Vilja breyta fánalögum og afnema lögverndun hagfræðinga

Titillinn hagfræðingur, viðskiptafræðingur eða bókari myndi ekki njóta lagalegrar verndar verði nýtt frumvarp nýsköpunarráðherra samþykkt.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Nýsköpunarráðherra hefur lagt fram frumvarp í Samráðsgátt stjórnvalda sem snýr að einföldun regluverks fyrir ýmsar atvinnugreinar. Frumvarpið inniheldur fjölda tillagna, til að mynda yrði lögverndun bókara, viðskiptafræðinga og hagfræðinga afnumin ef það yrði að lögum, auk þess sem ekki lengur þyrfti leyfi frá Neytendastofu til að setja íslenska fánann á eigin vörumerki. 

Sakmvæmt ráðherra er horft til nýlegrar skýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um samkeppnismat á byggingariðnaði og ferðaþjónustu við gerð frumvarpsins. Sú skýrsla innihélt fjölda tillagna til að bæta samkeppnisumhverfið í þessum geirum, meðal annars með því að afnema lögverndun ýmissa greina. Að mati OECD gætu efnahagsleg umsvif aukist um allt að einu prósenti af landsframleiðslu ef farið yrði að tillögum þeirra.

Engin útflutningsábyrgð

Í frumvarpinu er lagt til að Tryggingadeild útflutningslána verði lögð niður, sem sér um veitingu útflutningsábyrgða. Samkvæmt frumvarpinu er slík ríkisaðstoð til útflutningsfyrirtækja óæskileg, þar sem hún felur í sér afskipti á frjálsum markaði. 

Auglýsing

Fánalögum breytt

Önnur tillaga felur í sér rýmkun á fánalögum, þar sem fyrirtæki þurfa ekki lengur leyfi til að nota íslenska fánann á eigin vörumerki. Nýsköpunarráðherra telur þessa leyfisveitingu vera þunga í vöfum, tímafreka og kostnaðarsama. Fari breytingarnar í gegn verður eftirlit með því hvort fylgt sé fánalögum í höndum Hugverkastofu.

Fasteignasalar þurfa ekki að eiga í fasteignasölu

Einnig er lagt til að skilyrði um að fólk þurfi að eiga beinan hlut í fasteignasölu til að verða fasteignasalar verði fellt brott. Þetta er einnig lagt til í skýrslu OECD, sem segir að skilyrðið sé til þess fallið að draga úr samkeppni með því að draga úr fjárfestingu í greininni. Samtökin benda einnig á að ekki sé að finna sambærileg skilyrði í Danmörku, Noregi eða Svíþjóð. 

Höfundarréttarlögum breytt

Til viðbótar við slakari kröfur í fánalögum og fyrir fasteignasala leggur ráðherrann til að einfalda svokallað fylgiréttargjald, sem rennur til höfunda listaverka. Í núgildandi lögum gilda aðrar reglur um málverk sem seld eru á uppboðum heldur en þeim sem seld eru beint, en með frumvarpinu verða þessar reglur samrýmdar. 

Lögvernd afnumin fyrir fjölda starfa

Verði frumvarpið að lögum verður lögvernd hagfræðinga og viðskiptafræðinga einnig afnumin. Samkvæmt frumvarpinu hefur löggilding þessarra stétta enga þýðingu umfram það að geta kallað sig viðskiptafræðing eða hagfræðing og því sé hún óþörf. 

Einnig bætir ráðherra við að hægt sé að bera saman menntun viðskipta- og hagfræðimenntun hérlendis og erlendis með betri hætti en áður, þar sem greinarnar eru nú kenndar í fleiri háskólum.

Ráðherrann leggur líka til að löggilding bókara verði afnumin og að nýsköpunarráðuneytið leggi niður sérstök próf til viðurkenningar á bókurum. Í frumvarpinu kemur fram að ekki sé þörf á þessum prófum lengur, þar sem nám bókara sé orðið viðurkennt í atvinnulífinu sem mikilvægur hlekkur í keðju reikningsskila. 

Þar að auki yrðu ýmsar skyldur þeirra sem selja notaða bíla, t.d. í tengslum við samningsgerð og upplýsingaskyldu, numdar á brott, verði frumvarpið að lögum. Samkvæmt ráðherra eru mörg þessara ákvæða úrelt og óþörf, en önnur falla nú þegar undir eftirlit Neytendastofu. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent