Vill hækka greiðslur vegna lífeyris og atvinnuleysisbóta um rúma tíu milljarða

Þingmaður Pírata hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ársins 2021 þar sem hann leggur til að lífeyrisgreiðslur úr ríkissjóði og atvinnuleysisbætur hækki í samræmi við hækkanir á lífskjarasamningi.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, hefur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við fjár­laga­frum­varp næsta árs sem felur í sér að líf­eyrir almanna­trygg­inga og atvinnu­leys­is­bætur hækki í sam­ræmi við hækk­anir á lífs­kjara­samn­ingi. Sam­kvæmt því sem fram kemur í til­lög­unni, og byggt er á áætlun miðað við fyr­ir­liggj­andi gögn, myndu greiðslur vegna öryrkja­líf­eyris og atvinnu­leys­is­bóta aukast um 10,5 millj­arða króna sam­tals á næsta ári verði til­lagan sam­þykkt.

Þorri þeirrar upp­hæðar myndi fara í greiðslu hærri atvinnu­leys­is­bóta, eða 8,7 millj­arðar króna. Heild­ar­kostn­aður rík­is­sjóðs vegna þeirra yrði þá 71 millj­arður króna á næsta ári. Líf­eyr­is­greiðslur úr almanna­trygg­inga­kerf­inu myndu aukast um 1,8 millj­arða króna og verða 81,3 millj­arðar króna. 

Auglýsing
Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti 1. októ­ber síð­ast­lið­inn var lagt til að líf­eyrir sem greiddur er úr almanna­trygg­inga­kerf­inu myndi hækka um 3,6 pró­sent um næstu ára­mót.

„Sí­stækk­andi hópur öryrkja býr við sára­fá­tækt“

Sam­kvæmt útreikn­ingum Öryrkja­banda­lags Íslands mun sú hækkun skila því að fram­færslu­við­mið almanna­trygg­inga verði 265.044 krónur fyrir skatt, sem, að teknu til­liti til þeirra skatt­kerf­is­breyt­inga sem koma til fram­kvæmda um ára­mót­in. Það muni skila rétt tæpum 233 þús­und krónum í vasa þeirra sem lifa af örorku­líf­eyr­i. 

Að­al­fundur Öryrkja­banda­lags­ins sam­þykkti á mánu­dag ályktun þar sem sagði að í þrjú ár hefði rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, Bjarna Bene­dikts­sonar og Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar ákveðið að auka fátækt fatl­aðs og lang­veiks fólks í stað þess að bæta kjör þeirra. „Sí­stækk­andi hópur öryrkja býr við sára­fá­tækt. Það veldur aðal­fundi Öryrkja­banda­lags Íslands miklum von­brigðum að um ára­mótin 2020-2021 verði mun­ur­inn á örorku­líf­eyri og lág­marks­launum orð­inn kr. 86.000.“

Í álykt­un­inni sagði að frá árinu 2007 hefði bil á milli örorku­líf­eyris og lág­marks­launa stöðugt breikk­að. „Í valda­tíð núver­andi rík­is­stjórnar hefur ekk­ert verið gert til að bregð­ast við þess­ari kjaragliðn­un, heldur þvert á móti hefur bilið breikkað enn meira, þrátt fyrir að rík­is­stjórnin seg­ist vinna í anda heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna, hvar efst á blaði er að útrýma fátækt. Nú þegar Bjarni hefur lagt fram sitt síð­asta fjár­laga­frum­varp á kjör­tíma­bil­inu er enga breyt­ingu að sjá.“

Aðal­fund­ur­inn krafð­ist því þess að „rík­is­stjórnin end­ur­skoði afstöðu sína gagn­vart lífs­kjörum fatl­aðs og lang­veiks fólks og bæti kjör okkar án taf­ar. Skömm rík­is­stjórn­ar­innar er að halda okkur í fátækt og skýla sér á bak­við COVID og slæmt efna­hags­á­stand."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent