Kaupandinn að vélum Icelandair íslenskt félag fyrir hönd bandarísks fjárfestingasjóðs

Íslenskt félag sem sérhæfir sig í að kaupa, selja og leigja út flugvélar hefur samþykkt að kaupa þrjár Boeing 757 vélar, framleiddar 1994 og 2000, af flugfélaginu. Vélarnar voru veðsettar kröfuhafa Icelandair.

Boeing 757-200 vél frá Icelandair.
Boeing 757-200 vél frá Icelandair.
Auglýsing

Icelandair Group til­kynnti í gær­kvöldi að félagið hefði náð sam­komu­lagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flug­vélum í eigu þess fyrir sam­an­lagt 21 milljón dala, um 2,9 millj­arða króna. Í til­kynn­ingu vegna þessa kom fram að þetta væri um tveimur til þremur millj­ónum dala yfir bók­færðu gengi vél­anna. 

Tvær vél­anna voru fram­leiddar 1994, og því 26 ára gaml­ar. Sú þriðja var fram­leidd árið 2000 og fagnar því tví­tugs­af­mæli í ár. Til stendur að breyta vél­unum úr far­þega­flug­vélum í frag­t­vél­ar. 

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir Icelandair að eftir sölu­ferli hafa verið gengið til samn­inga við Icel­e­ase ehf. fyrir hönd fjár­fest­ing­ar­sjóðs á sviði flug­véla­við­skipta í Delaware í Banda­ríkj­un­um. Sá sjóður sé í meiri­hluta­eigu Corrum Capi­tal Mana­gement. Icelandair Group var hér áður fyrr eig­andi að fjórð­ungs­hlut í Icel­e­ase ehf. en er ekki lengur í eig­enda­hópi félags­ins, sem er nú í eigu stjórn­enda þess. Þar á meðal eru fyrr­ver­andi stjórn­endur hjá Icelanda­ir.

Auglýsing
Vélarnar voru allar veð­settar kröfu­hafa Icelanda­ir. Í svari félags­ins segir er tekið fram að sá kröfu­hafi sé ekki Lands­bank­inn, en hann lán­aði Icelandair 80 millj­ónir dala í fyrra og tók veð í ein­hverjum vélum félags­ins. Ekki er þó til­greint hver hafi átt veð í vél­un­um. Þar sem láns­fjár­hæðin á móti vél­unum þremur hafi verið lægri en sölu­verð vél­anna þá segir Icelandair að salan hafi jákvæð áhrif á lausa­fjár­stöðu félags­ins og styrkir hana enn frek­ar. 

Icelandair vildi ekki veita upp­lýs­ingar um það verð sem greitt var fyrir hverja vel fyrir sig og sagði þær upp­lýs­ingar vera trún­að­ar­mál milli aðila. 

Sömdu við Boeing

Icelandair Group hefur haft uppi áform um að fækka Boeing 757 vélum í flug­flota félags­ins, sem eru komnar vel til ára sinna,á næstu árum og sam­hliða taka í notkun nýjar vél­ar. 

Vegna þessa pant­aði Icelandair 16 737-MAX vélar af fyr­ir­tæk­inu árið 2013 og hafði fengið sex þeirra afhentar áður en að vél­arnar voru kyrr­settar í mars í fyrra. Kyrr­setn­ingin á vél­unum kom til eftir flug­slys í Eþíóp­íu, 13. mars 2019, þegar 157 lét­ust skömmu eftir flug­tak Max vélar Ethi­opian Air­lines. Það var þá annað slysið á skömmum tíma þar sem Max vél hrap­aði með þeim afleið­ingum að allir um borð lét­ust. Fyrra slysið var 29. októ­ber 2018, þegar vél Lion Air í Indónesíu hrap­aði skömmu eftir flug­tak. Þá lét­ust 189, allir um borð.

Félagið greindi frá því í ágúst að félagið hefði náð sam­komu­lagi við Boeing flug­véla­fram­leið­and­ann sem myndi spara því umtals­verð útgjöld sem búið var a stofna ti á næstu árum, en Icelandair glímir við gríð­ar­legt tekju­fall vegna COVID-19 og flug­rekstur félags­ins er í lág­marki. Í sam­komu­lag­inu við Boeing fólst að vélum sem Icelandair var skuld­bundið til að kaupa til við­bót­ar, á grund­velli samn­ings­ins frá 2013, var fækkað úr tíu í sex. Auk þess var afhend­ingu þeirra frestað. Nú munu þrjár verða afhentar á kom­andi vetri og síð­ustu þrjár næsta vetur eft­ir. 

Icelandair býst við því að kyrr­setn­ingu á MAX-­vél­unum verði aflétt á síð­asta árs­fjórð­ungi þessa árs. 

Skuld­bind­ingar Icelandair lækka 260 millj­ónir dala, um 36 millj­arðar króna, sam­kvæmt sam­komu­lag­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent