Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir ætlar að skila minn­is­blaði til­lögum að breyttum sótt­varn­ar­að­gerðum til Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra innan skamm­s. 

Haft er eftir á honum á Vísi í dag að hann skoði að leggja til harð­ari aðgerðir af ein­hverju tagi og ein­hverja end­ur­skoðun á fyr­ir­komu­lag­inu á landa­mær­um. Vís­bend­ingar séu um að smit á landa­mærum gætu verið að ber­ast inn í sam­fé­lag­ið.

Sótt­varna­læknir sagði sömu­leið­is við RÚV að það væri ekk­ert útlit fyrir að skyn­sam­legt yrði að aflétta þeim aðgerðum sem eru nú í gildi. Þró­unin á far­aldr­inum væri áhyggju­efni og „rauð flögg“ á lofti víða.

Auglýsing

Átta­tíu og sex smit greindust inn­an­lands í gær og þar af voru 24 ein­stak­lingar ekki í sótt­kví við grein­ingu. Þórólfur sagði við Vísi að sá fjöldi sem væri að grein­ast utan sótt­kvíar væri ekki að minnka mikið og það væri á meðal þess sem hann hefði áhyggjur af. 

Einnig væri áhyggju­efni að það væru enn margir að grein­ast sem hefðu ekki tengsl við þekktar hóp­sýk­ing­ar, eins og þá stóru sem spratt upp í kringum Landa­kot. Um 120 smit hafa verið rakin þang­að.

And­lát á Land­spít­ala

Ein­stak­lingur á níræð­is­aldri lést á Land­spít­ala á síð­asta sól­ar­hring eftir að hafa smit­ast af COVID-19. Er fjöldi þeirra sem lát­ist hafa eftir COVID-19 smit hér á landi því kom­inn upp í tólf frá því að far­ald­ur­inn hófst fyrr á árinu.

Yfir þús­und manns í ein­angrun

Alls eru 1.062 ein­stak­lingar nú í ein­angrun vegna sjúk­dóms­ins og í heild­ina eru 58 manns á sjúkra­húsi, þar af einn á gjör­gæslu, sam­kvæmt tölum á vefnum covid.­is.

Far­ald­ur­inn hefur verið í vexti í lands­byggð­unum eftir að hafa verið að mestu bund­inn við höf­uð­borg­ar­svæðið í upp­hafi hinnar svoköll­uðu þriðju bylgju. 

Núna eru 51 í ein­angrun á Norð­ur­landi eystra, 64 á Suð­ur­landi, 21 á Vest­ur­landi og 12 á Vest­fjörð­um. Eini lands­hlut­inn þar sem eng­inn er með virkt smit svo vitað sé er Aust­ur­land.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent