Spyr hver boðskapurinn sé með erlendum áletrunum á umbúðum íslenskra vara

Borgarfulltrúi Viðreisnar segist ringlaður varðandi það hvaða tilfinningum sé verið að reyna að ná fram með erlendum áletrunum á umbúðum íslenskra vara. Sex íslensk fyrirtæki tóku sig til á dögunum og hrundu af stað herferðinni „Íslenskt skiptir máli“.

Pawel Bartoszek veltir fyrir sér erlendu áletrunum á umbúðum íslenskra vara í nýrri herferð íslenskra framleiðslufyrirtækja.
Pawel Bartoszek veltir fyrir sér erlendu áletrunum á umbúðum íslenskra vara í nýrri herferð íslenskra framleiðslufyrirtækja.
Auglýsing

Pawel Bar­toszek, borg­ar­full­trúi Við­reisn­ar, hefur gert her­ferð sex íslenskra fram­leiðslu­fyr­ir­tækja „Ís­lenskt skiptir máli“ að umtals­efni á Face­book en hann seg­ist vera „að­eins rugl­aður með hvaða til­finn­ingum sé verið að reyna að ná fram með þessum erlendu áletr­unum á umbúðum íslenskra vara í her­ferð­inn­i“.

Pawe spyr hvort boð­skap­ur­inn sá sá að vör­urnar séu það góðar að þær gætu auð­veld­lega orðið útflutn­ings­vör­ur. „Eða að ef við kaupum þær ekki þá muni erlendar vörur ryðja þeim út, og við munum þurfa að t.d að læra rúss­nesku til að skilja hvað standi á umbúðum neyslu­vara? Í þessu til­felli stendur til dæmis „mjúkur klaki“,“ skrifar hann og vísar í aug­lýs­ingu Kjör­íss þar sem búið er að setja rúss­neska áletrun á Kjör­ís-um­búðir í stað­inn fyrir íslenska.

Auglýsing

Hvetja íslenska neyt­endur til að velja íslenskar vörur

Mjólk­ur­sam­salan, Ölgerð­in, Nói Sír­íus, Kjör­ís, Sæl­gæt­is­gerðin Freyja og Gæða­bakstur sendu frá sér frétta­til­kynn­ingu þann 3. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem fram kom að þau hefðu tekið höndum saman um að hvetja íslenska neyt­endur til að velja íslenskar vör­ur, ekki síst ef hún stæði jafn­fætis eða væri betri en sú erlenda. Í til­kynn­ing­unni sagði að vörur frá þessum aðilum væru og hefðu verið til á íslenskum heim­ilum um ára­tuga­skeið.

„Þessi sex fyr­ir­tæki vilja með átak­inu „Ís­lenskt skiptir máli“ vekja neyt­endur til vit­undar um að íslensk fram­leiðsla er allt annað en sjálf­sögð, enda mark­aðs­svæðið lít­ið, en það að velja íslenskt tryggir ekki aðeins þús­undir starfa, heldur hefur bein áhrif á meiri­hluta íslenskra heim­ila. Íslenskar vörur þurfa háa hlut­deild á mark­aði til að standa undir sér og því skiptir máli að neyt­endur séu með­vit­aðir um að íslensk vara, sem þeim finnst sjálf­sagt að fáist í versl­un­um, gæti horfið af mark­aði ef erlendur val­kostur er val­inn,“ sagði í til­kynn­ing­unni.

„Íslenskt skiptir máli“-herferðin þar sem búið er að breyta íslenskum vörum með því að setja áletranir á erlendu tungumáli. Mynd: Skjáskot/www.islensktskiptirmali.is

Þá kom fram að íslenskar vörur sköp­uðu fjöl­mörg störf og í núver­andi ástandi þar sem inn­viðir eru brot­hættir vegna COVID-19, skipti máli að vernda störf. „Sam­tök iðn­að­ar­ins hafa t.a.m. bent á að iðn­að­ur­inn muni draga vagn­inn þegar COVID slotar og þá sé nauð­syn­legt að Íslend­ingar standi saman og kaupi íslenskt. Í núver­andi lands­lagi, þar sem horft er fram á mesta sam­drátt í langan tíma, er mik­il­væg­ara en nokkru sinni að hugsa um íslenska fram­leiðslu.

Íslensk fram­leiðsla skap­aði ríf­lega 7 pró­sent af lands­fram­leiðslu á síð­asta ári, jafn­virði 219 millj­arða króna. Sé fisk­vinnsla tekin út, stendur eftir að 17.500 manns störf­uðu í fram­leiðslu­iðn­aði á síð­asta ári, sem nemur um 8 pró­sent starfa.“ sagði í til­kynn­ingu fyr­ir­tækj­anna.

„Íslenskt skiptir máli“-herferðin Mynd: Skjáskot/www.islensktskiptirmali.is

Fyr­ir­tækin sex halda enn fremur úti vef­síðu þar sem sjá má vörur frá þeim þar sem búið er að breyta áletrun á umbúðum var­anna. Á vef­síð­unni segir að málið snú­ist um meira en sam­stöð­una. Einnig þurfi að mæta síauknum kröfum neyt­enda um gæði, umhverf­is­vit­und, rekj­an­leika og gott eft­ir­lit. „Við erum í góðum málum hvað þetta varðar og íslenskar vörur standa þeim inn­fluttu fylli­lega sam­an­burð,“ segir á vef­síð­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent