Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020

Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Auglýsing

Sím­inn hagn­að­ist um tæp­lega 1,9 millj­arða króna á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum árs­ins 2020. Það er 19,4 pró­sent minni hagn­aður en var af rekstr­inum á sama tíma­bili í fyrra þegar hann var rúm­lega 2,3 millj­arðar króna. 

Þetta kemur fram í nýbirtu árs­fjórð­ungs­upp­gjöri félags­ins. 

Tekjur Sím­ans af sjón­varps­þjón­ustu juk­ust um 13,8 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil í fyrra. Alls voru tekj­urnar vegna sjón­varps­þjón­ustu 4,6 millj­arðar króna á tíma­bil­inu eða 560 millj­ónum krónum hærri en á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum síð­asta árs. Aug­lýs­inga­tekjur Sím­ans vaxið um 22 pró­sent milli ára, sem verður að telj­ast ágætt í ljósi þess að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur valdið umtals­verðum tekju­sam­drætti í aug­lýs­inga­sölu flestra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja það sem af er árinu 2020. 

Þá hafa tekjur af Prem­i­um-­þjón­ustu Sím­ans auk­ist um 18 pró­sent frá því sem þær voru á þriðja árs­fjórð­ungi í fyrra. Í kynn­ingu á upp­gjör­inu kemur fram að seinkun á efni frá erlendum birgjum hafi gert störf dag­skrár­deildar félags­ins „flókn­ari“ en að línu­legt áhorf hafi verið í hæstu hæðum „þökk sé Helga Björns og reið­mönnum vind­anna“.

Auglýsing
Alls hafa tekjur Sím­ans auk­ist um 572 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil í fyrra. Það þýðir að nær öll tekju­aukn­ingin er til­komin vegna sjón­varps­þjón­ust­unn­ar. Í heild voru tekj­urnar 21,7 millj­arðar króna á tíma­bil­in­u. 

Stöðu­gildum fækkað um 50

Aðrir starfs­þættir hafa líka þó líka gengið vel og skilað hagn­aði. Þar má nefna að tekjur vegna upp­lýs­inga­tækni hafa auk­ist um 326 millj­ónir króna milli ára, vöru­sala hefur skilað 160 millj­ónum krónum meira í kass­ann (þar af 111 millj­ónum króna á þriðja árs­fjórð­ungi) og tekjur vegna  gagna­flutn­ings­þjón­ustu hafa vaxið um 134 millj­ónir króna.

Á móti hafa tekjur vegna far­síma dreg­ist saman um 198 millj­ónir króna og tal­síma um 198 millj­ónir króna. Sam­dráttur í far­síma­tekjum er að uppi­stöðu vegna þess að reiki­tekjur hafa dreg­ist saman sam­hliða því að ferða­tak­mark­anir hafa gert það að verkum að ferða­menn koma ekki lengur til lands­ins svo nokkru nemi. Alls telur Sím­inn að nei­kvæð áhrif af kór­ónu­veiru­far­aldr­inum vegna sam­dráttar í fjölda ferða­manna hafi minnkað tekjur um 300 millj­ónir króna milli ára.

Sá starfs­þáttur sem skil­greindur er sem „ann­að“ hefur líka verið drjúgur í sam­drætti, en slíkar óskil­greindar tekjur skil­uðu Sím­anum 341 millj­ónum krónum meira á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs en á sama tíma­bili 2020. 

Sím­inn hefur líka ráð­ist í umtals­verðar kostn­að­ar­lækk­anir á árinu. Þannig hefur stöðu­gildum hjá félag­inu verið fækkað um 50 og útvistun hug­bún­að­ar­þró­unar hefur lækkað launa­kostnað um 300 millj­ónir króna á árs­grund­velli. 

Arð­greiðslur og end­ur­kaup

Stærsti ein­staki hlut­hafi Sím­ans eru Stoðir hf. og Jón Sig­urðs­son, stjórn­ar­for­maður þess fjár­fest­inga­fé­lags, er stjórn­ar­for­maður Sím­ans. Aðrir stórir eig­endur eru að uppi­stöðu íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. 

Sím­inn greiddi út 500 millj­ónir króna í arð í apríl og félagið hefur keypt eigin bréf fyrir 1,5 millj­arða króna frá síð­asta aðal­fundi. Sam­tals hefur Sím­inn varið 65,1 pró­sent af hagn­aði í arð­greiðslu og kaup eigin bréfa. End­ur­kaup á bréfum félags­ins munu hefj­ast aftur í nóv­em­ber og verður keypt fyrir hálfan millj­arð króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent