Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir

Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.

Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Auglýsing

Banda­ríska sendi­ráðið á Íslandi hefur birt stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem það ásakar Frétta­blaðið ábyrgð­ar­lausa blaða­mennsku og fals­frétta­flutn­ing vegna fréttar sem birt­ist á net­út­gáfu blaðs­ins í gær. 

Í frétt­inni var sagt að Frétta­blaðið hefði heim­ildir fyrir því að starfs­maður í sendi­ráð­inu hefði greinst með COVID-19 smit í síð­ustu viku, en til stendur að banda­ríska sendi­ráðið flytji í nýtt hús­næði sitt við Engja­teig um helg­ina. 

Í frétt mið­ils­ins var rætt við Krist­inn Gils­dorf, upp­lýs­inga­full­trúi sendi­ráðs­ins, sem sagð­ist ekki kann­ast við mál­ið.

Auglýsing
Í stöðu­upp­færslu sendi­ráðs­ins, sem er undir stjórn sendi­herr­ans Jef­frey Ross Gunter, er spurt hvort að fals­fréttir séu komnar til Íslands? (e. Has Fake News Arri­ved in Iceland?). 

Í íslenska hluta færsl­unnar, sem er einnig birt á ensku, seg­ir: „Am­er­íka náði að vígja nýja sendi­ráðið án COVID-19 smits. Skömmin er núna hjá Frétta­blað­inu fyrir ábyrgð­ar­lausan blaða­mennska. Löngu eftir vígslu kom upp eitt til­felli vegna smits í íslenskum skóla. Smit­tíðnin á Íslandi er með því hæsta í Evr­ópu. Ömur­legt að Fals-Frétta­blaðið væru svo ófag­mann­legt og sýnir virð­ing­ar­leysi með því að nota COVID-19 í póli­tískum til­gangi. Banda­ríska sendi­ráðið hefur alltaf verið og er örugg­asta athvarfið frá COVID-19 í Reykja­vík­.“ stöðuuppfærsla sendiráðsins á Facebook.

Banda­ríski sendi­herr­ann var til umfjöll­unar í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik í sumar þar sem greint var frá því að hann vildi fá vopn­aða líf­verði til að fylgja sér hér­lend­is. Hann teldi lífi sínu ógn­að. Sam­kvæmt heim­ildum Kveiks var Gunter auk þess sann­færður um að margir starfs­menn sendi­ráðs­ins væru hluti „djúp­rík­is­ins“, hópi sem Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, vís­ar  oft til og segir vinna gegn sér og stefnu sinn­i. 

Gunter, sem er húð­læknir að mennt, kom til starfa sem sendi­herra hér­lendis í fyrra. Hann var skip­aður af Trump og er dyggur stuðn­ings­maður for­set­ans, sem sæk­ist eftir end­ur­kjöri í for­seta­kosn­ing­unum sem fara fram á þriðju­dag.

Þá vakti stöðu­upp­færsla sendi­herr­ans á Twitter í júlí líka mikla athygli. Þar sagði hann að Íslend­ingar og Banda­ríkja­menn gætu sigr­ast á „ósýni­legu Kína­veirunni“ saman og átti þar við kór­ónu­veiruna sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent