Framsækið skref sem vekur heimsathygli eða forræðishyggja aftan úr fornöld?

Alls bárust 253 umsagnir um drög að frumvarpi til nýrra fæðingarorlofslaga. Landlæknisembættið telur vinnumarkaðsáherslur of fyrirferðamiklar, en fræðafólk við HÍ telur að samþykkt frumvarpsins væri framfaraskref sem myndi vekja alþjóðaathygli.

Mjög skiptar skoðanir eru á nýju frumvarpi um fæðingar- og foreldraorlof, ef marka má umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.
Mjög skiptar skoðanir eru á nýju frumvarpi um fæðingar- og foreldraorlof, ef marka má umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.
Auglýsing

Fleiri en 250 umsagnir bár­ust um drög að frum­varpi til laga um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof, sem voru til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda frá 23. sept­em­ber og þar til 7. októ­ber. Á loka­metr­unum hrönn­uð­ust inn umsagnir frá fjöl­mörgum stofn­unum og sam­tökum í sam­fé­lag­in­u. 

Lang­flestar umsagnir bár­ust voru þó frá ein­stak­lingum og mik­ill meiri­hluti þeirra inni­hélt gagn­rýni á efni frum­varps­drag­anna. Aðal­lega beind­ist hún að þeirri ætlan stjórn­valda að skipta fæð­ing­ar­or­lof­inu jafnt á milli for­eldra, þannig að hvort for­eldri taki sex mán­uði og ein­ungis einn mán­uður verði fram­selj­an­legur þeirra á milli.

Orðið „for­ræð­is­hyggja“ kom oft fyrir í umsögn­un­um, eða alls 21 sinni í þeim 253 umsögnum sem bár­ust. Orða­sam­bandið „réttur barns­ins“ kom sömu­leiðis 26 sinnum fram og orðið „tekju­skerð­ing“ 35 sinn­um, sam­kvæmt laus­legri athugun blaða­manns.

Mark­miðið sem á að nást fram með því að jafna fæð­ing­ar­or­lofstöku for­eldra er einna helst að jafna stöðu kynj­anna inni á heim­il­inu og þar með á vinnu­mark­aði, en rík til­hneig­ing hefur verið til þess hér á landi að mæður nýti þann tíma fæð­ing­ar­or­lofs­ins sem er sam­eig­in­legur milli for­eldra.Auglýsing
Nefnt er í grein­ar­gerð með frum­varp­inu að ófram­­selj­an­­legur fæð­ing­­ar­or­lofs­­réttur feðra gæti styrkt stöðu þeirra til töku fæð­ing­­ar­or­lofs gagn­vart vinn­u­veit­end­um og að breyt­ing­unni sé ætlað að styðja við að frum­varpið nái mark­miðum sín­um, sem eru meðal ann­­ars þau að hvetja báða for­eldra til að gegna skyldum sínum gagn­vart börnum sínum og fjöl­­skyld­u­líf­i.

Land­lækn­is­emb­ættið telur 4-4-4 skipt­ingu væn­legri

Land­lækn­is­emb­ættið skil­aði inn umsögn við frum­varps­drögin og sagði þar að fæð­ing­ar­or­lof ætti að skil­greina sem rétt barns umönn­unar á fyrstu mán­uðum lífs­ins, fremur en ein­ungis sem rétt full­orð­inna á vinnu­mark­að­i. 

Emb­ættið segir það einnig vekja athygli að svo virð­ist sem eng­inn full­trú­anna í starfs­hópnum sem lagði fram til­lögur að frum­varp­inu hafi sér­þekk­ingu á geð­heilsu og þroska ungra barna, heldur virð­ist full­trúar „einna helst tengj­ast atvinnu­mál­um“ og segir emb­ættið nauð­syn­legt að slíkur full­trúi verði með í ráðum við frek­ari end­ur­skoðun lag­anna.

Varð­andi skipt­ingu orlofs­mán­að­anna segir emb­ættið að mik­il­vægt sé að lögin „end­ur­spegli skiln­ing á ólíkum aðstæðum fjöl­skyldna og bjóði upp á meiri sveigj­an­leika varð­andi til­högun en gert er ráð fyrir í núver­andi frum­varpi“ og segir að með því að hafa ein­ungis einn mánuð fram­selj­an­legan sé „harla naumt skammt­að“ ef mark­miðið sé að koma til móts við aðstæður fjöl­skyldna.

Emb­ættið vill áfram sjá sveigj­an­leika í ráð­stöfun orlofs­ins halda sér þrátt fyrir leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs­ins og leggur til 4-4-4 skipt­ingu, þannig að fjórum mán­uðum geti for­eldrar ráð­stafað eins og hentar best þörfum barns­ins og aðstæðum fjöl­skyld­unn­ar.

Við­skipta­ráð Íslands telur einnig að meiri sveigj­an­leiki væri til bóta, alla­vega ef ekki stendur til að hækka hámarks­greiðslur til for­eldra og segir sterk rök með 4-4-4 skipt­ingu í því ljósi. Í umsögn ráðs­ins segir að fjár­hags­legur fórn­ar­kostn­aður feðra af fæð­ing­ar­or­lofi sé almennt séð umtals­vert meiri en mæðra og að þann fjár­hags­lega fórn­ar­kostnað þurfi að minnka. 

„Að tak­marka nýt­ingu orlofs­ins á þennan hátt, án þess að hækka tekju­há­markið gæti mögu­lega gengið gegn mark­miðum frum­varps­ins og aukið mun­inn á orlofstöku og launa­mun kynj­anna,“ segir í umsögn­inni.

SA styðja frum­varpið en ljós­mæður telja brjósta­gjöf settar skorður

Sam­tök atvinnu­lífs­ins segj­ast í umsögn sinni styðja þær breyt­ingar sem lagðar eru til í frum­varp­inu og segja að jöfn skipt­ing orlofs sé „talin best til þess fallin að ná mark­miði lag­anna sem er að tryggja barni sam­vistir við báða for­eldra og gera for­eldrum kleift að sam­ræma fjöl­skyldu- og atvinnu­líf.“

„Gögn frá Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði sýna að feður taka í lang­flestum til­fellum aðeins sinn sjálf­stæða rétt til fæð­ing­ar­or­lofs og mæður taki að stærstum hluta sam­eig­in­lega rétt­inn. Slík ójöfn skipt­ing mun ekki leiða okkur áfram í átt­ina að auknu jafn­rétti. Rann­sóknir sýna einnig að feður sem taka við umönnun barns síns í fæð­ing­ar­or­lofi taka almennt jafn­ari ábyrgð á þeim verk­efnum sem falla innan heim­il­is. Það gerir báðum for­eldrum kleift að sam­ræma betur fjöl­skyldu- og atvinnu­líf að loknu fæð­ing­ar­or­lofi,“ segir í umsögn SA.

Mynd: Wikimedia Commons

Ljós­mæðra­fé­lag Íslands segir í umsögn sinni að ráð­legt væri að hafa mán­uð­ina 6 sem eyrna­merktir eru hvoru for­eldri að nokkru eða fullu leyti fram­selj­an­lega á milli for­eldra, vegna mik­il­vægis brjósta­gjaf­ar.

Í umsögn félags­ins segir að Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) og Emb­ætti land­læknis mæli með brjósta­gjöf fyrsta árið og til allt að tveggja ára ald­urs. Fæð­ing­ar­or­lofið ætti því að taka mið af þessum leið­bein­ing­um. 

Auk þess leggur félagið einnig til sér­stakt með­göngu­or­lof mæðra frá 36 viku með­göngu, svo ekki þurfi að koma til veik­inda­leyfis undir lok með­göngu.

Barna­heill telja breyt­ing­arnar ekki allar börnum til heilla

Sam­tökin Barna­heill segja að „líta ætti á fæð­ing­ar­or­lof sem sjálf­stæðan rétt barna til að vera í nálægð við for­eldra sína í jafn­langan tíma óháð áunnum rétti, hjú­skap­ar­stöðu og öðrum aðstæðum for­eld­rana,“ en að bæði í núver­andi lögum og í frum­varp­inu sé fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof háð áunnum rétti for­eldra. 

„Þar sem staða for­eldra á vinnu­mark­aði er mis­jöfn er hætt við því að þeir eigi mis­mik­inn rétt til orlofstöku sem hefur mögu­lega áhrif á töku á fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofi. Með því getur skap­ast mis­munun á milli barna þar sem þau njóta ekki öll jafn­langrar sam­vistar við for­eldra sína og önnur börn,“ segja Barna­heill og vísa í Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem á að tryggja rétt­indi allra barna án mis­mun­unar að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa for­gang þegar ráð­staf­anir eru gerðar varð­andi börn.

Einnig segja sam­tökin að aðstæður barna og fjöl­skyldna þeirra séu mis­mun­andi og því telja þau brýnt að skapa meiri sveigj­an­leika á meðal for­eldra hvernig þeir skipta fæð­ing­ar­or­lofi eða fæð­ing­ar­styrk á milli sín. „Við­leitnin að jafna stöðu kynja til að koma á móts við tengsla­myndun barna við báða for­eldra sína og jafna mögu­leika allra kynja á vinnu­mark­aði er góðra gjalda verð en það er mat Barna­heilla að ekki er hugað að hags­munum barna nægi­lega mikið með þess­ari skipt­ing­u,“ segir í umsögn­inni.

Sveit­ar­fé­lögin segja frum­varpið fela í sér auk­inn sveigj­an­leika

Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga segir að í umræðu um frum­varpið hafi mikið verið rætt um frelsi fjöl­skyldna til að ákveða hvað henti þeim best varð­andi skipt­ingu orlofs milli for­eldra. Sam­bandið lítur þó þannig að sveigj­an­leik­inn sé í reynd að aukast, enda sé hámarks­tími sem for­eldri geti tekið í orlof í dag 6 mán­uð­ir, en verði 7 mán­uðir sam­kvæmt frum­varp­inu.

„Í frum­varp­inu er því boðið upp á meiri sveigj­an­leika en áður þekk­ist fyrir annað for­eldri til að vera lengur heima en á sama tíma tryggt að rétt­indi barns til sam­vista við báða for­eldra sé tryggt sem og réttur beggja for­eldra til sam­vista við barn,“ segir meðal ann­ars í umsögn Sam­bands­ins.

Fræði­menn við HÍ telja að breyt­ing­arnar muni vekja heims­at­hygli 

Nokkrir fræði­menn við Háskóla Íslands sem hafa verið í far­ar­broddi í rann­sóknum á fæð­ing­ar­or­lof­inu og mál­efnum barna­fjöl­skyldna leggja einnig orð í belg. Þau telja að sam­þykkt frum­varps­ins yrði „mikið heilla­skref fyrir börn og for­eldra á Íslandi, jafn­rétti kynja og sam­keppn­is­stöðu íslenskra fyr­ir­tækja“ og styðja það marg­vís­legum rök­um. 

Fræðafólk við HÍ fagnar framlögðum frumvarpsdrögum.

Þau segja meðal ann­ars í umsögn sinni að feður á Íslandi hafi að með­al­tali notað einmitt þann daga­fjölda sem þeir eiga sjálf­stæðan rétt til, sem sýni hvernig sjálf­stæður réttur til fæð­ing­ar­or­lofs verði að við­miði um hvað skuli telj­ast hæfi­legt.

„Sjálf­stæður réttur beggja for­eldra til fæð­ing­ar­or­lofs er þar af leið­andi for­senda þess að báðir for­eldrar taki orlof. Þeim mun jafn­ari sem rétt­ur­inn er þeim mun jafn­ari verður notkun orlofs­ins. Það frum­varp sem hér liggur fyrir mun lík­lega þýða að mæður muni að jafn­aði taka í heild um 7 mán­aða orlof (auk sum­ar­leyf­is) og vera heima með barni alfarið eða að hluta fyrstu 7-8 mán­uð­ina eftir fæð­ingu og feður taka svo við og taka sína 5 mán­uði, að frá­töldum þeim vikum sem for­eldrar ákveða að verja saman strax eftir fæð­ingu. Það er einnig mik­il­vægt að hafa í huga að frelsi for­eldra til að haga orlofstöku eins og þeim best hentar er óvíða meira en á Íslandi, t.d. er mjög óvenju­legt að for­eldrum sé frjálst að vera saman í fæð­ing­ar­or­lofi eins lengi og þeir kjósa eins og hér er,“ segir í umsögn fræða­fólks­ins, sem telur að skrefin sem tekin eru með frum­varp­inu muni „vekja alþjóða­at­hygli og verða öðrum þjóðum hvatn­ing til dáða.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent