Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands

„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Auglýsing

Hjálmar Jóns­son, sem verið hefur for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands frá árinu 2010, mun ekki bjóða sig fram á ný í emb­ættið á næsta aðal­fundi, sem fram fer á næsta ári. Frá þessu greindi hann á aðal­fundi félags­ins sem fer nú fram á Grand hótel í Reykja­vík. 

Aðal­fund­ur­inn átti upp­haf­lega að fara fram í apríl en var frestað vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Hjálmar var einn í fram­boði til for­manns á fund­inum í kvöld og því sjálf­kjör­inn, en kosið er um for­mennsku í Blaða­manna­fé­lag­inu á hverjum aðal­fundi. Áður en að Hjálmar tók við sem for­maður félags­ins á miklum átaka­fundi árið 2010 hafði hann verið fram­kvæmda­stjóri þess í nokkur ár. Í kjöl­far þess var starf fram­kvæmd­ar­stjóra og for­manns sam­einað í eitt.

Í ræðu sinni í kvöld sagði Hjálmar að það væri „tíma­bært að ný kyn­slóð tæki við“.

Hörð­ustu aðgerðir í 41 ár

Blaða­manna­fé­lagið boð­aði til verk­fallsá­taka í lok síð­asta árs. Það var í fyrsta sinn í 41 ár sem að félagið boð­aði til verk­falls­að­gerða. Í til­efni af þessu sagði Hjálmar að komið væri að ögur­stundu fyrir blaða­mann og sagði í við­tali í aðdrag­anda verk­falls­að­gerð­anna að kjör ­blaða­manna væru „hörmu­leg“. 

Auglýsing
Ráðist var í verk­falls­að­gerðir en þeim hluta þeirra sem áttu að bíta fastast, verk­fall á prent­miðlun í aðdrag­anda hins svo­kall­aða „Black Fri­day“ í lok nóv­em­ber, var frestað í sam­starfi við Sam­tök atvinnu­lífs­ins.

Í lok nóv­em­ber voru greidd atkvæði um kjara­samn­ing­inn sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins lögðu fram og hann kol­felld­ur. 

Í kjöl­farið voru boð­aðar verk­falls­að­gerðir kláraðar og þær síð­ustu fóru fram 6. des­em­ber.

Nýir kjara­samn­ingar voru loks und­ir­rit­aðir í mars 2020, en félags­menn í Blaða­manna­fé­lag­inu höfðu þá verið samn­ings­lausir í tæp­lega 15 mán­uði. Sá samn­ingur var sam­þykktur af félags­mönnum skömmu síð­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent