Metfjórðungur hjá Amazon

Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.

Jeff Bezos forstjóri Amazon
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Auglýsing

Netverslunarfyrirtækið Amazon jók tekjur sínar töluvert og skilaði methagnaði á síðasta ársfjórðungi, þrátt fyrir að hafa ráðið til sín 248 þúsund nýja starfsmenn til að bregðast við stóraukinni eftirspurn. Tekjur fyrirtækisins námu 13 þúsund milljörðum króna og hagnaður þess um 891 milljarð króna. 

Þetta kemur fram í nýbirtum ársfjórðungsreikningi fyrirtækisins. Samkvæmt umfjöllun miðilsins GeekWire um málið jukust útgjöld Amazon þó töluvert vegna heimsfaraldursins og snúa þau aðallega að auknum varúðarráðstöfunum, hærri launagreiðslum og aðgerðum til að auka flutningsgetu. 

Fyrirtækið hefur einnig ráðið til sín mikið af nýju starfsfólki, en frá áramótum hefur stöðugildum innan fyrirtækisins aukist um rúmlega 400 þúsund. Þar af voru 248 þúsund nýir starfsmenn ráðnir á síðasta ársfjórðungi. 

Auglýsing

Samhliða mikilli aukningu í starfsemi Amazon hefur eftirspurn eftir netverslun aukist til muna í COVID-19 heimsfaraldrinum. Þessi eftirspurnaraukning hefur leitt til þess að starfsemi fyrirtækisins er nú helmingi meiri en hún var á sama tímabili í fyrra, auk þess sem tekjur fyrirtækisins jukust um 37 prósent. Á nýliðnum ársfjórðungi námu tekjurnar rúmum 69 milljörðum Bandaríkjadala og samsvarar það rúmum 13 þúsund milljörðum íslenskra króna, sem jafngildir fjórfaldri landsframleiðslu Íslands í fyrra. 

Þrátt fyrir góða rekstrarniðurstöðu lækkaði hlutabréfaverð fyrirtækisins lítillega eftir birtingu uppgjörsins. Aftur á móti hefur trú fjárfesta á fyrirtækið aukist mikið á undanförnum mánuðum, en verð á hlutabréfum þess hefur hækkað um 90 prósent frá byrjun heimsfaraldursins í mars.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiErlent