Vilja breyta fánalögum og afnema lögverndun hagfræðinga

Titillinn hagfræðingur, viðskiptafræðingur eða bókari myndi ekki njóta lagalegrar verndar verði nýtt frumvarp nýsköpunarráðherra samþykkt.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Nýsköp­un­ar­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem snýr að ein­földun reglu­verks fyrir ýmsar atvinnu­grein­ar. Frum­varpið inni­heldur fjölda til­lagna, til að mynda yrði lög­verndun bók­ara, við­skipta­fræð­inga og hag­fræð­inga afnumin ef það yrði að lög­um, auk þess sem ekki lengur þyrfti leyfi frá Neyt­enda­stofu til að setja íslenska fán­ann á eigin vöru­merki. 

Sak­m­væmt ráð­herra er horft til nýlegrar skýrslu efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar, OECD, um sam­keppn­is­mat á bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu við gerð frum­varps­ins. Sú skýrsla inni­hélt fjölda til­lagna til að bæta sam­keppn­isum­hverfið í þessum geirum, meðal ann­ars með því að afnema lög­verndun ýmissa greina. Að mati OECD gætu efna­hags­leg umsvif auk­ist um allt að einu pró­senti af lands­fram­leiðslu ef farið yrði að til­lögum þeirra.

Engin útflutn­ings­á­byrgð

Í frum­varp­inu er lagt til að Trygg­inga­deild útflutn­ings­lána verði lögð nið­ur, sem sér um veit­ingu útflutn­ings­á­byrgða. Sam­kvæmt frum­varp­inu er slík rík­is­að­stoð til útflutn­ings­fyr­ir­tækja óæski­leg, þar sem hún felur í sér afskipti á frjálsum mark­að­i. 

Auglýsing

Fána­lögum breytt

Önnur til­laga felur í sér rýmkun á fána­lög­um, þar sem fyr­ir­tæki þurfa ekki lengur leyfi til að nota íslenska fán­ann á eigin vöru­merki. Nýsköp­un­ar­ráð­herra telur þessa leyf­is­veit­ingu vera þunga í vöf­um, tíma­freka og kostn­að­ar­sama. Fari breyt­ing­arnar í gegn verður eft­ir­lit með því hvort fylgt sé fána­lögum í höndum Hug­verka­stofu.

Fast­eigna­salar þurfa ekki að eiga í fast­eigna­sölu

Einnig er lagt til að skil­yrði um að fólk þurfi að eiga beinan hlut í fast­eigna­sölu til að verða fast­eigna­salar verði fellt brott. Þetta er einnig lagt til í skýrslu OECD, sem segir að skil­yrðið sé til þess fallið að draga úr sam­keppni með því að draga úr fjár­fest­ingu í grein­inni. Sam­tökin benda einnig á að ekki sé að finna sam­bæri­leg skil­yrði í Dan­mörku, Nor­egi eða Sví­þjóð. 

Höf­und­ar­rétt­ar­lögum breytt

Til við­bótar við slak­ari kröfur í fána­lögum og fyrir fast­eigna­sala leggur ráð­herr­ann til að ein­falda svo­kallað fylgirétt­ar­gjald, sem rennur til höf­unda lista­verka. Í núgild­andi lögum gilda aðrar reglur um mál­verk sem seld eru á upp­boðum heldur en þeim sem seld eru beint, en með frum­varp­inu verða þessar reglur sam­rýmd­ar. 

Lög­vernd afnumin fyrir fjölda starfa

Verði frum­varpið að lögum verður lög­vernd hag­fræð­inga og við­skipta­fræð­inga einnig afnum­in. Sam­kvæmt frum­varp­inu hefur lög­gild­ing þess­arra stétta enga þýð­ingu umfram það að geta kallað sig við­skipta­fræð­ing eða hag­fræð­ing og því sé hún óþörf. 

Einnig bætir ráð­herra við að hægt sé að bera saman menntun við­skipta- og hag­fræði­menntun hér­lendis og erlendis með betri hætti en áður, þar sem grein­arnar eru nú kenndar í fleiri háskól­um.

Ráð­herr­ann leggur líka til að lög­gild­ing bók­ara verði afnumin og að nýsköp­un­ar­ráðu­neytið leggi niður sér­stök próf til við­ur­kenn­ingar á bók­ur­um. Í frum­varp­inu kemur fram að ekki sé þörf á þessum prófum leng­ur, þar sem nám bók­ara sé orðið við­ur­kennt í atvinnu­líf­inu sem mik­il­vægur hlekkur í keðju reikn­ings­skila. 

Þar að auki yrðu ýmsar skyldur þeirra sem selja not­aða bíla, t.d. í tengslum við samn­ings­gerð og upp­lýs­inga­skyldu, numdar á brott, verði frum­varpið að lög­um. Sam­kvæmt ráð­herra eru mörg þess­ara ákvæða úrelt og óþörf, en önnur falla nú þegar undir eft­ir­lit Neyt­enda­stofu. Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent