Steingrímur J. Sigfússon hættir

Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.

Steingrímur J. Sigfússon
Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþingis og fyrr­ver­andi for­maður Vinstri grænna, mun ekki gefa kost á sér í þing­kosn­ing­unum á næsta ári. Þar með mun nýr odd­viti leiða fram­boð Vinstri grænna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi haustið 2021. 

Þetta kom fram í máli Stein­gríms á fundi kjör­dæm­is­ráðs Norð­aust­ur­kjör­dæmis í dag. Í til­kynn­ingu frá Vinstri grænum segir að Stein­grímur hætti sáttur og mjög stoltur af árangri hreyf­ing­ar­inn­ar. Þá kveðst hann vera bjart­sýnn á fram­tíð Vinstri grænna í lands­mál­un­um, hún hefði verið til góðs fyrir sam­fé­lagið og þannig yrði það áfram.

Auglýsing
Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna og for­sæt­is­ráð­herra, tjáði sig um vænt brott­hvarf Stein­gríms af hinu póli­tíska sviði í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. 

Þar sagði hún: „Fé­lagi minn, Stein­grímur J. Sig­fús­son, til­kynnti í dag að hann hygð­ist ekki bjóða sig fram í næstu alþing­is­kosn­ing­um. Þetta gerði hann á fjar­fundi kjör­dæm­is­ráðs Norð­aust­ur­kjör­dæm­is. Sjaldan hefur mér fund­ist jafn leið­in­legt að vera ekki á stað­fundi því við þetta tæki­færi langar mann svo sann­ar­lega að standa upp og klappa fyrir merki­legum stjórn­mála­manni. Ég hef setið með honum á þingi, þó ekki nema um það bil þriðj­ung af hans þing­tíma 😊, bæði á erf­iðum tímum í rík­is­stjórn­inni 2009-2013 þar sem hann vann mikið þrek­virki sem fjár­mála­ráð­herra og einnig eftir að hann lét af for­mennsku en tók að sér marg­háttuð verk­efni í þing­inu enda svo reynslu­mik­ill að það gilti einu hvaða nefndum hann sat í. Það skemmti­leg­asta við þessa sam­veru hafa þó verið funda­ferðir út um land, ekki síst um hans kjör­dæmi þar sem hann þekkir hverja þúfu og hverja kind. Meira ætla ég ekki að segja að sinni, ég fæ betra tæki­færi til að reifa feril Stein­gríms síð­ar, og við eigum heilan þing­vetur eftir sam­an. Og von­andi fæ ég tæki­færi til að ganga með honum um Langa­nes næsta sum­ar, ég veit að drengirnir mínir von­ast til þess!”

Stein­grímur er fæddur á Gunn­ars­stöðum í Þistil­firði 4. ágúst 1955, hefur setið á Alþingi fyrir Norð­ur­lands­kjör­dæmi eystra og síðan Norð­aust­ur­kjör­dæmi frá því 1983 og er með lengsta þing­reynslu allra núver­andi þing­manna. 

Hann hefur leitt fram­boðs­lista í síð­ustu 11 alþing­is­kosn­ingum og verið í fram­boði í öllum kosn­ingum síðan 1978. Hann sat fyrst á þingi fyrir Alþýðu­banda­lag­ið, var for­maður þing­flokks Alþýðu­banda­lags­ins um tíma.

Stein­grímur stofn­aði Vinstri Græn ásamt fleiri félögum árið 1999. Stein­grímur hefur á sínum þing­ferli verið land­bún­að­ar- og sam­göngu­ráð­herra, fjár­mála, sjáv­ar­út­vegs og land­bún­að­ar­ráð­herra, efna­hags og við­skipta­ráð­herra og atvinnu­vega og nýsköp­un­ar­ráð­herra. Þá hefur Stein­grímur verið leið­andi í nor­rænu sam­starfi bæði í Norð­ur­landa­ráði og Vest­nor­ræna ráð­inu. Hann hefur verið for­seti Alþing­is, fyrst í stuttan tíma 2016 og fram í jan­úar 2017 og síðan aftur frá því eftir kosn­ingar 2017 og er enn.  

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent