Vill hækka greiðslur vegna lífeyris og atvinnuleysisbóta um rúma tíu milljarða

Þingmaður Pírata hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ársins 2021 þar sem hann leggur til að lífeyrisgreiðslur úr ríkissjóði og atvinnuleysisbætur hækki í samræmi við hækkanir á lífskjarasamningi.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp næsta árs sem felur í sér að lífeyrir almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækki í samræmi við hækkanir á lífskjarasamningi. Samkvæmt því sem fram kemur í tillögunni, og byggt er á áætlun miðað við fyrirliggjandi gögn, myndu greiðslur vegna öryrkjalífeyris og atvinnuleysisbóta aukast um 10,5 milljarða króna samtals á næsta ári verði tillagan samþykkt.

Þorri þeirrar upphæðar myndi fara í greiðslu hærri atvinnuleysisbóta, eða 8,7 milljarðar króna. Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna þeirra yrði þá 71 milljarður króna á næsta ári. Lífeyrisgreiðslur úr almannatryggingakerfinu myndu aukast um 1,8 milljarða króna og verða 81,3 milljarðar króna. 

Auglýsing
Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti 1. október síðastliðinn var lagt til að lífeyrir sem greiddur er úr almannatryggingakerfinu myndi hækka um 3,6 prósent um næstu áramót.

„Sístækkandi hópur öryrkja býr við sárafátækt“

Samkvæmt útreikningum Öryrkjabandalags Íslands mun sú hækkun skila því að framfærsluviðmið almannatrygginga verði 265.044 krónur fyrir skatt, sem, að teknu tilliti til þeirra skattkerfisbreytinga sem koma til framkvæmda um áramótin. Það muni skila rétt tæpum 233 þúsund krónum í vasa þeirra sem lifa af örorkulífeyri. 

Aðalfundur Öryrkjabandalagsins samþykkti á mánudag ályktun þar sem sagði að í þrjú ár hefði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar ákveðið að auka fátækt fatlaðs og langveiks fólks í stað þess að bæta kjör þeirra. „Sístækkandi hópur öryrkja býr við sárafátækt. Það veldur aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands miklum vonbrigðum að um áramótin 2020-2021 verði munurinn á örorkulífeyri og lágmarkslaunum orðinn kr. 86.000.“

Í ályktuninni sagði að frá árinu 2007 hefði bil á milli örorkulífeyris og lágmarkslauna stöðugt breikkað. „Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar hefur ekkert verið gert til að bregðast við þessari kjaragliðnun, heldur þvert á móti hefur bilið breikkað enn meira, þrátt fyrir að ríkisstjórnin segist vinna í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, hvar efst á blaði er að útrýma fátækt. Nú þegar Bjarni hefur lagt fram sitt síðasta fjárlagafrumvarp á kjörtímabilinu er enga breytingu að sjá.“

Aðalfundurinn krafðist því þess að „ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína gagnvart lífskjörum fatlaðs og langveiks fólks og bæti kjör okkar án tafar. Skömm ríkisstjórnarinnar er að halda okkur í fátækt og skýla sér á bakvið COVID og slæmt efnahagsástand."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent