Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu

Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki hefur höfðað mál fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur til að fá sekt sem Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands (FME) lagði á bank­ann í sumar ógilda. 

Sekt­in, sem var upp á 87,7 millj­ónir króna, var lögð á vegna þess að Arion banki birti ekki inn­herj­a­upp­lýs­ingar nægj­an­lega tím­an­lega. 

For­saga máls­ins er sú að 6. sept­em­ber í fyrra var hald­inn fundur hjá nefnd sem kall­ast Insider Disclos­ure Forum (indi­fo) innan Arion banka. Til umræðu á fund­inum voru fyr­ir­hug­aðar skipu­lags­breyt­ingar og hóp­upp­sagnir hjá bank­an­um. 

Í fund­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar, sem birt var í ákvörðun FME, kom fram að til stæði að segja upp 80 til 100 manns. Það, ásamt skipu­lags­breyt­ingum sem ráð­ast átti í sam­hliða, átti að lækka rekstr­ar­kostnað bank­ans um 1,5 millj­arða króna á árs­grund­velli. Nefnd­ar­menn voru sam­mála um að um inn­herj­a­upp­lýs­ingar væri að ræða og að skil­yrði væru fyrir því að til­kynna ákvörð­un­ina ekki í Kaup­höll Íslands strax, til að gæta jafn­ræðis fjár­festa. 

22. sept­em­ber 2019 birt­ist frétt á vefnum Mann­líf.is með fyr­ir­sögn­inni „Allt að 80 manns sagt upp hjá Arion banka“. Í frétt­inni var full­yrt að skipu­lags­breyt­ingar væru í far­vatn­inu hjá Arion banka og að upp­sagnir myndu hefj­ast dag­inn eft­ir. Sama dag birti Kjarn­inn frétta­skýr­ingu um að þrá­látur orðrómur væri um að umfangs­miklar upp­sagnir væru í far­vatn­inu hjá Arion banka.

Auglýsing
Indifo-nefndin ræddi frétt Mann­lífs dag­inn eft­ir, þann 23. sept­em­ber. Nefnd­ar­menn voru sam­mála um að frétt Mann­lífs væri röng, bæði væri tala þeirra sem ætti að segja upp ekki nákvæm­lega rétt né dag­setn­ing upp­sagna. Því væru enn skil­yrði fyrir hendi til að fresta birt­ingu á inn­herj­a­upp­lýs­ing­um. 

Til­kynnt um upp­sagnir 26. sept­em­ber

Þremur dögum síð­ar, 26. sept­em­ber 2019, var birt til­kynn­ing frá Arion banka um að stjórn bank­ans hefði á fundi sínum þá um morg­un­inn sam­þykkt nýtt skipu­lag sem taka ætti gildi sama dag. Um eitt hund­rað manns myndu missa vinn­una vegna þessa. 

Haft var eftir Bene­dikt Gísla­syni, banka­stjóra Arion banka, að rekstr­ar­kostn­aður bank­ans væri of hár og að skipu­lag bank­ans tæki ekki nægj­an­­lega vel mið af núver­andi mark­aðs­að­­stæðum og þörfum atvinn­u­lífs­ins.

FME ákvað að taka til athug­unar hvort að þær upp­lýs­ingar sem ræddar höfðu verið á nefnd­ar­fund­inum 6. sept­em­ber, og var ákveðið að fresta birt­ingu á, væru sam­bæri­legar og þeim sem birt­ust í frétt Mann­lífs 22. sept­em­ber. 

„Mark­tæk áhrif á mark­aðs­verð“

FME komst að þeirri nið­ur­stöðu að svo væri. Í nið­ur­stöðukafla ákvörð­unar eft­ir­lits­ins sagði meðal ann­ars að upp­lýs­ing­arnar sem um ræddi væru lík­legar til að hafa „mark­tæk áhrif á mark­aðs­verð“ Arion banka enda um umfangs­miklar breyt­ingar á lyk­il­stærðum í rekstri bank­ans að ræða. 

Að mati FME vant­aði mikið upp á að Arion banki virti þá skyldu sem á bank­anum hvíldi um að birta inn­herj­a­upp­lýs­ing­arnar eins fljótt og auðið var eftir að ljóst var að ekki hefði tek­ist að gæta trún­aðar um þær. „Með því að birta ekki inn­herj­a­upp­lýs­ingar á þeim tíma­punkti hefðu fjár­festar með réttu getað gert ráð fyrir að frétta Mann­lífs væri orðrómur sem ætti ekki við rök að styðj­ast.“

Eft­ir­litið ákvað að sekta Arion banka um 87,7 millj­ónir króna. Við ákvörðun sekt­ar­fjár­hæðar var meðal ann­ars tekið mið af því að brot bank­ans hafi staðið í fjóra daga. 

Í nýbirtum árs­hluta­reikn­ingi Arion banka er greint frá því að bank­inn hefði höfðað mál fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur til að fá nið­ur­stöðu FME hnekkt. Það var gert 6. októ­ber síð­ast­lið­inn. Bank­inn telur að umfjöllun Mann­lífs hafi falið í sér­ ­get­gátur byggðar á þegar birtum upp­lýs­ingum en haustið 2019 hafði ítrekað birst umfjöllun í fjöl­miðlum um að vænta mætti breyt­inga og hag­ræð­ingar í rekstri bank­ans. Af þessu leiddi að skil­yrði fyrir frestun á birt­ingu inn­herj­a­upp­lýs­inga voru enn upp­fyllt að mati bank­ans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent