Sérstakir styrkir fyrir mæður sem þurfa að dvelja fjarri heimili fyrir fæðingu

Ríkisstjórnin samþykkti í dag nýtt frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof. Áfram er lagt til að hvort foreldri fái sjálfstæðan sex mánaða rétt til orlofs. Foreldrum fjærst fæðingarþjónustu verður bætt upp að þurfa að dvelja utan heimilis fyrir fæðingu.

barn
Auglýsing

Í nýrri útgáfu af frum­varpi Ásmundar Ein­ars Daða­sonar félags- og barna­mála­ráð­herra til laga um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof er lagt til að barns­haf­andi for­eldri verði veittur sér­stakur styrkur vegna skerts aðgengis að fæð­ing­ar­þjón­ustu, í þeim til­vikum þar sem for­eldrið þarf að mati sér­fræði­læknis að dvelja fjarri heim­ili sínu fyrir áætl­aðan fæð­ing­ar­dag.

Þetta eru nýmæli í frum­varp­inu, sem var sam­þykkt í rík­is­stjórn í dag og verður lagt fram á Alþingi í fram­hald­inu. Mikil umræða var um frum­varpið í haust og bár­ust alls á þriðja hund­rað umsagnir við frum­varpið í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, þar sem það var sett fram til kynn­ing­ar.

Ein þeirra var frá Byggða­stofn­un, sem lagði til að for­eldrum sem búa í þeim lands­byggðum sem eru fjærst fæð­ing­ar­þjón­ustu yrði bætt upp að þurfa að dvelja um lengri tíma utan heim­ilis með við­bót­ar­fæð­ing­ar­or­lofi. Þetta virð­ist að ein­hverju leyti hafa verið tekið til greina, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá félags­mála­ráðu­neyt­inu, en frum­varpið sjálft hefur ekki verið birt.

Auglýsing

Jöfn skipt­ing 12 mán­aða orlofs­ins áfram meg­in­reglan

For­eldrar hafa áfram heim­ild til þess að fram­selja einn mánuð af sínum sjálf­stæða rétti til orlofstöku til hins for­eldr­is­ins, þannig að mögu­legt er að annað for­eldrið taki sjö mán­aða orlof en hitt fimm.

Ef aðstæður eru hins vegar með þeim hætti við fæð­ingu barns að annað for­eldrið er ekki til staðar eða getur ekki nýtt rétt sinn til fæð­ing­ar­or­lofs af nokkrum til­greindum ástæð­um, getur hitt for­eldrið tekið allt að 12 mán­uði í fæð­ing­ar­or­lof. Þetta á við í eft­ir­töldum til­fell­um:

  • Þegar ekki hefur reynst mögu­legt að feðra barn sam­kvæmt barna­lög­um.
  • Þegar for­eldri er gert að sæta nálg­un­ar­banni og/eða brott­vísun af heim­ili sam­kvæmt lögum um nálg­un­ar­bann og/eða brott­vís­un.
  • Þegar annað for­eldrið hefur ekki rétt til töku fæð­ing­ar­or­lofs/­fæð­ing­ar­styrks hér­lendis né heldur sjálf­stæðan rétt til töku orlofs í sínu heima­ríki.
  • Þegar umgengni ann­ars for­eldris við barnið er engin eða hún veru­lega tak­mörk­uð, svo sem undir eft­ir­liti ein­vörð­ungu, á grund­velli nið­ur­stöðu lög­mælts stjórn­valds eða dóm­stóla. For­sjár­for­eldri þarf að sækja um þessa til­færslu rétt­inda til Vinnu­mála­stofn­unar sem tekur ákvörðun í mál­inu.

Stærsta breyt­ingin í frum­varp­inu er sú að for­eldrar hafa nú alla jafna jafn langan sjálf­stæðan rétt til töku fæð­ing­ar­or­lofs og stendur sú breyt­ing óhögguð.Ásmundur EinarFæð­ing­ar­or­lofið verður líka lengt upp í 12 mán­uði og tekur sú breyt­ing gildi um ára­mót, þegar að búið verður að sam­þykkja frum­varpið á þingi.

Í frétta­til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins segir að gert sé ráð fyrir að 19,1 millj­arði króna verði varið í fæð­ing­ar­or­lof á næsta ári, sem er tæp­lega tvö­földun á þeim fjár­munum sem fóru til mála­flokks­ins árið 2017, á verð­lagi hvors árs. 

„Í ár eru tutt­ugu ár liðin frá gild­is­töku laga um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof, sem voru gríð­ar­lega fram­sækin á þeim tíma en það var kom­inn tími til að end­ur­skoða þau og færa til nútím­ans. Þetta frum­varp er stórt skref í þá átt og við viljum að Ísland sé góður staður til þess að eign­ast og ala upp börn, og með þessu frum­varpi erum við að auka enn á rétt­indi for­eldra til sam­vista með börn­unum sínum á fyrstu mán­uð­unum ævi þeirra,“ er haft eftir Ásmundi Ein­ari Daða­syni ráð­herra í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent