Verslunarrekstur Haga í blóma en eldsneytissala í mótvindi

Hagar, stærsta smásölufyrirtæki landsins, hagnaðist um 1,2 milljarða króna á fyrri helmingi rekstrarárs síns þrátt fyrir heimsfaraldur. Verslun skilaði auknum tekjum en tekjur af eldsneytissölu drógust saman um rúmlega fimmtung.

Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hagkaupa. Hann útskýrist af miklum vexti í vörusölu, sérstaklega í sérvöru.
Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hagkaupa. Hann útskýrist af miklum vexti í vörusölu, sérstaklega í sérvöru.
Auglýsing

Vörusala verslana og vöruhúsa Haga, stærsta smásala landsins, jókst um ellefu prósent á fyrri helmingi rekstrarárs félagsins, sem er frábrugðið flestum öðrum þar sem það hefst í byrjun mars og lýkur í lok febrúar, miðað við sama tímabil í fyrra. Stærstu einingarnar þar eru Bónus, sem rekur 31 verslun um allt land, Hagkaup, sem rekur átta verslanir og vöruhúsin Aðföng og Bananar. 

Alls seldur verslanir og vöruhús Haga vörur fyrir 43,4 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins, sem er 4,2 milljörðum krónum meira en í fyrra. Á sama tíma geisaði kórónuveirufaraldur á Íslandi með tilheyrandi efnahagssamdrætti. 

Hagar fundu þó meira fyrir faraldrinum í eldsneytissöluhluta starfseminnar, Ólís. Þar dróst vörusalan saman um 21 prósent, eða 4,4 milljarða króna milli ára. Má rekja þann samdrátt til fækkunar ferðamanna hérlendis og annarra áhrifa af ferðatakmörkunum. Betri afkoma verslanahluta Haga náði því ekki að vega að öllu leyti upp þann mótvind sem varð í rekstri Olís. Þar skeikaði um 200 milljónum króna. 

Hagnaður Haga á fyrri helmingi rekstrarárs félagsins nam 1,2 milljörðum króna, sem er hálfum milljarði króna minni hagnaður en var á sama tímabili í fyrra. 

Starfslok forstjóra kostuðu 86,4 milljónir

Launakostnaður Haga hækkaði um fimm prósent milli ára sem má að hluta rekja til starfslokagreiðslna og lotunar á samningsbundnum starfslokakostnaði. 

Auglýsing
Þar er að hluta um að ræða kostnað vegna starfsloka Finns Árnasonar, sem hafði verið forstjóri Haga frá árinu. Greint var frá því 30. apríl að hann hefði óskað eftir því að láta af störfum.  Á sama tíma var sagt frá því að Guð­­mundur Mart­eins­­son, sem verið hefur fram­­kvæmda­­stjóri Bónus sem er í eigu Haga um ára­bil, einnig óskað eftir því að hætta. Guðmundur hætti síðar við að hætta hjá Högum.

Finnur lét af störfum 30. júní síðastliðinn. Við starfi hans tók Finnur Oddsson. 

Í árshlutareikningi Haga kemur fram að heildaráhrif vegna starfslokagreiðslna og lotunar á samningsbundnum starfslokakostnaði hafi numið um 150 milljónum króna á tímabilinu. Þar af voru 86,4 milljónir króna vegna starfsloka fyrrverandi forstjóra. 

Annar rekstrarkostnaður Haga lækkar hins vegar á milli ára.

Ætla ekki að greiða arð

Arð­greiðslu­stefna Haga er þannig að stefnt er á að félagið greiði hlut­höfum sínum árlegan arð, sem nemi að lág­marki 5 pró­sent hagn­aðar næst­lið­ins rekstr­ar­árs. Að kaupir félagið eigin bréf og fast­eignir á hag­stæðu verði sem nýt­ast félag­inu í starf­semi sinn­i. 

Þrátt fyrir þessa yfir­lýstu stefnu hefur stjórn Haga ákveðið ekki verði greiddur arður til hlut­hafa vegna reikn­ings­árs­ins 2019/20. Ástæða þess að vikið er frá arð­greiðslu­stefnu félags­ins er vegna þeirrar „óvissu sem nú ríkir um efna­hags­horfur í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins.“

End­ur­greiddu 36 millj­ónir

Stjórn Haga ákvað í 8. maí síð­ast­lið­inn að end­­ur­greiða Vinn­u­­mála­­stofnun þann kostnað sem féll til vegna starfs­­fólks dótt­­ur­­fyr­ir­tækja Haga sem nýttu sér hluta­­bóta­­leið­ina í apr­íl­mán­uði, en félagið hafði verið gagn­rýnt fyrir að kaupa eigin hluta­bréf og færa þannig fé til hlut­hafa sinna á sama tíma og félagið nýtir hluta­­bóta­úr­ræði stjórn­­­valda.

Starfs­­menn Zöru, Úti­­lífs og veit­inga­­sölu Olís höfðu verið í skertu starfs­hlut­­falli, en því starfs­­fólki var boðið að fara aftur í það starfs­hlut­­fall sem áður var, sam­­kvæmt til­­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

„Á þessum tíma­­punkti er betur hægt að sjá þau áhrif sem far­ald­­ur­inn mun hafa á félagið í heild og eru þau minni en ótt­­ast var í upp­­hafi. Nú telst því rétt að end­­ur­greiða þá fjár­­hæð sem Vinn­u­­mála­­stofnun greiddi til starfs­­fólks Haga í apr­íl­mán­uð­i,“ sagði í til­­kynn­ingu félags­­ins, en þar kemur fram að end­­ur­greiðslan nemi um 36 millj­­ónum króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent