Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir

Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.

Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Auglýsing

Banda­ríska sendi­ráðið á Íslandi hefur birt stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem það ásakar Frétta­blaðið ábyrgð­ar­lausa blaða­mennsku og fals­frétta­flutn­ing vegna fréttar sem birt­ist á net­út­gáfu blaðs­ins í gær. 

Í frétt­inni var sagt að Frétta­blaðið hefði heim­ildir fyrir því að starfs­maður í sendi­ráð­inu hefði greinst með COVID-19 smit í síð­ustu viku, en til stendur að banda­ríska sendi­ráðið flytji í nýtt hús­næði sitt við Engja­teig um helg­ina. 

Í frétt mið­ils­ins var rætt við Krist­inn Gils­dorf, upp­lýs­inga­full­trúi sendi­ráðs­ins, sem sagð­ist ekki kann­ast við mál­ið.

Auglýsing
Í stöðu­upp­færslu sendi­ráðs­ins, sem er undir stjórn sendi­herr­ans Jef­frey Ross Gunter, er spurt hvort að fals­fréttir séu komnar til Íslands? (e. Has Fake News Arri­ved in Iceland?). 

Í íslenska hluta færsl­unnar, sem er einnig birt á ensku, seg­ir: „Am­er­íka náði að vígja nýja sendi­ráðið án COVID-19 smits. Skömmin er núna hjá Frétta­blað­inu fyrir ábyrgð­ar­lausan blaða­mennska. Löngu eftir vígslu kom upp eitt til­felli vegna smits í íslenskum skóla. Smit­tíðnin á Íslandi er með því hæsta í Evr­ópu. Ömur­legt að Fals-Frétta­blaðið væru svo ófag­mann­legt og sýnir virð­ing­ar­leysi með því að nota COVID-19 í póli­tískum til­gangi. Banda­ríska sendi­ráðið hefur alltaf verið og er örugg­asta athvarfið frá COVID-19 í Reykja­vík­.“ stöðuuppfærsla sendiráðsins á Facebook.

Banda­ríski sendi­herr­ann var til umfjöll­unar í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik í sumar þar sem greint var frá því að hann vildi fá vopn­aða líf­verði til að fylgja sér hér­lend­is. Hann teldi lífi sínu ógn­að. Sam­kvæmt heim­ildum Kveiks var Gunter auk þess sann­færður um að margir starfs­menn sendi­ráðs­ins væru hluti „djúp­rík­is­ins“, hópi sem Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, vís­ar  oft til og segir vinna gegn sér og stefnu sinn­i. 

Gunter, sem er húð­læknir að mennt, kom til starfa sem sendi­herra hér­lendis í fyrra. Hann var skip­aður af Trump og er dyggur stuðn­ings­maður for­set­ans, sem sæk­ist eftir end­ur­kjöri í for­seta­kosn­ing­unum sem fara fram á þriðju­dag.

Þá vakti stöðu­upp­færsla sendi­herr­ans á Twitter í júlí líka mikla athygli. Þar sagði hann að Íslend­ingar og Banda­ríkja­menn gætu sigr­ast á „ósýni­legu Kína­veirunni“ saman og átti þar við kór­ónu­veiruna sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent