Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu

Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki hefur höfðað mál fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur til að fá sekt sem Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands (FME) lagði á bank­ann í sumar ógilda. 

Sekt­in, sem var upp á 87,7 millj­ónir króna, var lögð á vegna þess að Arion banki birti ekki inn­herj­a­upp­lýs­ingar nægj­an­lega tím­an­lega. 

For­saga máls­ins er sú að 6. sept­em­ber í fyrra var hald­inn fundur hjá nefnd sem kall­ast Insider Disclos­ure Forum (indi­fo) innan Arion banka. Til umræðu á fund­inum voru fyr­ir­hug­aðar skipu­lags­breyt­ingar og hóp­upp­sagnir hjá bank­an­um. 

Í fund­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar, sem birt var í ákvörðun FME, kom fram að til stæði að segja upp 80 til 100 manns. Það, ásamt skipu­lags­breyt­ingum sem ráð­ast átti í sam­hliða, átti að lækka rekstr­ar­kostnað bank­ans um 1,5 millj­arða króna á árs­grund­velli. Nefnd­ar­menn voru sam­mála um að um inn­herj­a­upp­lýs­ingar væri að ræða og að skil­yrði væru fyrir því að til­kynna ákvörð­un­ina ekki í Kaup­höll Íslands strax, til að gæta jafn­ræðis fjár­festa. 

22. sept­em­ber 2019 birt­ist frétt á vefnum Mann­líf.is með fyr­ir­sögn­inni „Allt að 80 manns sagt upp hjá Arion banka“. Í frétt­inni var full­yrt að skipu­lags­breyt­ingar væru í far­vatn­inu hjá Arion banka og að upp­sagnir myndu hefj­ast dag­inn eft­ir. Sama dag birti Kjarn­inn frétta­skýr­ingu um að þrá­látur orðrómur væri um að umfangs­miklar upp­sagnir væru í far­vatn­inu hjá Arion banka.

Auglýsing
Indifo-nefndin ræddi frétt Mann­lífs dag­inn eft­ir, þann 23. sept­em­ber. Nefnd­ar­menn voru sam­mála um að frétt Mann­lífs væri röng, bæði væri tala þeirra sem ætti að segja upp ekki nákvæm­lega rétt né dag­setn­ing upp­sagna. Því væru enn skil­yrði fyrir hendi til að fresta birt­ingu á inn­herj­a­upp­lýs­ing­um. 

Til­kynnt um upp­sagnir 26. sept­em­ber

Þremur dögum síð­ar, 26. sept­em­ber 2019, var birt til­kynn­ing frá Arion banka um að stjórn bank­ans hefði á fundi sínum þá um morg­un­inn sam­þykkt nýtt skipu­lag sem taka ætti gildi sama dag. Um eitt hund­rað manns myndu missa vinn­una vegna þessa. 

Haft var eftir Bene­dikt Gísla­syni, banka­stjóra Arion banka, að rekstr­ar­kostn­aður bank­ans væri of hár og að skipu­lag bank­ans tæki ekki nægj­an­­lega vel mið af núver­andi mark­aðs­að­­stæðum og þörfum atvinn­u­lífs­ins.

FME ákvað að taka til athug­unar hvort að þær upp­lýs­ingar sem ræddar höfðu verið á nefnd­ar­fund­inum 6. sept­em­ber, og var ákveðið að fresta birt­ingu á, væru sam­bæri­legar og þeim sem birt­ust í frétt Mann­lífs 22. sept­em­ber. 

„Mark­tæk áhrif á mark­aðs­verð“

FME komst að þeirri nið­ur­stöðu að svo væri. Í nið­ur­stöðukafla ákvörð­unar eft­ir­lits­ins sagði meðal ann­ars að upp­lýs­ing­arnar sem um ræddi væru lík­legar til að hafa „mark­tæk áhrif á mark­aðs­verð“ Arion banka enda um umfangs­miklar breyt­ingar á lyk­il­stærðum í rekstri bank­ans að ræða. 

Að mati FME vant­aði mikið upp á að Arion banki virti þá skyldu sem á bank­anum hvíldi um að birta inn­herj­a­upp­lýs­ing­arnar eins fljótt og auðið var eftir að ljóst var að ekki hefði tek­ist að gæta trún­aðar um þær. „Með því að birta ekki inn­herj­a­upp­lýs­ingar á þeim tíma­punkti hefðu fjár­festar með réttu getað gert ráð fyrir að frétta Mann­lífs væri orðrómur sem ætti ekki við rök að styðj­ast.“

Eft­ir­litið ákvað að sekta Arion banka um 87,7 millj­ónir króna. Við ákvörðun sekt­ar­fjár­hæðar var meðal ann­ars tekið mið af því að brot bank­ans hafi staðið í fjóra daga. 

Í nýbirtum árs­hluta­reikn­ingi Arion banka er greint frá því að bank­inn hefði höfðað mál fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur til að fá nið­ur­stöðu FME hnekkt. Það var gert 6. októ­ber síð­ast­lið­inn. Bank­inn telur að umfjöllun Mann­lífs hafi falið í sér­ ­get­gátur byggðar á þegar birtum upp­lýs­ingum en haustið 2019 hafði ítrekað birst umfjöllun í fjöl­miðlum um að vænta mætti breyt­inga og hag­ræð­ingar í rekstri bank­ans. Af þessu leiddi að skil­yrði fyrir frestun á birt­ingu inn­herj­a­upp­lýs­inga voru enn upp­fyllt að mati bank­ans.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent