Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020

Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Auglýsing

Sím­inn hagn­að­ist um tæp­lega 1,9 millj­arða króna á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum árs­ins 2020. Það er 19,4 pró­sent minni hagn­aður en var af rekstr­inum á sama tíma­bili í fyrra þegar hann var rúm­lega 2,3 millj­arðar króna. 

Þetta kemur fram í nýbirtu árs­fjórð­ungs­upp­gjöri félags­ins. 

Tekjur Sím­ans af sjón­varps­þjón­ustu juk­ust um 13,8 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil í fyrra. Alls voru tekj­urnar vegna sjón­varps­þjón­ustu 4,6 millj­arðar króna á tíma­bil­inu eða 560 millj­ónum krónum hærri en á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum síð­asta árs. Aug­lýs­inga­tekjur Sím­ans vaxið um 22 pró­sent milli ára, sem verður að telj­ast ágætt í ljósi þess að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur valdið umtals­verðum tekju­sam­drætti í aug­lýs­inga­sölu flestra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja það sem af er árinu 2020. 

Þá hafa tekjur af Prem­i­um-­þjón­ustu Sím­ans auk­ist um 18 pró­sent frá því sem þær voru á þriðja árs­fjórð­ungi í fyrra. Í kynn­ingu á upp­gjör­inu kemur fram að seinkun á efni frá erlendum birgjum hafi gert störf dag­skrár­deildar félags­ins „flókn­ari“ en að línu­legt áhorf hafi verið í hæstu hæðum „þökk sé Helga Björns og reið­mönnum vind­anna“.

Auglýsing
Alls hafa tekjur Sím­ans auk­ist um 572 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil í fyrra. Það þýðir að nær öll tekju­aukn­ingin er til­komin vegna sjón­varps­þjón­ust­unn­ar. Í heild voru tekj­urnar 21,7 millj­arðar króna á tíma­bil­in­u. 

Stöðu­gildum fækkað um 50

Aðrir starfs­þættir hafa líka þó líka gengið vel og skilað hagn­aði. Þar má nefna að tekjur vegna upp­lýs­inga­tækni hafa auk­ist um 326 millj­ónir króna milli ára, vöru­sala hefur skilað 160 millj­ónum krónum meira í kass­ann (þar af 111 millj­ónum króna á þriðja árs­fjórð­ungi) og tekjur vegna  gagna­flutn­ings­þjón­ustu hafa vaxið um 134 millj­ónir króna.

Á móti hafa tekjur vegna far­síma dreg­ist saman um 198 millj­ónir króna og tal­síma um 198 millj­ónir króna. Sam­dráttur í far­síma­tekjum er að uppi­stöðu vegna þess að reiki­tekjur hafa dreg­ist saman sam­hliða því að ferða­tak­mark­anir hafa gert það að verkum að ferða­menn koma ekki lengur til lands­ins svo nokkru nemi. Alls telur Sím­inn að nei­kvæð áhrif af kór­ónu­veiru­far­aldr­inum vegna sam­dráttar í fjölda ferða­manna hafi minnkað tekjur um 300 millj­ónir króna milli ára.

Sá starfs­þáttur sem skil­greindur er sem „ann­að“ hefur líka verið drjúgur í sam­drætti, en slíkar óskil­greindar tekjur skil­uðu Sím­anum 341 millj­ónum krónum meira á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs en á sama tíma­bili 2020. 

Sím­inn hefur líka ráð­ist í umtals­verðar kostn­að­ar­lækk­anir á árinu. Þannig hefur stöðu­gildum hjá félag­inu verið fækkað um 50 og útvistun hug­bún­að­ar­þró­unar hefur lækkað launa­kostnað um 300 millj­ónir króna á árs­grund­velli. 

Arð­greiðslur og end­ur­kaup

Stærsti ein­staki hlut­hafi Sím­ans eru Stoðir hf. og Jón Sig­urðs­son, stjórn­ar­for­maður þess fjár­fest­inga­fé­lags, er stjórn­ar­for­maður Sím­ans. Aðrir stórir eig­endur eru að uppi­stöðu íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. 

Sím­inn greiddi út 500 millj­ónir króna í arð í apríl og félagið hefur keypt eigin bréf fyrir 1,5 millj­arða króna frá síð­asta aðal­fundi. Sam­tals hefur Sím­inn varið 65,1 pró­sent af hagn­aði í arð­greiðslu og kaup eigin bréfa. End­ur­kaup á bréfum félags­ins munu hefj­ast aftur í nóv­em­ber og verður keypt fyrir hálfan millj­arð króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent