Úrskurður í Landsréttarmálinu verður kveðinn upp 1. desember

Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp úrskurð sinn í Landsréttarmálinu svokallaða á fullveldisdaginn.

Mannréttindadómstóll Evrópu
Auglýsing

Efri deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu mun kveða upp úrskurð í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða 1. des­em­ber næst­kom­andi, eða eftir ell­efu daga. Þann dag munu 102 ár vera lið­inn frá því að Ísland fékk full­veldi. Frá þessu er greint á vef RÚV en þar segir að þetta komi fram í bréfi sem dóm­stóll­inn hafi sent máls­að­il­u­m. 

Mál­­­flutn­ingur í Lands­rétt­­­ar­­­mál­inu svo­­­kall­aða fyrir efri deild Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu fór fram 5. febr­­­úar síð­ast­lið­inn í Strass­borg. Alls sátu 17 dóm­­­arar ­­­­deild­inni við með­­­­­ferð máls­ins. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, þá vara­­­for­­­seti og nú for­seti Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls­ins. 

Hann var einnig á meðal þeirra þeirra dóm­­­ara sem felldu áfell­is­­­dóm í mál­inu 12. mars síð­­­ast­lið­inn. ­Ís­­lenska ríkið ákvað í apríl að áfrýja þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu og beina því til yfir­­­­­deildar dóms­ins að taka málið aftur fyr­­­­­ir.

Greint var frá því þann 9. sept­­­em­ber síð­­ast­lið­inn að yfir­­­­­deildin hefði ákveðið að taka Lands­rétt­­­ar­­­málið fyr­­­ir. Dóm­­­stóll­inn felldi upp­­­haf­­­legan dóm sinn síð­­asta vor þar sem bæði Sig­ríður og Alþingi fengu á sig áfell­is­­­­­­­dóm fyrir það hvernig haldið var á skipan 15 dóm­­­­­­­ara við Lands­rétt í byrjun júní árið 2017.

Auglýsing
Í Lands­rétt­­ar­­mál­inu felst að Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­­­­mála­ráð­herra, ákvað að víkja frá hæfn­is­mati dóm­­­­­­­­­nefndar um skipun fimmtán dóm­­­­­­­­­ara í Lands­rétt í lok maí 2017. Hún ákvað þess í stað að til­­­­­­­­­­­­­nefna fjóra ein­stak­l­inga dóm­­­­­­­ara sem nefndin hafði ekki metið á meðal 15 hæf­­­­­­­ustu og þar af leið­andi að skipa ekki fjóra aðra sem nefndin hafði talið á meðal þeirra hæf­­­­­­­ustu. Alþingi sam­­­­­­­þykkti þetta í byrjun júní 2017.

Tveir umsækj­end­anna sem metnir höfðu verið á meðal fimmtán hæf­­­­ustu af hæfn­is­­­­nefnd­inni, Ást­ráður Har­alds­­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­­­­son, stefndu rík­­­­­­­­inu vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­­­ar. Hæst­i­­­­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­­­­ur­­­­­­­stöðu í des­em­ber 2018 að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­­­­nefnd­­­­­­­ar­inn­­­­­­­ar. 

Mál­inu end­aði síðar fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu sem komst að þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­­­­ar­­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­­­með­­­­­­­­­ferð. Þrír þeirra hafa síðan verið skip­aðir dóm­arar við Lands­rétt að nýju. 

Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­­mála­ráð­herra. Íslenska ríkið ákvað að vísa mál­inu til yfir­­­deildar Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins og mál­­flutn­ingur þar fór fram fyrr á þessu ári. 

Dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, sem var í máli manns sem heitir Guð­­­mundur Andri Ást­ráðs­­­son. 

Þrír þeirra dóm­ara sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn taldi að hefðu verið ólög­lega skip­aðir hafa síð­an  verið skip­aðir dóm­arar við Lands­rétt að nýju. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent