Logi vill taka ný skref til aukinnar Evrópusamvinnu

Logi Már Einarsson sagði í formannsræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar að hagsmunum Íslendinga væri best borgið með aðild að Evrópusambandinu. Þá sagði hann mikilvægt að störfum yrði fjölgað, bæði opinberum og í einkageiranum.

Logi í pontu á landsfundi Samfylkingarinnar í gær.
Logi í pontu á landsfundi Samfylkingarinnar í gær.
Auglýsing

Í for­manns­ræðu Loga Márs Ein­ars­sonar á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar sem nú stendur yfir sagði hann að Íslandi farn­að­ist best í nánu sam­starfi við Evr­ópu og hann vill að hér verði stigin ný skref í átt að auk­inni Evr­ópu­sam­vinnu. Þá sagði hann að það ætti að vera algjört for­gangs­mál að fjölga störfum með öllum til­tækum ráð­um. 



Lands­fundur Sam­fylk­ing­ar­innar var settur á Hilton Reykja­vík Nor­dica í gær og er hann sendur út raf­rænt. Lands­fund­ar­full­trúar sitja því hverjir við sína tölvu en fámennur hópur heldur uppi dag­skrá fund­ar­ins frá Nor­dica. Logi Már Ein­ars­son var end­ur­kjör­inn for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í gær en hann var einn í fram­boði. Hann hélt for­manns­ræðu sína á lands­fundi fyrr í dag.



Aðal­at­riðið að fjölga störfum

Í ræðu sinni fjall­aði Logi meðal ann­ars um efna­hags­á­ætlun sem þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar hefur lagt fram. Að sögn Loga mun áætl­unin koma til með að skapa sjö þús­und störf á árinu 2021 verði henni hrint í fram­kvæmd. Þetta myndi nást með því að „styrkja ráðn­ingar en ekki upp­sagn­ir, eins og rík­is­stjórnin ger­ir,“ sagði Logi.

Auglýsing


Hann sagði aðal­at­riðið vera að fjölga störfum strax, bæði í einka­geir­anum og hjá hinu opin­bera. „Enda blasir við að versta atvinnu­kreppa á Íslandi frá upp­hafi mæl­inga er ekki rétti tím­inn til að karpa um hlut­falls­legt vægi hvors fyrir sig.“



Þá sagði hann að meðal þess sem hægt væri að gera til þess að fjölga störfum væri að létta skatt­byrði ein­yrkja og smærri fyr­ir­tækja og lækka vinnu­letj­andi jað­ar­skatta á barna­fólk og líf­eyr­is­þega. 



Sendi stjórn­ar­flokk­unum pillu

Logi sagði Vinstri­hreyf­ing­unni - grænu fram­boði ekki hafa tek­ist að koma sínum málum í fram­kvæmd. „Lofts­lags­málin eru enn í lama­sessi þrátt fyrir miklar yfir­lýs­ing­ar, rík­is­stjórnin rekur ójafn­að­ar­stefnu í skatta­málum og mann­fjand­sam­lega stefnu í mál­efnum flótta­fólks,“ sagði hann meðal ann­ars um störf rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 



Þá sagði hann Fram­sókn­ar­flokk skreyta sig með félags­hyggju­fjöðrum þegar líða fer að kosn­ingum en að flokk­ur­inn hefði laskaða sjálfs­mynd eftir langt sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokki. Sá flokk­ur, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sagði Logi vera sundraðan og klof­inn – íhalds­fólkið gengi í Mið­flokk­inn en mark­aðs­s­in­arnir færu í Við­reisn.



Vill tíma­bund­inn nýt­inga­rétt nátt­úru­auð­linda

Í ræðu Loga kom fram að Sam­fylk­ingin vildi skýra þjóð­ar­eign með tíma­bundnum nýt­ing­ar­rétti og eðli­legri gjald­heimtu. Þetta sagði Logi vera vilja þjóð­ar­innar og vís­aði þar til þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar um til­lögur stjórn­laga­ráðs til nýrrar stjórn­ar­skrár sem haldin var árið 2012. 



„Spurn­ingin í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni árið 2012 var ein­föld: „Vilt þú að í nýrri stjórn­ar­skrá verði nátt­úru­auð­lind­ir, sem ekki eru í einka­eigu, lýstar þjóð­ar­eign?“ Og svar þjóð­ar­innar var skýrt. 83 pró­sent sögðu já. Aðeins 17 pró­sent sögðu nei. Það er erfitt að ímynda sér aðra hápóli­tíska spurn­ingu sem gæti fengið eins afger­andi svar,“ sagði Logi og bætti því við að stjórn­völd hefðu hunsað vilja þjóð­ar­innar frá því að atkvæða­greiðslan fór fram.



Vill taka ný skref til auk­innar Evr­ópu­sam­vinnu

„Við þurfum grænni utan­rík­is­stefnu því land eins og Ísland á að vera í far­ar­broddi í aðgerðum gegn ham­fara­hlýnun á alþjóða­vett­vangi, ekki hjáróma rödd,“ sagði Logi meðal ann­ars um utan­rík­is­málin en að hans mati hefur rík­is­stjórnin „enga heild­stæða stefnu“ í utan­rík­is­mál­um. Þá sagði Logi hér skorta metnað þegar kemur að því að tala fyrir friði, öryggi og mann­rétt­ind­um. Í því sam­hengi nefndi hann popúl­isma og aðför stjórn­valda að rétt­indum fólks, hvort sem er í Pól­landi, Hvíta­rúss­landi eða Banda­ríkj­un­um.



Logi sagði í ræðu sinni telja að Íslandi farn­að­ist best í nánu sam­starfi við Evr­ópu. „Við erum sann­færð um að til langs tíma sé póli­tískum og efna­hags­legum hags­munum Íslend­inga best borgið með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Við viljum sæti við borðið þar sem ákvarð­anir eru tekn­ar,“ sagði Logi.



Hann sagði að í augna­blik­inu þá þyrfti að sækja betur tæki­færin sem fel­ast í EES sam­starf­inu. Engu að síður vill Logi auka á sam­starfið við Evr­ópu: „Við eigum að sækja í kraft­inn í alþjóða­sam­starfi og skapa tæki­færi fyrir alla Íslend­inga til að hér verði hægt að taka ný skref til auk­innar Evr­ópu­sam­vinnu, skapa aukin verð­mæti og tryggja öfl­ugt vel­ferð­ar­sam­fé­lag.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent