Miðflokkurinn krefst „taf­ar­lausra úrbóta í með­ferð umsókna hæl­is­leit­enda“

Miðflokkurinn vill að dyflinarreglugerð verði fylgt á Íslandi og umsóknir hælisleitenda afgreiddar í því Evrópulandi sem umsækjandinn kemur fyrst til. Ísland taki upp eigið „landamæraeftirlit meðan skikki er komið á málaflokkinn“.

Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn vill að stofnað verði sér­stakt ráðu­neyti sem fer með mál­efni land­bún­að­ar- og mat­væla­fram­leiðslu í land­inu. Hann vill styrkja og efla lög­regl­una í land­inu og hann vill hefja und­ir­bún­ing að fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu nýs þjóð­ar­sjúkra­húss á Keldum í Reykja­vík sem hafi meðal ann­ars það hlut­verk að vera aðal­sjúkra­hús lands­ins. Flokk­ur­inn krefst taf­ar­lausra úrbóta í með­ferð umsókna hæl­is­leit­enda og að Ísland taki upp eigið landamæra­eft­ir­lit meðan skikki sé „komið á mála­flokk­inn“.

Þetta er meðal þeirra álykt­ana sem sam­þykktar voru á auka­lands­þingi Mið­flokks­ins sem haldið var í gær.

„Stefnu­mál flokks­ins eru end­ur­skoðuð á þessu auka­lands­þingi en standa þó í meg­in­at­riðum óhögguð frá lands­þing­inu 2018,“ segir í til­kynn­ingu frá flokkn­um. „Flokk­ur­inn leggur áfram þunga áherslu á að standa vörð um full­veldi þjóð­ar­inn­ar, óskorað vald yfir auð­lindum lands­ins, að búa öllum jöfn tæki­færi og miða að því að allir íbúar lands­ins eigi kost á að nýta sér þá þjón­ustu sem rík­inu ber að veita.“  Ít­ar­legri end­ur­skoðun mál­efna bíður lands­þings sem nú er stefnt á að halda næsta vor, en sú vinna heldur áfram í vet­ur, sam­kvæmt flokkn­um. 

Auglýsing


Hér fyrir neðan má lesa álykt­anir Mið­flokks­ins:

Ályktun 1 – Inn­lend mat­væla­fram­leiðsla verði stór­elfd – Nýtt ráðu­neyti

Stór­efla þarf land­búnað og inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu. Hér liggur eitt af stærstu tæki­færum þjóð­ar­innar til fram­tíðar þar sem heil­næmi mat­væla, fæðu­ör­yggi, mat­væla­ör­yggi og vist­væn orka á góðu verði munu spila lyk­il­hlut­verk. For­maður flokks­ins hefur nú nýverið mælt fyrir ítar­legri til­lögu til þings­á­lykt­unar um aðgerðir sem miða að því að styrkja rekstr­ar­af­komu mat­væla­fram­leið­enda til að verja grein­ina og þau fjöl­þættu verð­mæti sem í henni fel­ast fyrir sam­fé­lag­ið.

Þings­á­lykt­unar til­lög­una sem er aðgerða­á­ætlun í 24 liðum má í heild sinni lesa hér

Auka­lands­þing Mið­flokks­ins leggur þunga áherslu á að þessu mik­il­væga máli verði fylgt fast eft­ir.

Þá sam­þykkir auka­lands­þing Mið­flokks­ins einnig að stofnað verði sér­stakt ráðu­neyti sem fer með mál­efni land­bún­að­ar- og mat­væla­fram­leiðslu í land­inu. Þá verði fylgt fast eftir ítar­legri skoðun á því mis­ræmi sem komið hefur fram um inn­flutn­ing og tolla­mál land­bún­að­ar­af­urða.

Ályktun 2 – Mál­efni aldr­aðra

Ráð­ist verði í löngu tíma­bærar end­ur­bætur á mál­efnum eldri borg­ara.  Skerð­ingar og afar órétt­lát skatt­heimta verði afnumin ásamt því að aðskilja ber alveg mál­efni eldri borg­ara og öryrkja í orði og æði enda alls óskildir hóp­ar.

Ályktun 3 – Þöggun um eigna­sölu

Mið­flokk­ur­inn átelur harð­lega til­raunir ein­stakra ráð­herra til þögg­unar um sölu á eignum í eigu rík­is­ins og rík­is­fyr­ir­tækja. Auka­lands­þingið hvetur þing­flokk Mið­flokks­ins einnig til áfram­hald­andi bar­áttu fyrir þær þús­undir sem misstu hús­næði sitt á árunum eftir hrun.“

Ályktun 4 – Nýtt þjóð­ar­sjúkra­hús á Keldum í Reykja­vík

Mið­flokk­ur­inn vill hefja und­ir­bún­ing að fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu nýs þjóð­ar­sjúkra­húss á Keldum í Reykja­vík sem hafi m.a. það hlut­verk að vera aðal­sjúkra­hús lands­ins. Núver­andi bygg­ingar við Hring­braut verði nýttar sem umdæm­is- eða hér­aðs­sjúkra­hús, auk þess er hægt að nýta bygg­ing­arnar við Hring­braut sem end­ur­hæf­ing­ar­úr­ræði eða hjúkr­un­ar­heim­ili.

Sjúkra­húsin á lands­byggð­inni verði sér­stak­lega efld ásamt því að standa vörð um aðgengi að einka­rek­inni heil­brigð­is­þjón­ustu, aðeins þannig er hægt að ná fram sam­legð­ar­á­hrifum til hags­bóta.

Ályktun 5 – Heim­ilum verði veitt skjól

Heim­ilum sem orðið hafa fyrir tekju­falli verði veitt skjól meðan náð er utan um vand­ann og var­an­legar lausnir fundnar vegna áhrifa veiru­far­ald­urs­ins.

  1. Lækka stað­greiðslu skatta, tekju­skatt og útsvar í 24% til loka árs 2021.
  2. Greiðslur vaxta og verð­bóta vegna fast­eigna­lána atvinnu­lausra falli niður í allt að 18 mán­uði.
  3. Vísi­tölu­hækk­anir verði bann­aðar tíma­bund­ið.
  4. Afnema skal skerð­ingar á greiðslum til eldri borg­ara og líf­eyr­is­þega.



Ályktun 6 – Tryggja óskorað vald yfir auð­lindum þjóð­ar­innar

  1. Hafna frek­ari inn­leið­ingu á orku­stefnu ESB.
  2. Aft­ur­kalla sam­þykkt um 3. orku­pakk­ann.
  3. Koma í veg fyrir fram­sal rík­is­valds til erlendra stofn­ana.

Ályktun 7 – Efl­ing lög­gæslu og landamæra­vörslu

Aukn­ing skipu­lagðra glæpa og vís­bend­ingar um aukna starf­semi erlendra afbrota­hópa hér­lendis kalla á öflug við­brögð í lög­gæslu. Á und­an­förnum árum hefur áhættu­mat grein­ing­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra sýnt að áhætta vegna helstu brota­flokka skipu­lagðar glæp­a­starf­semi fari hratt vax­andi hér­lend­is. Í nýlegri skýrslu deild­ar­innar var áhættan af þessu metin gíf­ur­leg og verður vart tekið sterkar til orða á þeim vett­vangi. Bendir grein­ing­ar­deildin á að skipu­lögð glæp­a­starf­semi sé oft fjöl­þjóð­leg í eðli sínu. Upp­lýs­ingar grein­ing­ar­deildar benda til að umsvif erlendra glæpa­hópa fari vax­andi. Helst hafa þeir látið að sér kveða í fram­leiðslu, sölu og inn­flutn­ingi ólög­legra fíkni­efna, en einnig í vændi, mansali, ýmis konar mis­beit­ingu og inn­brot­um.

Nauð­syn­legt er að styrkja og efla lög­regl­una í land­inu til að takast á við þessa ógn og vegna fjöl­margra nýrra áskor­anna í lög­gæslu. Ekki verður unað lengur við fækkun lög­reglu­manna. Lög­reglan verður að búa við við­un­andi starfs­skil­yrði með nægum mann­afla, tækjum og bún­aði svo unnt sé að efla frum­kvæð­is­vinnu og for­varn­ar­starf lög­reglu og til þess að með­ferðir og rann­sóknir alvar­legri mála taki sem skemmstan tíma. Þá þjónar eft­ir­lit lög­reglu á landa­mærum mjög mik­il­vægu hlut­verki og þarf að styrkja.

Ályktun 8 – Aukin með­ferð­ar­úr­ræði

Verið er að vinna gott starf í vímu­efna­með­ferð og stuðn­ingi við fólk í bata en ljóst er að biðin eftir aðstoð­inni er algjör­lega óvið­un­andi löng og þarf að laga þann þátt taf­ar­laust. Biðin kostar manns­líf og það ekki fá.

Ályktun 9 – Mál­efni hæl­is­leit­enda

Mið­flokk­ur­inn krefst taf­ar­lausra úrbóta í með­ferð umsókna hæl­is­leit­enda. Í því skyni verði þegar í stað:

  1. Tekin upp 48 stunda regla að norskri fyr­ir­mynd.
  2. Dyfl­in­ar­reglu­gerð verði fylgt og umsóknir hæl­is­leit­enda afgreiddar í því Evr­ópu­landi sem umsækj­and­inn kemur fyrst til.
  3. Ísland taki upp eigið landamæra­eft­ir­lit meðan skikki er komið á mála­flokk­inn.



Ályktun 10 – Mik­il­vægi nýsköp­unar

Mið­flokk­ur­inn styður dyggi­lega við hvers konar fram­þróun og nýsköp­un.

Mið­flokk­ur­inn telur þó að fyr­ir­liggj­andi frum­varp Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráð­herra um opin­beran stuðn­ing við nýsköpun sem inni­ber að leggja niður Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands sé samið án full­nægj­andi grein­ing­ar­vinnu á ráð­stöfun opin­bers fjár­magns til rann­sóknar og þró­unar og án full­nægj­andi sam­an­burðar við sam­bæri­leg kerfi í öðrum lönd­um.

Það er auk þess gert án full­nægj­andi kostn­að­ar­grein­ingar á fyr­ir­hug­uðum breyt­ingum á fyr­ir­komu­lagi tækni­rann­sókna til fram­tíðar og starf­semi nauð­syn­legra rann­sókna­stofn­ana atvinnu­veg­anna. Þá vantar fag­lega grein­ingu á hvar helstu tæki­færi Íslands í tækni- og orku­rann­sóknum liggi og án þess að áætlun liggi fyrir um mark­vissan stuðn­ing við þau svið til að hámarka árangur fram­lags hins opin­bera til tækni­rann­sókna og nýsköp­unar í náinni fram­tíð.

Mið­flokk­ur­inn tel því skyn­sama­legt að fresta því að afgreiða umrætt frum­varp þar til nið­ur­stöður slíkrar grein­ing­ar­vinnu liggja fyr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent