Verslunarrekstur Haga í blóma en eldsneytissala í mótvindi

Hagar, stærsta smásölufyrirtæki landsins, hagnaðist um 1,2 milljarða króna á fyrri helmingi rekstrarárs síns þrátt fyrir heimsfaraldur. Verslun skilaði auknum tekjum en tekjur af eldsneytissölu drógust saman um rúmlega fimmtung.

Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hagkaupa. Hann útskýrist af miklum vexti í vörusölu, sérstaklega í sérvöru.
Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hagkaupa. Hann útskýrist af miklum vexti í vörusölu, sérstaklega í sérvöru.
Auglýsing

Vöru­sala versl­ana og vöru­húsa Haga, stærsta smá­sala lands­ins, jókst um ell­efu pró­sent á fyrri helm­ingi rekstr­ar­árs félags­ins, sem er frá­brugðið flestum öðrum þar sem það hefst í byrjun mars og lýkur í lok febr­ú­ar, miðað við sama tíma­bil í fyrra. Stærstu ein­ing­arnar þar eru Bón­us, sem rekur 31 verslun um allt land, Hag­kaup, sem rekur átta versl­anir og vöru­húsin Aðföng og Ban­an­ar. 

Alls seldur versl­anir og vöru­hús Haga vörur fyrir 43,4 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum rekstr­ar­árs­ins, sem er 4,2 millj­örðum krónum meira en í fyrra. Á sama tíma geis­aði kór­ónu­veiru­far­aldur á Íslandi með til­heyr­andi efna­hags­sam­drætt­i. 

Hagar fundu þó meira fyrir far­aldr­inum í elds­neyt­is­sölu­hluta starf­sem­inn­ar, Ólís. Þar dróst vöru­salan saman um 21 pró­sent, eða 4,4 millj­arða króna milli ára. Má rekja þann sam­drátt til fækk­unar ferða­manna hér­lendis og ann­arra áhrifa af ferða­tak­mörk­un­um. Betri afkoma versl­ana­hluta Haga náði því ekki að vega að öllu leyti upp þann mót­vind sem varð í rekstri Olís. Þar skeik­aði um 200 millj­ónum króna. 

Hagn­aður Haga á fyrri helm­ingi rekstr­ar­árs félags­ins nam 1,2 millj­örðum króna, sem er hálfum millj­arði króna minni hagn­aður en var á sama tíma­bili í fyrra. 

Starfs­lok for­stjóra kost­uðu 86,4 millj­ónir

Launa­kostn­aður Haga hækk­aði um fimm pró­sent milli ára sem má að hluta rekja til starfs­loka­greiðslna og lot­unar á samn­ings­bundnum starfs­loka­kostn­að­i. 

Auglýsing
Þar er að hluta um að ræða kostnað vegna starfs­loka Finns Árna­son­ar, sem hafði verið for­stjóri Haga frá árinu. Greint var frá því 30. apríl að hann hefði óskað eftir því að láta af störf­um.  Á sama tíma var sagt frá því að Guð­­­mundur Mart­eins­­­son, sem verið hefur fram­­­kvæmda­­­stjóri Bónus sem er í eigu Haga um ára­bil, einnig óskað eftir því að hætta. Guð­mundur hætti síðar við að hætta hjá Hög­um.

Finnur lét af störfum 30. júní síð­ast­lið­inn. Við starfi hans tók Finnur Odds­son. 

Í árs­hluta­reikn­ingi Haga kemur fram að heild­ar­á­hrif vegna starfs­loka­greiðslna og lot­unar á samn­ings­bundnum starfs­loka­kostn­aði hafi numið um 150 millj­ónum króna á tíma­bil­inu. Þar af voru 86,4 millj­ónir króna vegna starfs­loka fyrr­ver­andi for­stjóra. 

Annar rekstr­ar­kostn­aður Haga lækkar hins vegar á milli ára.

Ætla ekki að greiða arð

Arð­greiðslu­­stefna Haga er þannig að stefnt er á að félagið greiði hlut­höfum sínum árlegan arð, sem nemi að lág­­marki 5 pró­­sent hagn­aðar næst­lið­ins rekstr­­ar­árs. Að kaupir félagið eigin bréf og fast­­eignir á hag­­stæðu verði sem nýt­­ast félag­inu í starf­­semi sinn­i. 

Þrátt fyrir þessa yfir­­lýstu stefnu hefur stjórn Haga ákveðið ekki verði greiddur arður til hlut­hafa vegna reikn­ings­ár­s­ins 2019/20. Ástæða þess að vikið er frá arð­greiðslu­­stefnu félags­­ins er vegna þeirrar „óvissu sem nú ríkir um efna­hags­horfur í kjöl­far COVID-19 far­ald­­ur­s­ins.“

End­­ur­greiddu 36 millj­­ónir

Stjórn Haga ákvað í 8. maí síð­­ast­lið­inn að end­­­ur­greiða Vinn­u­­­mála­­­stofnun þann kostnað sem féll til vegna starfs­­­fólks dótt­­­ur­­­fyr­ir­tækja Haga sem nýttu sér hluta­­­bóta­­­leið­ina í apr­íl­mán­uði, en félagið hafði verið gagn­rýnt fyrir að kaupa eigin hluta­bréf og færa þannig fé til hlut­hafa sinna á sama tíma og félagið nýtir hluta­­­bóta­úr­ræði stjórn­­­­­valda.

Starfs­­­menn Zöru, Úti­­­lífs og veit­inga­­­sölu Olís höfðu verið í skertu starfs­hlut­­­falli, en því starfs­­­fólki var boðið að fara aftur í það starfs­hlut­­­fall sem áður var, sam­­­kvæmt til­­­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

„Á þessum tíma­­­punkti er betur hægt að sjá þau áhrif sem far­ald­­­ur­inn mun hafa á félagið í heild og eru þau minni en ótt­­­ast var í upp­­­hafi. Nú telst því rétt að end­­­ur­greiða þá fjár­­­hæð sem Vinn­u­­­mála­­­stofnun greiddi til starfs­­­fólks Haga í apr­íl­mán­uð­i,“ sagði í til­­­kynn­ingu félags­­­ins, en þar kemur fram að end­­­ur­greiðslan nemi um 36 millj­­­ónum króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent