Efri deild Mannréttindadómstóls Evrópu mun kveða upp úrskurð í Landsréttarmálinu svokallaða 1. desember næstkomandi, eða eftir ellefu daga. Þann dag munu 102 ár vera liðinn frá því að Ísland fékk fullveldi. Frá þessu er greint á vef RÚV en þar segir að þetta komi fram í bréfi sem dómstóllinn hafi sent málsaðilum.
Málflutningur í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir efri deild Mannréttindadómstóls Evrópu fór fram 5. febrúar síðastliðinn í Strassborg. Alls sátu 17 dómarar deildinni við meðferð málsins. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, þá varaforseti og nú forseti Mannréttindadómstólsins.
Hann var einnig á meðal þeirra þeirra dómara sem felldu áfellisdóm í málinu 12. mars síðastliðinn. Íslenska ríkið ákvað í apríl að áfrýja þeirri niðurstöðu og beina því til yfirdeildar dómsins að taka málið aftur fyrir.
Greint var frá því þann 9. september síðastliðinn að yfirdeildin hefði ákveðið að taka Landsréttarmálið fyrir. Dómstóllinn felldi upphaflegan dóm sinn síðasta vor þar sem bæði Sigríður og Alþingi fengu á sig áfellisdóm fyrir það hvernig haldið var á skipan 15 dómara við Landsrétt í byrjun júní árið 2017.
Tveir umsækjendanna sem metnir höfðu verið á meðal fimmtán hæfustu af hæfnisnefndinni, Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson, stefndu ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember 2018 að Sigríður hafi brotið gegn stjórnsýslulögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dómnefndarinnar.
Málinu endaði síðar fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu í málinu í mars í fyrra að dómararnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sigríðar væru ólöglega skipaðir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið réttláta málsmeðferð. Þrír þeirra hafa síðan verið skipaðir dómarar við Landsrétt að nýju.
Í kjölfar þess að dómur Mannréttindadómstólsins féll þá sagði Sigríður af sér embætti dómsmálaráðherra. Íslenska ríkið ákvað að vísa málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og málflutningur þar fór fram fyrr á þessu ári.
Dómur Mannréttindadómstólsins, sem var í máli manns sem heitir Guðmundur Andri Ástráðsson.
Þrír þeirra dómara sem Mannréttindadómstóllinn taldi að hefðu verið ólöglega skipaðir hafa síðan verið skipaðir dómarar við Landsrétt að nýju.