Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir

Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.

Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Auglýsing

Banda­ríska sendi­ráðið á Íslandi hefur birt stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem það ásakar Frétta­blaðið ábyrgð­ar­lausa blaða­mennsku og fals­frétta­flutn­ing vegna fréttar sem birt­ist á net­út­gáfu blaðs­ins í gær. 

Í frétt­inni var sagt að Frétta­blaðið hefði heim­ildir fyrir því að starfs­maður í sendi­ráð­inu hefði greinst með COVID-19 smit í síð­ustu viku, en til stendur að banda­ríska sendi­ráðið flytji í nýtt hús­næði sitt við Engja­teig um helg­ina. 

Í frétt mið­ils­ins var rætt við Krist­inn Gils­dorf, upp­lýs­inga­full­trúi sendi­ráðs­ins, sem sagð­ist ekki kann­ast við mál­ið.

Auglýsing
Í stöðu­upp­færslu sendi­ráðs­ins, sem er undir stjórn sendi­herr­ans Jef­frey Ross Gunter, er spurt hvort að fals­fréttir séu komnar til Íslands? (e. Has Fake News Arri­ved in Iceland?). 

Í íslenska hluta færsl­unnar, sem er einnig birt á ensku, seg­ir: „Am­er­íka náði að vígja nýja sendi­ráðið án COVID-19 smits. Skömmin er núna hjá Frétta­blað­inu fyrir ábyrgð­ar­lausan blaða­mennska. Löngu eftir vígslu kom upp eitt til­felli vegna smits í íslenskum skóla. Smit­tíðnin á Íslandi er með því hæsta í Evr­ópu. Ömur­legt að Fals-Frétta­blaðið væru svo ófag­mann­legt og sýnir virð­ing­ar­leysi með því að nota COVID-19 í póli­tískum til­gangi. Banda­ríska sendi­ráðið hefur alltaf verið og er örugg­asta athvarfið frá COVID-19 í Reykja­vík­.“ stöðuuppfærsla sendiráðsins á Facebook.

Banda­ríski sendi­herr­ann var til umfjöll­unar í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik í sumar þar sem greint var frá því að hann vildi fá vopn­aða líf­verði til að fylgja sér hér­lend­is. Hann teldi lífi sínu ógn­að. Sam­kvæmt heim­ildum Kveiks var Gunter auk þess sann­færður um að margir starfs­menn sendi­ráðs­ins væru hluti „djúp­rík­is­ins“, hópi sem Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, vís­ar  oft til og segir vinna gegn sér og stefnu sinn­i. 

Gunter, sem er húð­læknir að mennt, kom til starfa sem sendi­herra hér­lendis í fyrra. Hann var skip­aður af Trump og er dyggur stuðn­ings­maður for­set­ans, sem sæk­ist eftir end­ur­kjöri í for­seta­kosn­ing­unum sem fara fram á þriðju­dag.

Þá vakti stöðu­upp­færsla sendi­herr­ans á Twitter í júlí líka mikla athygli. Þar sagði hann að Íslend­ingar og Banda­ríkja­menn gætu sigr­ast á „ósýni­legu Kína­veirunni“ saman og átti þar við kór­ónu­veiruna sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent