu­sköpun í sátt við umhverfið þar sem eru ekki bara búin til ný störf heldur góð störf með góðum aðbún­aði og sann­gjörnum kjör­um. Rétt­lát umskipti eru þema þessa þings og ganga út á að breyt­ingar á atvinnu­háttum vegna lofts­lagskrís­unnar og tækni­breyt­inga séu rétt­lát gagn­vart launa­fólki. Þótt mál­efna­starfi okkar sé frestað til vors­ins þá eigum við að taka hug­mynda­fræði rétt­látra umskipta með okkur inn í þennan vet­ur. Því nú er tím­inn til að byggja upp til fram­tíðar og það skiptir máli hvernig það er gert. 

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að atvinnu­rek­endur hafa þrýst á um launa­lækk­anir eða kjara­skerð­ingar með vísan til ástands­ins. Þetta sjón­ar­mið hefur fengið hljóm­grunn í fjöl­miðlum og stjórn­málum og víðar í sam­fé­lag­inu undir þeim for­merkjum að þegar þrengi að þá verði allir að gefa eitt­hvað eft­ir. Við því er tvennt að segja: ann­ars vegar það að launa­fólk hefur þegar tekið gríð­ar­legan skell í þess­ari kreppu í gegnum atvinnu­leysi og kjara­skerð­ingar og hins vegar það að aðhalds­stefna er ekki aðeins gagns­laus á kreppu­tím­um, hún er bein­línis skað­leg. Það er ekk­ert sem rennir stoðum undir þá kenn­ingu að ískaldar launa­fryst­ingar þvert á lín­una séu rétta leiðin út úr krepp­unni, þvert á móti.

Ef við notum sömu hag­fræð­ina og hefur verið alls ráð­andi síð­ustu ára­tugi og sumir segja að byggi á jafn­vís­inda­legum grunni og sjálft þyngd­ar­lög­málið þá munum við rata á hættu­lega braut. Meira að segja Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur nú stigið fram og ráð­lagt ríkjum að ráð­ast ekki í aðhalds­að­gerðir en að gera fremur allt til að tryggja afkomu fólks á erf­iðum tím­um. Því þau ríki sem völdu nið­ur­skurð út úr fjár­málakrepp­unni fyrir rúmum ára­tug síðan hafa komið hrylli­lega illa út úr því, bæði heilsu­fars­lega og efna­hags­lega.  

Þegar íhalds­söm­ustu stofn­anir heims eins og OECD og Alþjóða­bank­inn eru farin að leita lausna í afkomu­trygg­ingu fyrir alla og meira að segja hin árlega Dav­os-­sam­koma hinna ríku og ráð­andi kallar eftir auknum jöfn­uði þá ætti síð­asta vígið að vera fall­ið. Við heyrum hins vegar enn raddir hér á landi sem vilja fara í blóð­ugan nið­ur­skurð. Þetta eru oft sömu radd­irnar og segja okkur að við séum öll á sama báti. Við erum það ekki og höfum aldrei ver­ið. Fólk sem vinnur á stríp­uðum töxtum eða hefur misst lífs­við­ur­værið er ekki á sama báti og fjár­mála­ráð­herra eða for­stjór­ar. Bara engan veg­inn! 

En hitt er ljóst og það er að sér­hags­muna­öflin eru alltaf til­búin til að stökkva á tæki­færið til að hafa afkomu­ör­yggið af fólki. Í þessu landi eru bein­línis öfl sem vilja losna við lág­marks­vernd launa­fólks, sem telja atvinnu­leys­is­trygg­ingar ýta undir leti og að fólki sé fullur sómi sýndur með því að ætla því  innan við 300 þús­und krónur til mán­aða­legrar fram­færslu. Og þetta er einmitt hættan þegar harðnar á daln­um, að rétt­indi verði gefin eftir og ójöfn­uður auk­ist. Það eru margir sem vilja nýta ferð­ina og kreppur hafa í áranna rás aukið mis­rétti.

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum þegar for­sendur kjara­samn­ing­anna voru undir þá voru það ekki við sem sköp­uðum óvissu og ófrið. Það voru atvinnu­rek­endur sem ætl­uðu að nýta ferð­ina til að knýja á um launa­lækk­anir eða skerð­ing­ar. Við bárum gæfu til þess að standa saman gegn þrýst­ingi og atvinnu­rek­endur urðu upp­vísir að ótrú­legum vinnu­brögðum í ein­hvers­konar störu­keppni sem stóð þar til stjórn­völd stigu inn og skáru atvinnu­rek­endur úr snöru sem þeir hengdu sjálf­ir. 

Verka­lýðs­hreyf­ingin stóð sam­ein­uð: okkar mat var að far­sæl­ast væri fyrir launa­fólk og sam­fé­lagið í heild að halda frið á vinnu­mark­aði og standa við kjara­samn­inga, sem við skulum muna að voru gerðir á óvissu­tímum í kjöl­far falls wow-air og tóku mið af óvissu efna­hags­á­standi.

Kæru félag­ar,

Þessi kreppa verður ekki til að auka ójöfn­uð  – við munum ekki líða það að skút­unni sé siglt eftir úreltum hug­myndir sem hafa skaðað vinn­andi fólk um heim allan og mulið undir fjár­mála­öfl­in. Við bjóðum lausnir sem fel­ast í að tryggja afkomu og lífs­gæði allra en ekki fárra. Við vinnum okkur ekki út úr þess­ari kreppu með nið­ur­skurði í vel­ferð­ar­kerf­unum okkar eða stór­felldum kjara­skerð­ing­um. Við vinnum okkur út úr þessu með því að sækja fram, verja kjörin og verja vel­ferð­ina. Við krefj­umst þess að rík­is­fjár­málum sé beitt af fullum þunga til að lág­marka skað­ann af krepp­unni. Við krefj­umst þess að þeir sem eru aflögu­færir leggi meira af mörkum til sam­fé­lags­ins; þar get ég nefnt stór­fjár­magns­eig­endur og kvóta­eig­end­ur, ef kallað er eftir dæm­um! 

Við erum afar mis­jafn­lega stödd en eins og yfir­leitt ger­ist þá eru það ein­stak­lingar sem síst mega við því sem kreppan bitnar harð­ast á. Ein­stak­lingar sem hafa ekki sterka rödd í sam­fé­lag­inu, ungt fólk, fólk af erlendum upp­runa og fólk sem hefur verið á jaðri vinnu­mark­að­ar­ins. Það er okkar hlut­verk að ljá þeim rödd, gefa þeim pláss í umræð­unni, tala þeirra máli þar sem það á við. Verka­lýðs­hreyf­ingin er stofnuð til að ein­stak­lingar þurfi ekki að berj­ast ein­ir, að kraft­ur­inn og styrk­ur­inn í fjöld­anum veiti skjól og vörn og við megum aldrei missa sjónar á því. Það er erfitt að taka einn hóp út fyrir sviga því það eru mjög margir í erf­iðri stöðu. Ég ætla þó að leyfa mér að minna á ábyrgð okkar gagn­vart fólki af erlendum upp­runa sem hefur lagt þungt lóð á voga­skál­arnar síð­ustu ár til að auka hér lífs­gæði og vinna þau verk sem þarf að vinna til að halda sam­fé­lag­inu gang­andi. Atvinnu­leysi er sláandi hátt meðal erlendra rík­is­borg­ara og verka­lýðs­hreyf­ing­unni ber að taka á því af fullum þunga. Við þau ykkar af erlendum upp­runa vil ég segja, verið vel­komin til lands­ins, verið vel­komin í hreyf­ing­una og við erum heppin að njóta krafta ykkar á vinnu­mark­aði og í okkar góðu hreyf­ingu – í því felst styrkur fyrir okkur öll. 

Kæru félag­ar,

Það er aldrei meiri þörf á sterkri verka­lýðs­hreyf­ingu heldur en þegar völd atvinnu­rek­enda aukast á kostnað launa­fólks. Við erum í þannig stöðu núna að óprút­tnir atvinnu­rek­endur geta boðið örvænt­inga­fullu fólki laun og aðstæður sem telj­ast ekki boð­leg­ar. Þá kemur það til okkar kasta að heyja bar­átt­una gegn félags­legum und­ir­boðum og fyrir því að samn­ingar séu virt­ir. Það þarf að vera refsi­vert og ekki áhætt­unnar virði að svína á launa­fólki. Við eigum enn tölu­vert í land þar og sú bar­átta stendur yfir. 

Kæru félag­ar,

Þó að hart sé í ári núna þá munu koma betri tímar og það veltur á okkur hvernig fram­tíðin lítur út. Verk­efnin til skamms tíma eru áfram­hald­andi bar­átta fyrir hækkun atvinnu­leys­is­bóta, að kerfin sem launa­fólk á undan okkur barð­ist fyrir virki sem skildi þegar virki­lega reynir á. Við verðum að verja þau heim­ili sem hafa fengið harðan skell á þessu ári og við verðum að styðja okkar félags­menn í vörnum gegn veirunn­i. 

Til lengri tíma skulum við muna það að þegar ein­hver býður ein­faldar lausnir eins og að selja rík­is­eignir eða „nýta einka­fram­tak­ið“ í heil­brigð­is­þjón­ustu þá skulum við ekki pissa í skó­inn okk­ar. Þessi öfl eru komin á fullt skrið en það alversta sem við getum gert núna er að arð­væða okkar grunn­stoð­ir. Þannig eykst mis­réttið og ójöfn­uð­ur­inn, þannig ger­ist það að fólk þarf að kaupa heil­brigði og menntun og aðeins þau sem hafa efni á því njóta. Þetta er hin stóra bar­átta framund­an, að vernda það sem við höfum byggt upp og láta ekki eina kreppu brjóta það nið­ur. Við skulum líka vera stór­huga og hvika hvergi í okkar kröfum um að allir njóti vel­ferðar og lífs­gæða, hvort sem það eru aldr­aðir eða veik­ir, vinn­andi fólk eða fólk utan vinnu­mark­að­ar. Við skulum byggja upp atvinnu í sátt við nátt­úru og umhverfi og láta tækni­fram­farir og fram­leiðni aukn­ingu verða til góðs fyrir alla en ekki fáa. 

Í dag­legu amstri og átökum skulum við muna eftir stóru mynd­inni og að hvert og eitt okkar er lítið peð í sögu­bók­unum en saman getum við skrifað góðan kafla. Ábyrgð okkar er mikil á tímum þar sem félags­starfi eru skorður settar og fjölda­fundir hrein­lega bann­að­ir. Við þurfum vissu­lega rými til að takast á um stefnur og strauma inn­byrð­is, en í vetur berum við von­andi gæfu til að beina orkunni út á við, þar sem hennar er sann­an­lega þörf. 

Ég vona að við fáum tæki­færi til að hitt­ast fljót­lega í raun­heimum því það sár­vantar eitt­hvað þegar við getum ekki fundið nálægð­ina og sprengi­kraft­inn í sam­tal­inu. Þangað til verðum við að nýta tækn­ina og senda hlýja strauma hvert til ann­ars yfir netheima. 

Ég óska okkur öllum vel­farn­að­ar, heilsu og bar­áttu­anda og segi 44. þing ASÍ sett. 

 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent