Merki um þrýsting á næstu árum

Mánaðarskýrsla HMS bendir á að fjöldi fyrstu húsnæðiskaupenda gæti aukist í náinni framtíð, auk þess sem spáð er áframhaldandi samdrætti í byggingariðnaði. Hvort tveggja gæti leitt til uppsafnaðrar íbúðaþarfar og verðhækkana á húsnæðismarkaði.

Búist er við mikilli aukningu fyrstu kaupenda íbúðamarkaði á næstu árum, samhliða minna húsnæðisframboði
Búist er við mikilli aukningu fyrstu kaupenda íbúðamarkaði á næstu árum, samhliða minna húsnæðisframboði
Auglýsing

Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) munu áhrif aukins fjölda Íslendinga á þrítugsaldri koma fram á húsnæðismarkaðinn „fyrr eða seinna.“ Stofnunin telur einnig líklegt að framboð nýrra íbúða gæti dregist saman á næstu árum vegna samdráttar í byggingariðnaði. Fari svo mætti búast við aukinn þrýsting og hærra verð á húsnæðismarkaðnum á næstu árum. 

Í nýjustu mánaðarskýrslu HMS kemur fram að virkni á fasteignamarkaði hafi verið í hæstu hæðum síðan Seðlabankinn lækkaði meginvexti sína í vor. Júlí var metmánuður í fjölda útgefinna kaupsamninga og hafa þeir ekki verið fleiri frá árinu 2007, en skammtímavísir stofnunarinnar bendir til þess að fjöldinn hafi verið enn meiri í september. 

Samhliða miklum fjölda kaupsamninga hefur fjöldi fyrstu kaupenda aukist töluvert á síðustu mánuðum. Nærri 30 prósent fasteignakaupa á landinu öllu á nýliðnum ársfjórðungi voru fyrstu kaup og hefur það hlutfall ekki verið jafnhátt í a.m.k. tólf ár. Þó segir HMS að margt bendi til þess að toppi hafi verið náð í yfirstandandi fasteignasveiflu í september.  

Auglýsing

Stórir árgangar koma inn á markaðinn

Samkvæmt skýrslu HMS eru þó vísbendingar um að aukinn þrýstingur verði á húsnæðismarkaði á næstu árum. Stórir árgangar eru að taka skrefið inn á húsnæðismarkaðinn núna, en samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu hefur fólki á aldrinum 22-29 ára fjölgað um tíu þúsund á síðustu átta árum. Meðalaldur fyrstu kaupenda hérlendis er 30 ár, svo að búast má við aukinni eftirspurn með innkomu þessara árganga.

„Þó að óljóst sé hvort verðandi fyrstu kaupendur muni haga sér líkt og þeir sem á undan komu, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að þessi hópur þarf að búa einhvers staðar svo áhrif hans á fasteignamarkaðinn munu koma fram fyrr eða seinna,“ segir í skýrslunni. 

Samdráttur í byggingariðnaði

Til viðbótar við aukinn fjölda fyrstu kaupenda bendir HMS á að nokkur samdráttur hafi orðið í byggingariðnaði. Í ágúst síðastliðnum voru 9,7 prósent færri störf í greininni heldur en á sama tíma í fyrra. Stærstur hluti þessarar fækkunar var tilkominn vegna innflytjenda í geiranum, en þeim fækkaði um 23 prósent á meðan starfsmönnum í byggingariðnaði með íslenskan bakgrunn fækkaði bara um 3,7 prósent.

HMS vitnar einnig í talningar Samtaka iðnaðarins á fjölda íbúða í byggingu, en samkvæmt henni mælist um 41 prósenta samdráttur í fjölda íbúða á fyrstu byggingarstigum síðan í mars á þessu ári. Stofnunin telur að hætt sé við að samdráttur í byggingariðnaði geti haldið áfram á næstu misserum og að fjöldi nýrra íbúða gæti dregist saman á næstu árum. 

Ekki 2008

Þó bætir HMS við að ólíklegt sé að samdráttur í byggingariðnaði nú verði í líkingu við það sem hann var í kjölfar efnahagskreppunnar 2008.  Aukin sala á nýbyggingum gæti skilað sér í auknum áhuga hjá fjárfestum til að fjármagna ný verkefni, auk þess sem nýsamþykkt hlutdeildarlán ríkisstjórnarinnar skapað aukinn hvata til byggingar íbúðarhúsnæðis sem fellur undir skilyrði þeirra. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent