Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir ætlar að skila minn­is­blaði til­lögum að breyttum sótt­varn­ar­að­gerðum til Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra innan skamm­s. 

Haft er eftir á honum á Vísi í dag að hann skoði að leggja til harð­ari aðgerðir af ein­hverju tagi og ein­hverja end­ur­skoðun á fyr­ir­komu­lag­inu á landa­mær­um. Vís­bend­ingar séu um að smit á landa­mærum gætu verið að ber­ast inn í sam­fé­lag­ið.

Sótt­varna­læknir sagði sömu­leið­is við RÚV að það væri ekk­ert útlit fyrir að skyn­sam­legt yrði að aflétta þeim aðgerðum sem eru nú í gildi. Þró­unin á far­aldr­inum væri áhyggju­efni og „rauð flögg“ á lofti víða.

Auglýsing

Átta­tíu og sex smit greindust inn­an­lands í gær og þar af voru 24 ein­stak­lingar ekki í sótt­kví við grein­ingu. Þórólfur sagði við Vísi að sá fjöldi sem væri að grein­ast utan sótt­kvíar væri ekki að minnka mikið og það væri á meðal þess sem hann hefði áhyggjur af. 

Einnig væri áhyggju­efni að það væru enn margir að grein­ast sem hefðu ekki tengsl við þekktar hóp­sýk­ing­ar, eins og þá stóru sem spratt upp í kringum Landa­kot. Um 120 smit hafa verið rakin þang­að.

And­lát á Land­spít­ala

Ein­stak­lingur á níræð­is­aldri lést á Land­spít­ala á síð­asta sól­ar­hring eftir að hafa smit­ast af COVID-19. Er fjöldi þeirra sem lát­ist hafa eftir COVID-19 smit hér á landi því kom­inn upp í tólf frá því að far­ald­ur­inn hófst fyrr á árinu.

Yfir þús­und manns í ein­angrun

Alls eru 1.062 ein­stak­lingar nú í ein­angrun vegna sjúk­dóms­ins og í heild­ina eru 58 manns á sjúkra­húsi, þar af einn á gjör­gæslu, sam­kvæmt tölum á vefnum covid.­is.

Far­ald­ur­inn hefur verið í vexti í lands­byggð­unum eftir að hafa verið að mestu bund­inn við höf­uð­borg­ar­svæðið í upp­hafi hinnar svoköll­uðu þriðju bylgju. 

Núna eru 51 í ein­angrun á Norð­ur­landi eystra, 64 á Suð­ur­landi, 21 á Vest­ur­landi og 12 á Vest­fjörð­um. Eini lands­hlut­inn þar sem eng­inn er með virkt smit svo vitað sé er Aust­ur­land.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent