Telur tillögu um aðgengi að þungunarrofi atlögu að íslensku heilbrigðiskerfi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins veltir fyrir sér kostnaði ef þingsályktunartillaga um aðgengi einstaklinga sem ferðast til Íslands að þungunarrofi verði samþykkt. Flutningsmaður tillögunnar segir þingmanninn afbaka staðreyndir í þessu máli.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Ásmundur Friðriksson.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Ásmundur Friðriksson.
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, spurði undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í morgun hvort það væri hlut­verk heil­brigð­is­kerf­is­ins á Íslandi að bregð­ast við póli­tísku heil­brigð­is­vanda­máli tug­millj­óna þjóða þegar Íslend­ingar glímdu við biðlista í heil­brigð­is­kerf­inu „sem okkur dreymir öll um að eyða“.

Málið sem þing­mað­ur­inn vís­aði í er ný þings­á­lykt­un­ar­til­laga um aðgengi ein­stak­linga sem ferð­ast til Íslands að þung­un­ar­rofi sem 19 ­þing­menn úr Sam­fylk­ing­unni, Við­reisn, Píröt­u­m,Vinstri grænum og þing­menn utan flokka á Alþingi hafa lagt fram. Ásmundur spurði hvort svona til­laga væri „ekki atlaga að íslensku heil­brigð­is­kerf­i“.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður utan flokka, er fyrsti flutn­ings­maður þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar – en hún sagði þing­mann­inn fara með rang­færslur í ræðu sinni og gagn­rýni hann harð­lega fyrir að halda hana undir þessum lið þar sem hún og aðrir flutn­ings­menn gætu ekki svarað orðum hans. 

Auglýsing

Réttur þeirra vernd­aður sem ekki geta notið sjálfs­for­ræðis yfir eigin lík­ama

Í til­lög­unni er lagt til að heil­brigð­is­ráð­herra tryggi að ein­stak­lingar sem ferð­ast hingað til lands í því skyni að gang­ast undir þung­un­ar­rof fái við­eig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu. Þetta verði bundið því skil­yrði að við­kom­andi megi ekki gang­ast undir þung­un­ar­rof vegna lög­bund­inna hind­r­ana í heima­land­inu og upp­fylli skil­yrði í lögum um þung­un­ar­rof. Þá þurfi við­kom­andi að geta fram­vísað evr­ópska sjúkra­trygg­inga­kort­inu.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er bent á að heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um þung­un­ar­rof sé nýlokið en yfir­lýst mark­mið þeirra er „að tryggja að sjálfs­for­ræði kvenna sem óska eftir þung­un­ar­rofi sé virt með því að veita þeim öruggan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ust­u“.

Ísland sé þar að auki aðili að fjöl­mörgum alþjóða­samn­ing­um, meðal ann­ars samn­ingi Evr­ópu­ráðs­ins um for­varnir og bar­áttu gegn ofbeldi gegn konum og heim­il­is­of­beldi (Ist­an­búl­samn­ingn­um), og kvenna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, þar sem meðal ann­ars er kveðið á um rétt kvenna til heil­brigð­is­þjón­ustu.

Með hlið­sjón af því sé mark­mið þess­arar þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að tryggja að ein­stak­ling­um, sem hafa erlent rík­is­fang og hafa ekki dvalið hér á landi til lengri tíma en geta fram­vísað evr­ópska sjúkra­trygg­inga­kort­inu, séu veitt þau rétt­indi sem lög tryggja hér á landi og gera þannig hand­höfum evr­ópska sjúkra­trygg­inga­korts­ins kleift að und­ir­gang­ast þung­un­ar­rof sem ann­ars væri þeim ekki aðgengi­legt. Með því væri vernd­aður réttur þeirra sem ekki geta notið sjálfs­for­ræðis yfir eigin lík­ama, í ljósi laga eða nið­ur­stöðu dóma í heima­landi þeirra.

Afger­andi staða tekin með kven­rétt­indum í Evr­ópu

„Nauð­syn­legt er að heil­brigð­is­ráð­herra tryggi aðgengi hand­hafa evr­ópska sjúkra­trygg­inga­korts­ins að þung­un­ar­rofi hér­lend­is, að fyrr­greindum skil­yrðum upp­fyllt­um, og að þannig sé tekin afger­andi staða með kven­rétt­indum í Evr­ópu. Aðgengi að þung­un­ar­rofi er ekki jafnt innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins, til að mynda má ekki fram­kvæma þung­un­ar­rof á Möltu nema líf kon­unnar sé í hættu. Hinn 22. októ­ber 2020 ákvarð­aði stjórn­laga­dóm­stóll Pól­lands að herða enn frekar lög um þung­un­ar­rof og taka fyrir að þung­un­ar­rof væri fram­kvæmt væri fóstrið ekki líf­væn­legt, en það hefur hingað til hefur verið ástæða um 98% lög­legra þung­un­ar­rofa í Pól­landi.

Þar sem ein­ungis tvö lönd innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins, Malta og Pól­land, upp­fylla skil­yrðið sem lagt er til í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess­ari, er ekki talið að þetta hafi íþyngj­andi afleið­ingar fyrir rík­is­sjóð. Þó að það væri ósk­andi að geta tekið á móti fleiri konum eða ein­stak­lingum sem ekki hafa þessi rétt­indi í heima­landi sínu eru flutn­ings­menn frum­varps­ins með­vit­aðir um það bakslag sem er í sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti kvenna yfir lík­ama sínum í Evr­ópu en í krafti evr­ópskrar sam­vinnu á vett­vangi heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi er hæg­ara um vik að tryggja konum og ein­stak­lingum með evr­ópska sjúkra­trygg­inga­kortið þá sjálf­sögðu heil­brigð­is­þjón­ustu sem felst í þung­un­ar­rofi,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Fram kemur í til­lög­unni að aðgengi að við­eig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu á með­göngu séu grund­vall­ar­mann­rétt­indi. Með því að tryggja aðgengi erlendra borg­ara, sem ann­ars hafa ekki lög­legan rétt til þess­arar þjón­ustu, tæki Ísland afger­andi stöðu með rétt­indum þeirra, ekki bara hér­lendis heldur einnig á alþjóð­legum vett­vangi.

Velti fyrir sér stöðu spít­al­ans til að taka á móti þessum konum

Ásmundur gerði mál­ið, eins og áður seg­ir, að umræðu­efni undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í morg­un. „Starfs­um­hverfi heil­brigð­is­þjón­ust­unnar er reglu­lega til umræðu í þing­inu. Minni hlut­inn í þing­inu þreyt­ist ekki á að benda á það sem betur má fara. Vissu­lega er margt sem betur má fara í heil­brigð­is­kerf­inu sem nú upp­lifir sína erf­ið­ustu tíma. En það eru samt 18 þing­menn sem telja að ekki sé nóg að gert í heil­brigð­is­kerf­inu, þing­menn sem margoft hafa rætt um vanda­mál og mönnun í heil­brigð­is­kerf­inu, lélega aðstöðu, of mikið álag, of lítið fjár­magn, of lág laun og að þar sé allt í volli. Samt erum við að tala um eitt af bestu heil­brigð­is­kerfum í heim­i,“ sagði Ásmund­ur.

Flutn­ings­menn þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar munu flytja hana í dag en málið er 17. mál á dag­skrá þings­ins. Ásmundur telur að til­lagan muni fela í sér aukið álag á heil­brigð­is­kerfið og þó fyrst og fremst á Land­spít­al­an­um.

„Það er sem sagt verið að flytja þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um aðgengi fyrir konur til að ferð­ast til Íslands í fóst­ur­eyð­ingu. Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan á fyrst og fremst við íbúa í Pól­landi og Möltu, en þeir eru sam­tals 38,2 millj­ón­ir. Fram kom fram í þætt­inum Heims­byggð í Rík­is­út­varp­inu, þar sem þessi þings­á­lykt­un­ar­til­laga var til umfjöll­un­ar, að á bil­inu 100.000 til 200.000 ólög­legar fóst­ur­eyð­ingar ættu sér stað á hverju ári í Pól­land­i,“ sagði hann.

„Ég velti fyrir mér, þótt ekki væri nema brot af þessum fóst­ur­eyð­ingum ætti að flytj­ast á Land­spít­al­ann, hvernig staðan verði á þungsettum spít­al­anum og kvenna­deild­inni. Ég velti líka fyrir mér kostn­að­in­um, virðu­legur for­seti: Hver á að greiða fyrir flug og gist­ingu? Hver greiðir fyrir við­tal, þjón­ustu og aðgerð­irnar sem á eftir fylgir? Hver greiðir fyrir eft­ir­fylgn­ina, sál­fræði­að­stoð­ina og annað sem hér er í boð­i?“ spurði Ásmund­ur.

Telur Ásmund þurfa leið­sögn

Rósa Björk tók til máls undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta og ræddi ræðu Ásmund­ar. „Ég vil ræða hér fund­ar­stjórn for­seta vegna ræðu hátt­virts þing­manns Ásmundar Frið­riks­sonar hér áðan sem sner­ist um þing­mál mitt, þings­á­lykt­un­ar­til­lögu mína um aðgengi ein­stak­linga sem ferð­ast til Íslands að þung­un­ar­rofi.“

Hún gerði athuga­semd við að Ásmundi hefði ekki verið leið­beint um það að í þing­sköpum væri liður sem heitir að eiga orða­stað við þing­mann. „Ef hann vill ræða við mig um mitt þing­mál og gera athuga­semdir við mitt þing­mál sem átján þing­menn hér í þessum stað styðja þetta heils­hug­ar. Að þessi þing­maður hátt­virtur skuli nota lið­inn störf þings­ins til þess að bæði að fara með rang­færslur í þessu máli í stað þess að nota lið­inn að eiga orða­stað við þing­mann. Ég tel þetta vera ámæl­is­vert, herra for­seti, og ég tel að það þurfi að leið­beina hátt­virtum þing­manni með þing­sköpin sem að greini­legt er að þing­maður þekkir ekki nægi­lega til þess að geta fært rök fyrir máli sínu sem er afvega­leitt og snýst um að afbaka hér stað­reynd­ir.“

For­seti Alþingis tók undir með Rósu Björk  

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, svar­aði Rósu Björk og sagði að hann yrði að taka undir það að við þessar aðstæður hefði verið til­hlýði­legt að Ásmundur hefði haft sam­band við þann þing­mann sem hann hygð­ist eiga orða­stað við, ef um slíkt væri að ræða.

„Á þetta hefur áður reynt og for­seti hefur áður bent þing­mönnum á að það er við hæfi, ef þeir ætla að víkja sér­stak­lega og beint að mál­efnum ann­ars þing­manns, að hann sé þá var­aður við og geti verið á mæl­enda­skrá á eft­ir. Þessar leik­reglur eiga allir hátt­virtir þing­menn að þekkja og það er erfitt um vik fyrir for­seta að leið­beina mönnum eftir á. Það er nú bara vand­inn,“ sagði Stein­grím­ur.

Fleiri þing­menn tóku undir orð Rósu Bjarkar undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta og gagn­rýndu Ásmund fyrir orð hans og ásetn­ing í fyrri ræðu.

„Ráðum við við slíka þjón­ust­u?“

Ásmund­ur spurði jafn­framt út í málið á fundi vel­­ferð­ar­­­nefnd­ar Alþing­is í gær þar sem rætt var um neyð­ar­stig Land­­spít­­al­ans, að því er fram kemur í frétt mbl.is. Benti hann á frétt á RÚV um 150 þús­und þung­un­­ar­rof í Pól­landi á ári. „Ráðum við við slíka þjón­ust­u?“ spurði hann.

Páll Matt­h­­í­as­­son, for­­stjóri Land­­spít­­al­ans, var til svara á fund­inum og sagði Land­­spít­­al­ann ekki geta tekið við 150 þús­und kon­um sem þyrftu að fara á kvenna­­deild­ina. „Við erum ekki með þannig bol­­magn en ég vil nú kannski ekki tjá mig meira um þetta mál um­fram það. Ég hef ekki heyrt nein áform um að taka við slík­­um hópi,“ sagði hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent