Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020

Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Auglýsing

Sím­inn hagn­að­ist um tæp­lega 1,9 millj­arða króna á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum árs­ins 2020. Það er 19,4 pró­sent minni hagn­aður en var af rekstr­inum á sama tíma­bili í fyrra þegar hann var rúm­lega 2,3 millj­arðar króna. 

Þetta kemur fram í nýbirtu árs­fjórð­ungs­upp­gjöri félags­ins. 

Tekjur Sím­ans af sjón­varps­þjón­ustu juk­ust um 13,8 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil í fyrra. Alls voru tekj­urnar vegna sjón­varps­þjón­ustu 4,6 millj­arðar króna á tíma­bil­inu eða 560 millj­ónum krónum hærri en á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum síð­asta árs. Aug­lýs­inga­tekjur Sím­ans vaxið um 22 pró­sent milli ára, sem verður að telj­ast ágætt í ljósi þess að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur valdið umtals­verðum tekju­sam­drætti í aug­lýs­inga­sölu flestra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja það sem af er árinu 2020. 

Þá hafa tekjur af Prem­i­um-­þjón­ustu Sím­ans auk­ist um 18 pró­sent frá því sem þær voru á þriðja árs­fjórð­ungi í fyrra. Í kynn­ingu á upp­gjör­inu kemur fram að seinkun á efni frá erlendum birgjum hafi gert störf dag­skrár­deildar félags­ins „flókn­ari“ en að línu­legt áhorf hafi verið í hæstu hæðum „þökk sé Helga Björns og reið­mönnum vind­anna“.

Auglýsing
Alls hafa tekjur Sím­ans auk­ist um 572 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil í fyrra. Það þýðir að nær öll tekju­aukn­ingin er til­komin vegna sjón­varps­þjón­ust­unn­ar. Í heild voru tekj­urnar 21,7 millj­arðar króna á tíma­bil­in­u. 

Stöðu­gildum fækkað um 50

Aðrir starfs­þættir hafa líka þó líka gengið vel og skilað hagn­aði. Þar má nefna að tekjur vegna upp­lýs­inga­tækni hafa auk­ist um 326 millj­ónir króna milli ára, vöru­sala hefur skilað 160 millj­ónum krónum meira í kass­ann (þar af 111 millj­ónum króna á þriðja árs­fjórð­ungi) og tekjur vegna  gagna­flutn­ings­þjón­ustu hafa vaxið um 134 millj­ónir króna.

Á móti hafa tekjur vegna far­síma dreg­ist saman um 198 millj­ónir króna og tal­síma um 198 millj­ónir króna. Sam­dráttur í far­síma­tekjum er að uppi­stöðu vegna þess að reiki­tekjur hafa dreg­ist saman sam­hliða því að ferða­tak­mark­anir hafa gert það að verkum að ferða­menn koma ekki lengur til lands­ins svo nokkru nemi. Alls telur Sím­inn að nei­kvæð áhrif af kór­ónu­veiru­far­aldr­inum vegna sam­dráttar í fjölda ferða­manna hafi minnkað tekjur um 300 millj­ónir króna milli ára.

Sá starfs­þáttur sem skil­greindur er sem „ann­að“ hefur líka verið drjúgur í sam­drætti, en slíkar óskil­greindar tekjur skil­uðu Sím­anum 341 millj­ónum krónum meira á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs en á sama tíma­bili 2020. 

Sím­inn hefur líka ráð­ist í umtals­verðar kostn­að­ar­lækk­anir á árinu. Þannig hefur stöðu­gildum hjá félag­inu verið fækkað um 50 og útvistun hug­bún­að­ar­þró­unar hefur lækkað launa­kostnað um 300 millj­ónir króna á árs­grund­velli. 

Arð­greiðslur og end­ur­kaup

Stærsti ein­staki hlut­hafi Sím­ans eru Stoðir hf. og Jón Sig­urðs­son, stjórn­ar­for­maður þess fjár­fest­inga­fé­lags, er stjórn­ar­for­maður Sím­ans. Aðrir stórir eig­endur eru að uppi­stöðu íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. 

Sím­inn greiddi út 500 millj­ónir króna í arð í apríl og félagið hefur keypt eigin bréf fyrir 1,5 millj­arða króna frá síð­asta aðal­fundi. Sam­tals hefur Sím­inn varið 65,1 pró­sent af hagn­aði í arð­greiðslu og kaup eigin bréfa. End­ur­kaup á bréfum félags­ins munu hefj­ast aftur í nóv­em­ber og verður keypt fyrir hálfan millj­arð króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent