Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020

Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Auglýsing

Sím­inn hagn­að­ist um tæp­lega 1,9 millj­arða króna á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum árs­ins 2020. Það er 19,4 pró­sent minni hagn­aður en var af rekstr­inum á sama tíma­bili í fyrra þegar hann var rúm­lega 2,3 millj­arðar króna. 

Þetta kemur fram í nýbirtu árs­fjórð­ungs­upp­gjöri félags­ins. 

Tekjur Sím­ans af sjón­varps­þjón­ustu juk­ust um 13,8 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil í fyrra. Alls voru tekj­urnar vegna sjón­varps­þjón­ustu 4,6 millj­arðar króna á tíma­bil­inu eða 560 millj­ónum krónum hærri en á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum síð­asta árs. Aug­lýs­inga­tekjur Sím­ans vaxið um 22 pró­sent milli ára, sem verður að telj­ast ágætt í ljósi þess að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur valdið umtals­verðum tekju­sam­drætti í aug­lýs­inga­sölu flestra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja það sem af er árinu 2020. 

Þá hafa tekjur af Prem­i­um-­þjón­ustu Sím­ans auk­ist um 18 pró­sent frá því sem þær voru á þriðja árs­fjórð­ungi í fyrra. Í kynn­ingu á upp­gjör­inu kemur fram að seinkun á efni frá erlendum birgjum hafi gert störf dag­skrár­deildar félags­ins „flókn­ari“ en að línu­legt áhorf hafi verið í hæstu hæðum „þökk sé Helga Björns og reið­mönnum vind­anna“.

Auglýsing
Alls hafa tekjur Sím­ans auk­ist um 572 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil í fyrra. Það þýðir að nær öll tekju­aukn­ingin er til­komin vegna sjón­varps­þjón­ust­unn­ar. Í heild voru tekj­urnar 21,7 millj­arðar króna á tíma­bil­in­u. 

Stöðu­gildum fækkað um 50

Aðrir starfs­þættir hafa líka þó líka gengið vel og skilað hagn­aði. Þar má nefna að tekjur vegna upp­lýs­inga­tækni hafa auk­ist um 326 millj­ónir króna milli ára, vöru­sala hefur skilað 160 millj­ónum krónum meira í kass­ann (þar af 111 millj­ónum króna á þriðja árs­fjórð­ungi) og tekjur vegna  gagna­flutn­ings­þjón­ustu hafa vaxið um 134 millj­ónir króna.

Á móti hafa tekjur vegna far­síma dreg­ist saman um 198 millj­ónir króna og tal­síma um 198 millj­ónir króna. Sam­dráttur í far­síma­tekjum er að uppi­stöðu vegna þess að reiki­tekjur hafa dreg­ist saman sam­hliða því að ferða­tak­mark­anir hafa gert það að verkum að ferða­menn koma ekki lengur til lands­ins svo nokkru nemi. Alls telur Sím­inn að nei­kvæð áhrif af kór­ónu­veiru­far­aldr­inum vegna sam­dráttar í fjölda ferða­manna hafi minnkað tekjur um 300 millj­ónir króna milli ára.

Sá starfs­þáttur sem skil­greindur er sem „ann­að“ hefur líka verið drjúgur í sam­drætti, en slíkar óskil­greindar tekjur skil­uðu Sím­anum 341 millj­ónum krónum meira á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs en á sama tíma­bili 2020. 

Sím­inn hefur líka ráð­ist í umtals­verðar kostn­að­ar­lækk­anir á árinu. Þannig hefur stöðu­gildum hjá félag­inu verið fækkað um 50 og útvistun hug­bún­að­ar­þró­unar hefur lækkað launa­kostnað um 300 millj­ónir króna á árs­grund­velli. 

Arð­greiðslur og end­ur­kaup

Stærsti ein­staki hlut­hafi Sím­ans eru Stoðir hf. og Jón Sig­urðs­son, stjórn­ar­for­maður þess fjár­fest­inga­fé­lags, er stjórn­ar­for­maður Sím­ans. Aðrir stórir eig­endur eru að uppi­stöðu íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. 

Sím­inn greiddi út 500 millj­ónir króna í arð í apríl og félagið hefur keypt eigin bréf fyrir 1,5 millj­arða króna frá síð­asta aðal­fundi. Sam­tals hefur Sím­inn varið 65,1 pró­sent af hagn­aði í arð­greiðslu og kaup eigin bréfa. End­ur­kaup á bréfum félags­ins munu hefj­ast aftur í nóv­em­ber og verður keypt fyrir hálfan millj­arð króna.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent