Logi vill taka ný skref til aukinnar Evrópusamvinnu

Logi Már Einarsson sagði í formannsræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar að hagsmunum Íslendinga væri best borgið með aðild að Evrópusambandinu. Þá sagði hann mikilvægt að störfum yrði fjölgað, bæði opinberum og í einkageiranum.

Logi í pontu á landsfundi Samfylkingarinnar í gær.
Logi í pontu á landsfundi Samfylkingarinnar í gær.
Auglýsing

Í for­manns­ræðu Loga Márs Ein­ars­sonar á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar sem nú stendur yfir sagði hann að Íslandi farn­að­ist best í nánu sam­starfi við Evr­ópu og hann vill að hér verði stigin ný skref í átt að auk­inni Evr­ópu­sam­vinnu. Þá sagði hann að það ætti að vera algjört for­gangs­mál að fjölga störfum með öllum til­tækum ráð­um. Lands­fundur Sam­fylk­ing­ar­innar var settur á Hilton Reykja­vík Nor­dica í gær og er hann sendur út raf­rænt. Lands­fund­ar­full­trúar sitja því hverjir við sína tölvu en fámennur hópur heldur uppi dag­skrá fund­ar­ins frá Nor­dica. Logi Már Ein­ars­son var end­ur­kjör­inn for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í gær en hann var einn í fram­boði. Hann hélt for­manns­ræðu sína á lands­fundi fyrr í dag.Aðal­at­riðið að fjölga störfum

Í ræðu sinni fjall­aði Logi meðal ann­ars um efna­hags­á­ætlun sem þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar hefur lagt fram. Að sögn Loga mun áætl­unin koma til með að skapa sjö þús­und störf á árinu 2021 verði henni hrint í fram­kvæmd. Þetta myndi nást með því að „styrkja ráðn­ingar en ekki upp­sagn­ir, eins og rík­is­stjórnin ger­ir,“ sagði Logi.

Auglýsing


Hann sagði aðal­at­riðið vera að fjölga störfum strax, bæði í einka­geir­anum og hjá hinu opin­bera. „Enda blasir við að versta atvinnu­kreppa á Íslandi frá upp­hafi mæl­inga er ekki rétti tím­inn til að karpa um hlut­falls­legt vægi hvors fyrir sig.“Þá sagði hann að meðal þess sem hægt væri að gera til þess að fjölga störfum væri að létta skatt­byrði ein­yrkja og smærri fyr­ir­tækja og lækka vinnu­letj­andi jað­ar­skatta á barna­fólk og líf­eyr­is­þega. Sendi stjórn­ar­flokk­unum pillu

Logi sagði Vinstri­hreyf­ing­unni - grænu fram­boði ekki hafa tek­ist að koma sínum málum í fram­kvæmd. „Lofts­lags­málin eru enn í lama­sessi þrátt fyrir miklar yfir­lýs­ing­ar, rík­is­stjórnin rekur ójafn­að­ar­stefnu í skatta­málum og mann­fjand­sam­lega stefnu í mál­efnum flótta­fólks,“ sagði hann meðal ann­ars um störf rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þá sagði hann Fram­sókn­ar­flokk skreyta sig með félags­hyggju­fjöðrum þegar líða fer að kosn­ingum en að flokk­ur­inn hefði laskaða sjálfs­mynd eftir langt sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokki. Sá flokk­ur, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sagði Logi vera sundraðan og klof­inn – íhalds­fólkið gengi í Mið­flokk­inn en mark­aðs­s­in­arnir færu í Við­reisn.Vill tíma­bund­inn nýt­inga­rétt nátt­úru­auð­linda

Í ræðu Loga kom fram að Sam­fylk­ingin vildi skýra þjóð­ar­eign með tíma­bundnum nýt­ing­ar­rétti og eðli­legri gjald­heimtu. Þetta sagði Logi vera vilja þjóð­ar­innar og vís­aði þar til þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar um til­lögur stjórn­laga­ráðs til nýrrar stjórn­ar­skrár sem haldin var árið 2012. „Spurn­ingin í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni árið 2012 var ein­föld: „Vilt þú að í nýrri stjórn­ar­skrá verði nátt­úru­auð­lind­ir, sem ekki eru í einka­eigu, lýstar þjóð­ar­eign?“ Og svar þjóð­ar­innar var skýrt. 83 pró­sent sögðu já. Aðeins 17 pró­sent sögðu nei. Það er erfitt að ímynda sér aðra hápóli­tíska spurn­ingu sem gæti fengið eins afger­andi svar,“ sagði Logi og bætti því við að stjórn­völd hefðu hunsað vilja þjóð­ar­innar frá því að atkvæða­greiðslan fór fram.Vill taka ný skref til auk­innar Evr­ópu­sam­vinnu

„Við þurfum grænni utan­rík­is­stefnu því land eins og Ísland á að vera í far­ar­broddi í aðgerðum gegn ham­fara­hlýnun á alþjóða­vett­vangi, ekki hjáróma rödd,“ sagði Logi meðal ann­ars um utan­rík­is­málin en að hans mati hefur rík­is­stjórnin „enga heild­stæða stefnu“ í utan­rík­is­mál­um. Þá sagði Logi hér skorta metnað þegar kemur að því að tala fyrir friði, öryggi og mann­rétt­ind­um. Í því sam­hengi nefndi hann popúl­isma og aðför stjórn­valda að rétt­indum fólks, hvort sem er í Pól­landi, Hvíta­rúss­landi eða Banda­ríkj­un­um.Logi sagði í ræðu sinni telja að Íslandi farn­að­ist best í nánu sam­starfi við Evr­ópu. „Við erum sann­færð um að til langs tíma sé póli­tískum og efna­hags­legum hags­munum Íslend­inga best borgið með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Við viljum sæti við borðið þar sem ákvarð­anir eru tekn­ar,“ sagði Logi.Hann sagði að í augna­blik­inu þá þyrfti að sækja betur tæki­færin sem fel­ast í EES sam­starf­inu. Engu að síður vill Logi auka á sam­starfið við Evr­ópu: „Við eigum að sækja í kraft­inn í alþjóða­sam­starfi og skapa tæki­færi fyrir alla Íslend­inga til að hér verði hægt að taka ný skref til auk­innar Evr­ópu­sam­vinnu, skapa aukin verð­mæti og tryggja öfl­ugt vel­ferð­ar­sam­fé­lag.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent