Gjaldtaka fyrir landamæraskimun afnumin

Frá og með næstu mánaðamót mun ekki verða rukkað fyrir skimun gegn COVID-19 á landamærunum.

Sýnataka
Auglýsing

Rík­is­stjórnin mun afnema gjald­töku fyrir sýna­töku á landa­mær­unum fyrir COVID-19 frá og með 1. des­em­ber, en hún ræddi málið á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV

Í frétt­inni var rætt við Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, en sam­kvæmt henni hefur rík­is­stjórnin þegar tekið ákvörðun um mál­ið. Ákvörð­unin væri tekin til að tryggja að það væri engin fjár­hags­leg fyr­ir­staða fyrir því að fólk fari í skimun, en Katrín segir að fundið hafi verið fyrir því að fólk velji ekki skim­un.  „Það eru tæp 3% sem hafa valið 14 daga sótt­kví umfram skimun en með þessu munum við tryggja að það sé að minnsta kosti ekki af fjár­hags­legum hvöt­u­m,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann.  

Hingað til hafa engir hag­fræð­ingar á vegum rík­is­stjórn­ar­innar opin­ber­lega mælt með afnámi gjald­töku á sýna­töku á landa­mær­un­um. Í minn­is­blaði sem skilað var til fjár­mála­ráð­herra fyrr í mán­uð­inum var lagt efna­hags­legt mat á til­lögum að breyttum aðgerðum á landa­mær­un­um, en þar kom fram að ekki væri að merkja áhrif af kostn­aði við sýna­töku í Kefla­vík síð­ast­liðið sum­ar. 

Auglýsing

Sam­kvæmt Tinnu Lauf­eyju Ásgeirs­dóttur hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands nam sam­fé­lags­legur kostn­aður hvers komu­far­þega til lands­ins í sumar að minnsta kosti 80 þús­und krón­um, þar sem þeir auka smit­hættu og þar með lík­urnar á að beita þurfi hörðum sótt­varn­ar­að­gerð­u­m. 

Tinna Laufey segir því að sýna­takan á landa­mær­unum sé nú þegar nið­ur­greidd af hinu opin­bera, þar sem komu­far­þegar bera ekki allan kostn­að­inn og áhætt­una af skimun­inni sjálfri. Þess vegna ætti gjaldið að vera mun hærra en 15 þús­und krón­ur, að mati pró­fess­ors­ins. Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent