Skilmálar Stuðnings-Kríu mæta gagnrýni

Stuðningslán til sprotafyrirtækja hafa mætt gagnrýni vegna harðra skilmála, auk þess sem afleiðingar þeirra eru ekki í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Nýsköpunarráðuneytið segir það hins vegar réttlætanlegt þar sem um neyðaraðgerð var að ræða.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra
Auglýsing

Stuðn­ings­-Kría, sem er lán á vegum atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins til sprota­fyr­ir­tækja, hefur mætt gagn­rýni úr nýsköp­un­ar­um­hverf­inu vegna breytiréttar sem gæti gert ríkið að hlut­höfum í slíkum fyr­ir­tækj­um. Eign­ar­hlutur hins opin­bera í sprota­fyr­ir­tækjum er ekki í sam­ræmi við Nýsköp­un­ar­stefnu rík­is­ins, en ráðu­neytið telur úrræðið þó vera rétt­læt­an­legt þar sem það var við­bragðs- og björg­un­ar­að­gerð vegna upp­náms á mark­aði í kjöl­far útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. 

Tíma­bundin aðgerð vegna COVID-19

Nýsköp­un­ar­ráðu­neytið kynnti Stuðn­ings­-Kríu í byrjun júlí­mán­að­ar, en úrræðið felur í sér að hið opin­bera mun tíma­bundið veita lán til sprota­fyr­ir­tækja sem mót­fram­lag við aðra fjár­fest­ingu í þeim. Nýsköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífs­ins (NSA), sem er í eigu rík­is­ins, hefur umsjón með lán­unum og getur úthlutað allt að 755 millj­ónum króna í þessi lán. 

Í aug­lýs­ingu ráðu­neyt­is­ins á lán­inu segir að það sé veitt til að bregð­ast við vanda líf­væn­legra sprota­fyr­ir­tækja sem lentu í rekstr­ar­vanda vegna COVID-19 heims­far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Býður upp á „mis­notk­un“

Sam­kvæmt skil­málum láns­ins eru þau til þriggja ára og bera tíu pró­senta vexti, auk þess sem kröfu­hafar hafa 20 pró­senta afslátt á hlutum í fyr­ir­tæk­inu. Lánið inni­heldur einnig svo­kall­aðan breytirétt, sem gerir kröfu­höfum kleift að kaupa hlut í fyr­ir­tækið á einni krónu á hlut ef lánið greið­ist ekki að fullu innan þriggja ára.

Sam­tök sprota­fyr­ir­tækja gerðu athuga­semdir við breytirétt­inn í minn­is­blaði sem sent var á Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, nýsköp­un­ar­ráð­herra, í síð­asta mán­uði. Sam­kvæmt sam­tök­unum er ákvæðið til þess fallið að skapa veru­legt valda­ó­jafn­vægi á milli skuld­ara og kröfu­hafa, auk þess sem hún skapar óeðli­lega hvata fyrir kröfu­hafa sem gæti hagn­ast mikið á því að lánið yrði ekki greitt upp.

„SSP telur ákvæðið fara langt út fyrir að gera úrræðið „óþægi­legt“ fyrir sprota­fyr­ir­tæki, heldur sé bein­línis verið að bjóða þeim fyr­ir­tækj­um, sem þurfa hvað mest á aðstoð að halda, kjör sem bjóða upp á mis­notk­un,“ segir einnig í minn­is­blað­in­u. 

Aðrar heim­ildir Kjarn­ans taka í sama streng og segja breytirétt á kaup­geng­inu 1 geta auð­veld­lega leitt til þess að kröfu­hafar eign­ist allt félagið í sumum til­vik­um. 

Helga Val­fells, stofn­andi fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins Crowberry Capital, segir að sér hafi fund­ist þessir skil­málar frekar harðir og óvenju­legir og að þeir geti jafn­vel haft nei­kvæð áhrif á fram­halds­fjár­fest­ingu í félag­inu. Því hafi sjóð­ur­inn ekki hvatt fyr­ir­tæki í þeirra eigna­safni til að nýta sér þetta úrræði, heldur hafi hann frekar lagt áherslu á beina fjár­fest­ingu hlut­hafa. 

Segir ákvæðið eðli­legt

Að mati nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins eru skulda­bréf með breytirétti hins vegar mjög algeng fjár­mögn­un­ar­leið fyrir sprota- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. „Þau eru notuð vegna þess að verð­mat sprota­fyr­ir­tækja á fyrstu stigum er erfitt og í besta falli ágiskun þar sem mikil óvissa er um þróun slíkra fyr­ir­tækja á fyrstu stig­um,“ kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Enn fremur bætir ráðu­neytið við að ákveðið hafi verið eftir ráð­gjöf frá lög­fræð­ingum að fast­setja skiptigengið hjá kröfu­höf­unum á 1 krónu á hlut til að „minnka líkur á mis­notk­un.“ „Von ráðu­neyt­is­ins er að sjálf­sögðu sú að rekstur sprota­fyr­ir­tækja gangi það vel að þeim tak­ist að greiða lánin upp eða sækja sér nýja fjár­mögnun á næstu þremur árum.“

„Vel rétt­læt­an­legt“ ósam­ræmi við opin­bera stefnu

Með ákvæð­inu um breytirétt gæti farið svo að ríkið eign­ist beinan hlut í fleiri sprota- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um. greiði þau ekki upp lánin sín að fullu. Þetta er ekki í sam­ræmi við Nýsköp­un­ar­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem kemur fram að ríkið eigi ekki að jafn­aði að fjár­festa beint í slíkum fyr­ir­tækj­u­m. 

Nýsköp­un­ar­ráðu­neytið telur þó úrræðið sitt vera „vel rétt­læt­an­legt“ í ljósi þess að um tíma­bundna björg­un­ar­að­gerð var að ræða: 

„Stuðn­ings – Kría er aðgerð sem til varð vegna þess ástands sem skap­að­ist á fjár­mála­mörk­uðum í vor vegna áhrifa Covid-19 en fjár­mögnun margra sprota- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja komst á þeim tíma í mikið upp­nám með litlum fyr­ir­vara,“ sagði ráðu­neyt­ið. „Í þessu til­felli þóttir það vel rétt­læt­an­legt þó það falli ekki að öllu leyti að stefnu og fram­tíð­ar­sýn ráðu­neyt­is­ins enda um ein­skiptis neyð­ar­að­gerð að ræða.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent