Segir menntamálaráðherra tileinka sér „leikjafræði Vigdísar Hauks“

Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi á þingi í dag orð mennta- og menningarmálaráðherra í viðtali um helgina þar sem hún hefði rætt málefni nafngreindra og ónafngreindra embættismanna sem ekki gætu svarað fyrir sig.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Mennta­mála­ráð­herra sat í útvarps­við­tali á sunnu­dag og til­eink­aði sér þar leikja­fræði Vig­dísar Hauks, veitt­ist að emb­ætt­is­mönnum sem hún veit að geta ekki svarað ráð­herra.“

Þetta segir Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, á Twitt­er-­síðu sinni í dag en hún spurði Lilju Alfreðs­dótt­ur, út í ummæli hennar á Sprengisandi á Bylgj­unni á sunnu­dag­inn um nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.



For­máli máls­ins er sá að Lilja ákvað í júní síð­ast­liðnum að höfða mál gegn Haf­­dísi Helgu Ólafs­dótt­­ur, skrif­­stofu­­stjóra í for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu, sem kæru­­nefnd jafn­­rétt­is­­mála úrskurð­aði nýverið að Lilja hefði brotið jafn­­rétt­is­lög með því að snið­­ganga í emb­ætti ráðu­­neyt­is­­stjóra í mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráðu­­neyt­inu.

Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður vitn­aði á Alþingi í orð ráð­herra í við­tal­inu á Sprengisandi en þar sagði hún:

„Ég er ráð­herra, ég er líka ein­stak­lingur og verð, alveg eins og allir aðrir í íslensku sam­fé­lagi, að geta sótt minn rétt, telji ég brotið á mér.“

Þing­mað­ur­inn sagði þessi ummæli ráð­herra vera merki­leg fyrir margra hluta sak­ir. „Rétt­inn til að fara í mál hefur hún vita­skuld, það er óum­deilt, en ráð­herra þarf að vera með­vit­aður um að það er ráð­herra sem stefnir þarna konu fyrir dóm. Þetta er dóms­mál ráð­herr­ans og þetta er dóms­mál ráð­herr­ans í nafni rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í þessu felst ekki ein­hver afstaða ein­stak­lings úti í bæ og þetta er algjört grund­vall­ar­at­riði í umræð­unni því að þetta snýst um það hvernig þessi hæst­virtur ráð­herra starfar og hvernig hún beitir valdi sín­u.“

Þor­björg Sig­ríður sagði að það hefði verið mennta­mála­ráð­herra sem setið hefði í útvarps­við­tali og rætt þar um nafn­greinda og ónafn­greinda emb­ætt­is­menn, starfs­menn innan stjórn­sýsl­unnar sem ættu enga aðild að þessu dóms­máli og hefðu ekki komið þar nærri, um emb­ætt­is­menn sem ráð­herr­ann vissi ósköp vel að gætu ekki tekið þátt í opin­beru sam­tali við ráð­herra og gætu ekki gert neitt annað en „að sitja undir þessum send­ingum ráð­herra, eins óverð­skuld­aðar og þær eru. Þannig fór ráð­herra með vald sitt þennan dag. Ég velti fyrir mér aðstöðumun­inum í þessu sam­bandi, aðstöðumun sem hæst­virtur ráð­herra virð­ist ekki skynja.“

Þá fannst henni hún skynja ein­hverja sögu um með­ferð valds sem væri óþægi­leg. Hún spyrði: „Er það raun­veru­lega skoðun ráð­herra að þetta dóms­mál snú­ist um per­sónu Lilju Alfreðs­dótt­ur? Og er það raun­veru­lega skoðun hennar að hún geti setið í útvarps­við­tali og talað um emb­ætt­is­menn með þeim hætti sem hún gerði þennan sunnu­dag?“

Eina leiðin sem ráð­herra hefur

Lilja svar­aði og sagð­ist vilja benda þing­manni á að þetta væri eina leiðin til að fara í ógild­ingu á þessu máli. „Það er eina leiðin sem ráð­herr­ann hefur ef ráð­herr­ann er ekki sam­mála þessu. Ég breytti rétt sem ráð­herra og stend við það. Ég hlakka til að fara yfir þetta mál með ykkur öllum þegar því er lok­ið.“ sagði Lilja.

Hún sagði málið enn fremur snú­ast um jafn­rétti. „Þetta snýst um að það var hæfn­is­nefnd sem var skipuð þremur ein­stak­ling­um, tveimur konum og einum karli. Í öllum mál­flutn­ingi hér er alltaf talað um karl­mann­inn og aldrei að það hafi líka verið tvær konur í hæfn­is­nefnd­inni, fyrr­ver­andi rekt­or, fyrsta konan sem gegndi því hlut­verki að vera rektor í sögu Háskóla Íslands. Í öllum mál­flutn­ingi er alltaf talað um að það hafi verið karl­mað­ur­inn sem hafi stýrt öllu. Það er rosa­lega brýnt þegar við erum að tala um mik­il­væg mál­efni sam­fé­lags­ins að við séum hrein­skil­inn og gefum upp allt sem við gerum í þeim efn­um.“

„Ein­hvern veg­inn öllu snúið á hvolf“

Þor­björg Sig­ríður kom aftur í pontu og þakk­aði ráð­herra inn­leggið en hún taldi Lilju ekki svara spurn­ing­unni. Hún hefði verið skýr; hvort ráð­herra teldi að þetta dóms­mál sner­ist um hana sjálfa sem per­sónu og hvort rétt væri að ráð­herra sæti í við­tali og tal­aði um nafn­greinda og ónafn­greinda emb­ætt­is­menn sem ekki gætu varið sig með þeim hætti sem hún varði sig.

„Ég nefndi ekki að þetta mál sner­ist um karl­mann eða konu, ég nefndi ein­fald­lega þá stað­reynd, og það hlýt ég að mega, að kæru­nefnd komst að ákveð­inni nið­ur­stöðu í þessu máli. Vel má vera að það breyt­ist í með­förum dóm­stóla. Staða máls­ins er sem stendur þessi: Brot gegn jafn­rétt­islög­um. En hér er ein­hvern veg­inn öllu snúið á hvolf. Það er þannig að við­kom­andi konu var stefnt, og ráð­herra hefur sjálfur talað um kyn­ferði sitt í þessum efn­um. Getur verið að við­brögðin hafi eitt­hvað með það að gera hvaða hörku ráð­herr­ann sýnir sjálfur í þessu máli? Alla jafna una menn svona úrskurð­i,“ sagði Þor­björg Sig­ríð­ur.

Viljum við hafa stjórn­mála­menn sem hafa ekki kjark til að standa með því sem þeir gera?

Lilja sagð­ist hafa svarað þessu og telur hún að allt sem hafi verið gert í þessu máli stand­ist skoð­un. „Þess vegna, sem ráð­herra, fer ég fram á ógild­ingu. Ég er ekki sam­mála þessum úrskurði. Ef það er orðið svo að stjórn­mála­menn séu orðnir hræddir við það að standa með sann­fær­ingu sinni, af hverju eru þeir þá í stjórn­mál­um? Er það að beita hörku að fara fram á ógild­ingu í máli sem maður er ekki sam­mála? Ég spyr bara: Viljum við hafa stjórn­mála­menn eða stjórn­mála­konur sem hafa ekki kjark eða þor til að standa með því sem þau gera? Mitt svar er ein­falt: Nei,“ sagði ráð­herr­ann.

Lilja Alfreðsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Sagði ráð­herra telja sig „­fórn­ar­lambið í mál­inu“

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, fjall­aði einnig um málið á þingi í dag en hún beindi spurn­ingum sínum til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. „Máls­höfðun hæst­virts mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilju Alfreðs­dótt­ur, gegn konu sem sótti um starf ráðu­neyt­is­stjóra í mennta­mála­ráðu­neyt­inu en laut í lægra haldi fyrir sam­flokks­manni ráð­herra, hefur skilj­an­lega vakið undrun og furðu. Stjórn Félags háskóla­mennt­aðra starfs­manna Stjórn­ar­ráðs­ins er þannig gáttuð á mála­rekstr­inum og segir hann óskilj­an­leg­an. Engin dæmi séu um slíka máls­höfð­un. Hún setji fólk í for­dæma­lausa stöðu gagn­vart ráð­herra og geti orðið til þess að umsækj­endur veigri sér við að sækja um starf hjá rík­in­u,“ sagði hún.

Benti hún á að mennta­mála­ráð­herra héldi hins vegar sínu striki. Vitn­aði Þór­hildur Sunna í sama við­tal á Sprengisandi á Bylgj­unni en þar sagði ráð­herra að vandað hefði verið til verka, hún stæði við ákvarð­anir sínar og teldi engan veg­inn harka­legt að fara í mál við ein­stak­ling. Þvert á móti væri „mennta­mála­ráð­herra fórn­ar­lambið í mál­in­u“.

Vitn­aði þing­maður Pírata enn fremur í orð for­sæt­is­ráð­herra þann 2. júní síð­ast­lið­inn en þá sagði hún í ræðu­stól á Alþingi að málið yrði tekið til umræðu á næsta rík­is­stjórn­ar­fundi sem fram fór þremur dögum síð­ar. „Ekki verður þó séð, af dag­skrá rík­is­stjórn­ar­funda, að þetta mál hafi nokkurn tím­ann verið rætt á þeim vett­vangi, hvorki á næsta rík­is­stjórn­ar­fundi né nokkrum fundi síð­an. Því liggur bein­ast við að spyrja hæstv. for­sæt­is­ráð­herra, Katrínu Jak­obs­dótt­ur: Fékk rík­is­stjórnin kynn­ingu á úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála eins og boðað var í júní? Hefur hæstv. for­sæt­is­ráð­herra kynnt sér for­send­urnar fyrir máls­höfðun hæstv. mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra? Ef svo er, er hæstv. for­sæt­is­ráð­herra sam­mála því að brotið hafi verið á hæstv. mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra?“ spurði Þór­hildur Sunna.

Lag­ara­mm­inn alveg skýr

Katrín svar­aði og sagð­ist ekki nákvæm­lega muna orð sín í ræðu­stól en að hún tæki orð þing­manns góð og gild um það. „Ég man það hins vegar vel að hæst­virtur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra gerði rík­is­stjórn grein fyrir því munn­lega að hún hygð­ist höfða mál til ógild­ingar á þessum úrskurði kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála. Það er alger­lega ákvörðun hæst­virts mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra að gera það og hún hefur til þess rétt sam­kvæmt gild­andi lög­um.“

Hún sagði jafn­framt að hún hefði lagt til þá breyt­ingu á lögum um jafna stöðu karla og kvenna að ef í slíkum málum til fram­tíðar væri vilji til að höfða mál til ógild­ingar yrði við­kom­andi stjórn­sýslu­nefnd kölluð til, eins og tíðk­að­ist fram til árs­ins 1997.

„Ég hef lagt til þessa breyt­ingu af því að ég tel mik­il­vægt að kerfið sé þannig úr garði gert að það tryggi að fólk leiti réttar síns telji það á sér brot­ið.

Hátt­virtur þing­maður spyr: Upp­lýsti mennta­mála­ráð­herra um ákvörðun sína? Hún gerði það. Hef ég farið nákvæm­lega í mála­vexti þessa máls? Nei, það hef ég ekki gert enda er þetta mál alfarið á borði hæst­virtur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra sem er hér til svara í dag og getur vafa­laust farið nánar yfir það. Hvað varðar lag­ara­mmann þá er hann alveg skýr og hátt­virtur þing­maður þekkir þær breyt­ingar sem ég hef lagt til á hon­um,“ sagði Katrín.

Ósætti í rík­is­stjórn­inni tæki „á sig margar mynd­ir“

Þór­hildur Sunna sagð­ist í fram­hald­inu vera full­með­vituð um að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra mætti sækja rétt sinn. „Ég er hins vegar að spyrja hæst­virtan for­sæt­is- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra hvort henni finn­ist og hvort hún sé sam­mála hæst­virtum mennta­mála­ráð­herra um að brotið hafi verið á henni og að ein­hvern rétt sé að sækja.“

Hún spurði enn fremur Katrínu um ósætti í rík­is­stjórn­inni sem tæki „á sig margar mynd­ir. Þegar stjórn­ar­þing­menn eru ekki upp­teknir við að gagn­rýna meint alræði gegn eigin sótt­varna­að­gerðum þá eru ráð­herrar að skjóta hver á ann­an.“

Nefndi hún fyrr­nefnt við­tal máli sínu til stuðn­ings en þar sagði Lilja meðal ann­ars: „Það er fyrr­ver­andi þing­maður Alþýðu­banda­lags­ins ráðu­neyt­is­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Það var flutn­ingur sem var ekki einu sinni aug­lýst­ur.“

Þór­hildur Sunna spurði Katrínu hvað henni fynd­ist um þessa „pillu“ mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Teldi hún ráðn­ing­ar­ferli sitt við val á skrif­stofu­stjóra jafn vandað og í til­felli mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra eða jafn­vel bera með sér svæsnari vald­níðslu, eins og orð ráð­herra í við­tali á sunnu­dag hefðu borið með sér?

Hafði heim­ild til að færa emb­ætt­is­mann í starfi

For­sæt­is­ráð­herra kom aftur í pontu og ítrek­aði orð sín. „Ég hef ekki kafað ofan í mála­vexti þess máls sem hátt­virtur þing­maður spyr um og tel betur fara á því að við­kom­andi ráð­herra fari yfir þá mála­vexti þegar hún situr fyrir svör­um.

Mér er ljúft og skylt að fara yfir það sem hátt­virtur þing­maður spyr hér um sér­stak­lega í sinni síð­ari fyr­ir­spurn. Ráðu­neyt­is­stjóri for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins var færður til í starfi sam­kvæmt skýrri heim­ild 36. gr. laga nr. 70/1996, um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins, þar sem er heim­ild til að færa emb­ætt­is­menn til í starfi. Sú heim­ild bygg­ist raunar á vísun í stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins þannig að sú skipun er alger­lega hafin yfir vafa. Sá aðili sem var færður til í starfi gegndi áður emb­ætti rík­is­sátta­semj­ara og var raunar skip­aður í það emb­ætti, að mig minn­ir, eftir aug­lýs­ingu af ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, Eygló Harð­ar­dótt­ur, þannig að það þarf eng­inn að velkj­ast í vafa um að þessi skipun er alger­lega hafin yfir vafa,“ sagði Katrín að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent