Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt

Dómsmálaráðherra hefur skipað tvær konur í laus embætti Hæstarréttardómara.

ása og BJörg hæstiréttur.png
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefur ákveðið að leggja til við for­seta Íslands að Ása Ólafs­dóttir og Björg Thoraren­sen verði skip­aðar dóm­arar við Hæsta­rétt Íslands frá 23. nóv­em­ber 2020.

Alls sóttu átta umsækj­endur um emb­ættin tvö sem aug­lýst voru til umsóknar 10. júlí síð­ast­lið­inn í kjöl­far þess að Þor­­geir Örlygs­­son og Greta Bald­­ur­s­dóttir báð­ust lausnar frá dóm­stóln­um. Því hafa ein­ungis fimm dóm­arar setið við rétt­inn und­an­far­ið, en þeir eiga að vera sjö.

Umsókn­ar­frestur rann út 27. júlí. Þegar kom að mati á hæfi umsækj­enda voru sjö eftir í ferl­inu og einn umsækj­andi, Ástríður Gríms­dóttir hér­aðs­dóm­ari, dró þá umsókn sína til bak­a. 

Í upp­runa­legu mati hæf­is­nefndar vorur fjórir dóm­arar við Lands­rétt, þau Aðal­stein E. Jón­as­son, Davíð Þór Björg­vins­son, Odd­nýju Mjöll Arn­ar­dóttur og Þor­geir Inga Njáls­son, metin hæfust en þær Ása og Björg, sem báðar eru pró­fess­orar við laga­deild Háskóla Íslands, ekki. Eftir að þeim var veittur frestur til and­mæla var því mati breytt og allir sex eft­ir­stand­andi umsækj­end­urnir metnir hæf­ast­ir. 

Það kom svo í hlut dóms­mála­ráð­herra að gera upp á milli þeirra.

Auglýsing
Ása Ólafs­dóttir lauk emb­ætt­is­prófi í lög­fræði frá laga­deild Háskóla Íslands árið 1996 og fram­halds­námi í lög­fræði frá Cambridge-há­skóla árið 2000. Hún starf­aði að námi loknu sem lög­maður um ára­bil og hefur flutt fjölda mála fyrir dóm­stól­um. Hún öðl­að­ist mál­flutn­ings­rétt­indi fyrir Hæsta­rétti Íslands árið 2005. Frá árinu 2008 hefur Ása lengst af gegnt fullu starfi við laga­deild Háskóla Íslands, þar af sem dós­ent frá árinu 2012 og pró­fessor frá 2018. Þá hefur hún sinnt umfangs­miklum fræða­störf­um, einkum á sviði fjár­muna­réttar og rétt­ar­fars. Ása var settur dóm­ari við Lands­rétt 25. febr­úar -  30. júní 2020 og að auki hefur hún sinnt fjöl­mörgum öðrum störf­um, svo sem for­mennsku í gjaf­sókn­ar­nefnd og óbyggða­nefnd, og átt aðkomu að samn­ingu fjölda laga­frum­varpa.

Björg Thoraren­sen lauk emb­ætt­is­prófi í lög­fræði frá laga­deild Háskóla Íslands árið 1991 og fram­halds­námi í lög­fræði frá Edin­borg­ar­há­skóla árið 1993. Hún starf­aði í dóms­mála­ráðu­neyt­inu um ára­bil að námi loknu, þar af sem skrif­stofu­stjóri um sex ára skeið. Frá árinu 2002 hefur Björg verið pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands og sam­hliða því sinnt umfangs­miklum fræða­störf­um, einkum á sviði stjórn­skip­una­réttar og mann­rétt­inda, en einnig á sviði þjóða­rétt­ar, per­sónu­vernd­ar­rétt­ar, stjórn­sýslu­réttar og saka­mála­rétt­ar­fars. Björg var settur dóm­ari við Lands­rétt 1. jan­úar – 30. júní 2020 og að auki hefur hún sinnt fjöl­mörgum öðrum störf­um, þ. á m. sem umboðs­maður rík­is­stjórnar Íslands við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu og sem for­maður stjórnar Per­sónu­vernd­ar  um ára­bil.

Eig­in­maður Bjarg­ar, Markús Sig­ur­björns­son, var dóm­ari við Hæsta­rétt í ald­ar­fjórð­ung og um tíma for­seti rétt­ar­ins. Hann baðst lausnar úr emb­ætt­inu í fyrra.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent