Heiða Björg endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar

Heiða Björg Hilmisdóttir hefur verið endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hlaut rúmlega 60 prósent greiddra atkvæða á rafrænum landsfundi flokksins sem nú stendur yfir.

Heiða Björg hefur verið varaformaður Samfylkingarinnar frá árinu 2017.
Heiða Björg hefur verið varaformaður Samfylkingarinnar frá árinu 2017.
Auglýsing

Heiða Björg Hilm­is­dóttir sigr­aði í kjöri til vara­for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar með rúmum 60 pró­sentum atkvæða á lands­fundi flokks­ins sem nú fer fram. Alls greiddu 889 atkvæði en af þeim hlaut Heiða Björg 534 atkvæði. Helga Vala Helga­dótt­ir, mót­fram­bjóð­andi hennar hlaut 351 atkvæð­i. 

Heiða Björg sagði það hafa verið krefj­andi, skemmti­legt og ánægju­legt að vera vara­for­maður flokks­ins. Hún þakk­aði sér­stak­lega þeim sem sýndu henni stuðn­ing og lof­aði því að leggja sig alla fram í störfum sínum sem vara­for­mað­ur.Á eftir Heiðu Björgu steig Helga Vala í pontu. Hún sagði kosn­inga­bar­átt­una hafa verið hressandi. Hún taldi það vera heil­brigt fyrir flokk sem aukið hefði fylgið sitt á und­an­förnum árum að velja nýja for­ystu eða að end­ur­nýja umboð til for­yst­unnar sem nú hefði verið gert. Hún sagð­ist vera stolt að til­heyra hópi fólks sem getur gengið til kosn­inga án þess að það „fuðri allt upp.“

Auglýsing


Logi einn í fram­boði

Lands­fundur Sam­fylk­ing­ar­innar var settur í gær á Hilton Reykja­vík Nor­dica. Þar fer dag­skrá fund­ar­ins fram en vegna sótt­varna­ráð­staf­ana er þar fámennur hópur að störf­um. Lands­fund­ar­full­trúar sækja því fund­inn raf­rænt í gegnum fjar­fund­ar­búnað hver í sinni tölvu. Meðal dag­skrár­liða fund­ar­ins í gær voru kosn­ingar til for­manns flokks­ins. Logi Már Ein­ars­son, núver­andi for­mað­ur, var einn í fram­boði og var hann end­ur­kjör­inn með 96,45 pró­sentum greiddra atkvæða.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent