Kaupandinn að vélum Icelandair íslenskt félag fyrir hönd bandarísks fjárfestingasjóðs

Íslenskt félag sem sérhæfir sig í að kaupa, selja og leigja út flugvélar hefur samþykkt að kaupa þrjár Boeing 757 vélar, framleiddar 1994 og 2000, af flugfélaginu. Vélarnar voru veðsettar kröfuhafa Icelandair.

Boeing 757-200 vél frá Icelandair.
Boeing 757-200 vél frá Icelandair.
Auglýsing

Icelandair Group til­kynnti í gær­kvöldi að félagið hefði náð sam­komu­lagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flug­vélum í eigu þess fyrir sam­an­lagt 21 milljón dala, um 2,9 millj­arða króna. Í til­kynn­ingu vegna þessa kom fram að þetta væri um tveimur til þremur millj­ónum dala yfir bók­færðu gengi vél­anna. 

Tvær vél­anna voru fram­leiddar 1994, og því 26 ára gaml­ar. Sú þriðja var fram­leidd árið 2000 og fagnar því tví­tugs­af­mæli í ár. Til stendur að breyta vél­unum úr far­þega­flug­vélum í frag­t­vél­ar. 

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir Icelandair að eftir sölu­ferli hafa verið gengið til samn­inga við Icel­e­ase ehf. fyrir hönd fjár­fest­ing­ar­sjóðs á sviði flug­véla­við­skipta í Delaware í Banda­ríkj­un­um. Sá sjóður sé í meiri­hluta­eigu Corrum Capi­tal Mana­gement. Icelandair Group var hér áður fyrr eig­andi að fjórð­ungs­hlut í Icel­e­ase ehf. en er ekki lengur í eig­enda­hópi félags­ins, sem er nú í eigu stjórn­enda þess. Þar á meðal eru fyrr­ver­andi stjórn­endur hjá Icelanda­ir.

Auglýsing
Vélarnar voru allar veð­settar kröfu­hafa Icelanda­ir. Í svari félags­ins segir er tekið fram að sá kröfu­hafi sé ekki Lands­bank­inn, en hann lán­aði Icelandair 80 millj­ónir dala í fyrra og tók veð í ein­hverjum vélum félags­ins. Ekki er þó til­greint hver hafi átt veð í vél­un­um. Þar sem láns­fjár­hæðin á móti vél­unum þremur hafi verið lægri en sölu­verð vél­anna þá segir Icelandair að salan hafi jákvæð áhrif á lausa­fjár­stöðu félags­ins og styrkir hana enn frek­ar. 

Icelandair vildi ekki veita upp­lýs­ingar um það verð sem greitt var fyrir hverja vel fyrir sig og sagði þær upp­lýs­ingar vera trún­að­ar­mál milli aðila. 

Sömdu við Boeing

Icelandair Group hefur haft uppi áform um að fækka Boeing 757 vélum í flug­flota félags­ins, sem eru komnar vel til ára sinna,á næstu árum og sam­hliða taka í notkun nýjar vél­ar. 

Vegna þessa pant­aði Icelandair 16 737-MAX vélar af fyr­ir­tæk­inu árið 2013 og hafði fengið sex þeirra afhentar áður en að vél­arnar voru kyrr­settar í mars í fyrra. Kyrr­setn­ingin á vél­unum kom til eftir flug­slys í Eþíóp­íu, 13. mars 2019, þegar 157 lét­ust skömmu eftir flug­tak Max vélar Ethi­opian Air­lines. Það var þá annað slysið á skömmum tíma þar sem Max vél hrap­aði með þeim afleið­ingum að allir um borð lét­ust. Fyrra slysið var 29. októ­ber 2018, þegar vél Lion Air í Indónesíu hrap­aði skömmu eftir flug­tak. Þá lét­ust 189, allir um borð.

Félagið greindi frá því í ágúst að félagið hefði náð sam­komu­lagi við Boeing flug­véla­fram­leið­and­ann sem myndi spara því umtals­verð útgjöld sem búið var a stofna ti á næstu árum, en Icelandair glímir við gríð­ar­legt tekju­fall vegna COVID-19 og flug­rekstur félags­ins er í lág­marki. Í sam­komu­lag­inu við Boeing fólst að vélum sem Icelandair var skuld­bundið til að kaupa til við­bót­ar, á grund­velli samn­ings­ins frá 2013, var fækkað úr tíu í sex. Auk þess var afhend­ingu þeirra frestað. Nú munu þrjár verða afhentar á kom­andi vetri og síð­ustu þrjár næsta vetur eft­ir. 

Icelandair býst við því að kyrr­setn­ingu á MAX-­vél­unum verði aflétt á síð­asta árs­fjórð­ungi þessa árs. 

Skuld­bind­ingar Icelandair lækka 260 millj­ónir dala, um 36 millj­arðar króna, sam­kvæmt sam­komu­lag­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Eva Steinþórsdóttir er uppalin í Mýrdal.
Fólk orðið fyrir skítkasti og einelti og legið hefur við slagsmálum
Deilur um hringveginn í Mýrdal hafa orðið svo heitar að fólk hefur flutt í burtu. Vegagerðin áformar að færa veginn meðfram sjónum og í jarðgöng en „gatinu í gegnum Reynisfjall“ var að sögn íbúa þröngvað í gegn með „pólitísku handafli“.
Kjarninn 22. janúar 2021
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent