Steingrímur J. Sigfússon hættir

Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.

Steingrímur J. Sigfússon
Auglýsing

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna, mun ekki gefa kost á sér í þingkosningunum á næsta ári. Þar með mun nýr oddviti leiða framboð Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi haustið 2021. 

Þetta kom fram í máli Steingríms á fundi kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis í dag. Í tilkynningu frá Vinstri grænum segir að Steingrímur hætti sáttur og mjög stoltur af árangri hreyfingarinnar. Þá kveðst hann vera bjartsýnn á framtíð Vinstri grænna í landsmálunum, hún hefði verið til góðs fyrir samfélagið og þannig yrði það áfram.

Auglýsing
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, tjáði sig um vænt brotthvarf Steingríms af hinu pólitíska sviði í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 

Þar sagði hún: „Félagi minn, Steingrímur J. Sigfússon, tilkynnti í dag að hann hygðist ekki bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Þetta gerði hann á fjarfundi kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis. Sjaldan hefur mér fundist jafn leiðinlegt að vera ekki á staðfundi því við þetta tækifæri langar mann svo sannarlega að standa upp og klappa fyrir merkilegum stjórnmálamanni. Ég hef setið með honum á þingi, þó ekki nema um það bil þriðjung af hans þingtíma 😊, bæði á erfiðum tímum í ríkisstjórninni 2009-2013 þar sem hann vann mikið þrekvirki sem fjármálaráðherra og einnig eftir að hann lét af formennsku en tók að sér margháttuð verkefni í þinginu enda svo reynslumikill að það gilti einu hvaða nefndum hann sat í. Það skemmtilegasta við þessa samveru hafa þó verið fundaferðir út um land, ekki síst um hans kjördæmi þar sem hann þekkir hverja þúfu og hverja kind. Meira ætla ég ekki að segja að sinni, ég fæ betra tækifæri til að reifa feril Steingríms síðar, og við eigum heilan þingvetur eftir saman. Og vonandi fæ ég tækifæri til að ganga með honum um Langanes næsta sumar, ég veit að drengirnir mínir vonast til þess!”

Steingrímur er fæddur á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 4. ágúst 1955, hefur setið á Alþingi fyrir Norðurlandskjördæmi eystra og síðan Norðausturkjördæmi frá því 1983 og er með lengsta þingreynslu allra núverandi þingmanna. 

Hann hefur leitt framboðslista í síðustu 11 alþingiskosningum og verið í framboði í öllum kosningum síðan 1978. Hann sat fyrst á þingi fyrir Alþýðubandalagið, var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins um tíma.

Steingrímur stofnaði Vinstri Græn ásamt fleiri félögum árið 1999. Steingrímur hefur á sínum þingferli verið landbúnaðar- og samgönguráðherra, fjármála, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, efnahags og viðskiptaráðherra og atvinnuvega og nýsköpunarráðherra. Þá hefur Steingrímur verið leiðandi í norrænu samstarfi bæði í Norðurlandaráði og Vestnorræna ráðinu. Hann hefur verið forseti Alþingis, fyrst í stuttan tíma 2016 og fram í janúar 2017 og síðan aftur frá því eftir kosningar 2017 og er enn.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent