Steingrímur J. Sigfússon hættir

Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.

Steingrímur J. Sigfússon
Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþingis og fyrr­ver­andi for­maður Vinstri grænna, mun ekki gefa kost á sér í þing­kosn­ing­unum á næsta ári. Þar með mun nýr odd­viti leiða fram­boð Vinstri grænna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi haustið 2021. 

Þetta kom fram í máli Stein­gríms á fundi kjör­dæm­is­ráðs Norð­aust­ur­kjör­dæmis í dag. Í til­kynn­ingu frá Vinstri grænum segir að Stein­grímur hætti sáttur og mjög stoltur af árangri hreyf­ing­ar­inn­ar. Þá kveðst hann vera bjart­sýnn á fram­tíð Vinstri grænna í lands­mál­un­um, hún hefði verið til góðs fyrir sam­fé­lagið og þannig yrði það áfram.

Auglýsing
Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna og for­sæt­is­ráð­herra, tjáði sig um vænt brott­hvarf Stein­gríms af hinu póli­tíska sviði í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. 

Þar sagði hún: „Fé­lagi minn, Stein­grímur J. Sig­fús­son, til­kynnti í dag að hann hygð­ist ekki bjóða sig fram í næstu alþing­is­kosn­ing­um. Þetta gerði hann á fjar­fundi kjör­dæm­is­ráðs Norð­aust­ur­kjör­dæm­is. Sjaldan hefur mér fund­ist jafn leið­in­legt að vera ekki á stað­fundi því við þetta tæki­færi langar mann svo sann­ar­lega að standa upp og klappa fyrir merki­legum stjórn­mála­manni. Ég hef setið með honum á þingi, þó ekki nema um það bil þriðj­ung af hans þing­tíma 😊, bæði á erf­iðum tímum í rík­is­stjórn­inni 2009-2013 þar sem hann vann mikið þrek­virki sem fjár­mála­ráð­herra og einnig eftir að hann lét af for­mennsku en tók að sér marg­háttuð verk­efni í þing­inu enda svo reynslu­mik­ill að það gilti einu hvaða nefndum hann sat í. Það skemmti­leg­asta við þessa sam­veru hafa þó verið funda­ferðir út um land, ekki síst um hans kjör­dæmi þar sem hann þekkir hverja þúfu og hverja kind. Meira ætla ég ekki að segja að sinni, ég fæ betra tæki­færi til að reifa feril Stein­gríms síð­ar, og við eigum heilan þing­vetur eftir sam­an. Og von­andi fæ ég tæki­færi til að ganga með honum um Langa­nes næsta sum­ar, ég veit að drengirnir mínir von­ast til þess!”

Stein­grímur er fæddur á Gunn­ars­stöðum í Þistil­firði 4. ágúst 1955, hefur setið á Alþingi fyrir Norð­ur­lands­kjör­dæmi eystra og síðan Norð­aust­ur­kjör­dæmi frá því 1983 og er með lengsta þing­reynslu allra núver­andi þing­manna. 

Hann hefur leitt fram­boðs­lista í síð­ustu 11 alþing­is­kosn­ingum og verið í fram­boði í öllum kosn­ingum síðan 1978. Hann sat fyrst á þingi fyrir Alþýðu­banda­lag­ið, var for­maður þing­flokks Alþýðu­banda­lags­ins um tíma.

Stein­grímur stofn­aði Vinstri Græn ásamt fleiri félögum árið 1999. Stein­grímur hefur á sínum þing­ferli verið land­bún­að­ar- og sam­göngu­ráð­herra, fjár­mála, sjáv­ar­út­vegs og land­bún­að­ar­ráð­herra, efna­hags og við­skipta­ráð­herra og atvinnu­vega og nýsköp­un­ar­ráð­herra. Þá hefur Stein­grímur verið leið­andi í nor­rænu sam­starfi bæði í Norð­ur­landa­ráði og Vest­nor­ræna ráð­inu. Hann hefur verið for­seti Alþing­is, fyrst í stuttan tíma 2016 og fram í jan­úar 2017 og síðan aftur frá því eftir kosn­ingar 2017 og er enn.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Svipaðar verðhækkanir hér og í nágrannalöndum
Mikil verðbólga og þrýstingur á fasteignamarkaði eru ekki séríslensk vandamál. Hvort sem litið er til neysluverðs eða húsnæðismarkaðarins hafa nýlegar hækkanir hér á landi verið á pari við það sem er að gerast í öðrum OECD-ríkjum.
Kjarninn 18. október 2021
Péter Márki-Zay hefur verið borgarstjóri í Hódmezővásárhely frá árinu 2018.
Márki-Zay leiðir ungversku stjórnarandstöðuna gegn Orbán
Óflokksbundinn íhaldsmaður á miðjum aldri sem heitir því að berjast gegn spillingu í Ungverjalandi mun leiða sex flokka kosningabandalag ungverskra stjórnarandstæðinga gegn Viktori Orbán og Fidesz-flokki hans í vor.
Kjarninn 18. október 2021
Eitt mál formlega komið á borð KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands hvetur þá sem telja á sér brotið að tilkynna um slík mál – öðruvísi sé ekki hægt að taka á þeim.
Kjarninn 18. október 2021
Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Metnaðarfull áætlun Bidens í loftslagsmálum í uppnámi
Demókratar takast nú á um hvort aðgerðaleysi í loftslagsmálum muni að endingu kosta meira heldur en að taka stór skref í málaflokknum nú þegar.
Kjarninn 18. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hvernig stöndum við vörð um lýðræðið?
Kjarninn 18. október 2021
Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Síminn vill selja Mílu til franskra fjárfesta
Síminn hefur undirritað samkomulag við franskt sjóðsstýringarfyrirtæki um einkaviðræður um sölu Mílu, sem sér um rekstur og uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi.
Kjarninn 18. október 2021
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent