Miðflokkurinn krefst „taf­ar­lausra úrbóta í með­ferð umsókna hæl­is­leit­enda“

Miðflokkurinn vill að dyflinarreglugerð verði fylgt á Íslandi og umsóknir hælisleitenda afgreiddar í því Evrópulandi sem umsækjandinn kemur fyrst til. Ísland taki upp eigið „landamæraeftirlit meðan skikki er komið á málaflokkinn“.

Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn vill að stofnað verði sér­stakt ráðu­neyti sem fer með mál­efni land­bún­að­ar- og mat­væla­fram­leiðslu í land­inu. Hann vill styrkja og efla lög­regl­una í land­inu og hann vill hefja und­ir­bún­ing að fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu nýs þjóð­ar­sjúkra­húss á Keldum í Reykja­vík sem hafi meðal ann­ars það hlut­verk að vera aðal­sjúkra­hús lands­ins. Flokk­ur­inn krefst taf­ar­lausra úrbóta í með­ferð umsókna hæl­is­leit­enda og að Ísland taki upp eigið landamæra­eft­ir­lit meðan skikki sé „komið á mála­flokk­inn“.

Þetta er meðal þeirra álykt­ana sem sam­þykktar voru á auka­lands­þingi Mið­flokks­ins sem haldið var í gær.

„Stefnu­mál flokks­ins eru end­ur­skoðuð á þessu auka­lands­þingi en standa þó í meg­in­at­riðum óhögguð frá lands­þing­inu 2018,“ segir í til­kynn­ingu frá flokkn­um. „Flokk­ur­inn leggur áfram þunga áherslu á að standa vörð um full­veldi þjóð­ar­inn­ar, óskorað vald yfir auð­lindum lands­ins, að búa öllum jöfn tæki­færi og miða að því að allir íbúar lands­ins eigi kost á að nýta sér þá þjón­ustu sem rík­inu ber að veita.“  Ít­ar­legri end­ur­skoðun mál­efna bíður lands­þings sem nú er stefnt á að halda næsta vor, en sú vinna heldur áfram í vet­ur, sam­kvæmt flokkn­um. 

Auglýsing


Hér fyrir neðan má lesa álykt­anir Mið­flokks­ins:

Ályktun 1 – Inn­lend mat­væla­fram­leiðsla verði stór­elfd – Nýtt ráðu­neyti

Stór­efla þarf land­búnað og inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu. Hér liggur eitt af stærstu tæki­færum þjóð­ar­innar til fram­tíðar þar sem heil­næmi mat­væla, fæðu­ör­yggi, mat­væla­ör­yggi og vist­væn orka á góðu verði munu spila lyk­il­hlut­verk. For­maður flokks­ins hefur nú nýverið mælt fyrir ítar­legri til­lögu til þings­á­lykt­unar um aðgerðir sem miða að því að styrkja rekstr­ar­af­komu mat­væla­fram­leið­enda til að verja grein­ina og þau fjöl­þættu verð­mæti sem í henni fel­ast fyrir sam­fé­lag­ið.

Þings­á­lykt­unar til­lög­una sem er aðgerða­á­ætlun í 24 liðum má í heild sinni lesa hér

Auka­lands­þing Mið­flokks­ins leggur þunga áherslu á að þessu mik­il­væga máli verði fylgt fast eft­ir.

Þá sam­þykkir auka­lands­þing Mið­flokks­ins einnig að stofnað verði sér­stakt ráðu­neyti sem fer með mál­efni land­bún­að­ar- og mat­væla­fram­leiðslu í land­inu. Þá verði fylgt fast eftir ítar­legri skoðun á því mis­ræmi sem komið hefur fram um inn­flutn­ing og tolla­mál land­bún­að­ar­af­urða.

Ályktun 2 – Mál­efni aldr­aðra

Ráð­ist verði í löngu tíma­bærar end­ur­bætur á mál­efnum eldri borg­ara.  Skerð­ingar og afar órétt­lát skatt­heimta verði afnumin ásamt því að aðskilja ber alveg mál­efni eldri borg­ara og öryrkja í orði og æði enda alls óskildir hóp­ar.

Ályktun 3 – Þöggun um eigna­sölu

Mið­flokk­ur­inn átelur harð­lega til­raunir ein­stakra ráð­herra til þögg­unar um sölu á eignum í eigu rík­is­ins og rík­is­fyr­ir­tækja. Auka­lands­þingið hvetur þing­flokk Mið­flokks­ins einnig til áfram­hald­andi bar­áttu fyrir þær þús­undir sem misstu hús­næði sitt á árunum eftir hrun.“

Ályktun 4 – Nýtt þjóð­ar­sjúkra­hús á Keldum í Reykja­vík

Mið­flokk­ur­inn vill hefja und­ir­bún­ing að fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu nýs þjóð­ar­sjúkra­húss á Keldum í Reykja­vík sem hafi m.a. það hlut­verk að vera aðal­sjúkra­hús lands­ins. Núver­andi bygg­ingar við Hring­braut verði nýttar sem umdæm­is- eða hér­aðs­sjúkra­hús, auk þess er hægt að nýta bygg­ing­arnar við Hring­braut sem end­ur­hæf­ing­ar­úr­ræði eða hjúkr­un­ar­heim­ili.

Sjúkra­húsin á lands­byggð­inni verði sér­stak­lega efld ásamt því að standa vörð um aðgengi að einka­rek­inni heil­brigð­is­þjón­ustu, aðeins þannig er hægt að ná fram sam­legð­ar­á­hrifum til hags­bóta.

Ályktun 5 – Heim­ilum verði veitt skjól

Heim­ilum sem orðið hafa fyrir tekju­falli verði veitt skjól meðan náð er utan um vand­ann og var­an­legar lausnir fundnar vegna áhrifa veiru­far­ald­urs­ins.

  1. Lækka stað­greiðslu skatta, tekju­skatt og útsvar í 24% til loka árs 2021.
  2. Greiðslur vaxta og verð­bóta vegna fast­eigna­lána atvinnu­lausra falli niður í allt að 18 mán­uði.
  3. Vísi­tölu­hækk­anir verði bann­aðar tíma­bund­ið.
  4. Afnema skal skerð­ingar á greiðslum til eldri borg­ara og líf­eyr­is­þega.Ályktun 6 – Tryggja óskorað vald yfir auð­lindum þjóð­ar­innar

  1. Hafna frek­ari inn­leið­ingu á orku­stefnu ESB.
  2. Aft­ur­kalla sam­þykkt um 3. orku­pakk­ann.
  3. Koma í veg fyrir fram­sal rík­is­valds til erlendra stofn­ana.

Ályktun 7 – Efl­ing lög­gæslu og landamæra­vörslu

Aukn­ing skipu­lagðra glæpa og vís­bend­ingar um aukna starf­semi erlendra afbrota­hópa hér­lendis kalla á öflug við­brögð í lög­gæslu. Á und­an­förnum árum hefur áhættu­mat grein­ing­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra sýnt að áhætta vegna helstu brota­flokka skipu­lagðar glæp­a­starf­semi fari hratt vax­andi hér­lend­is. Í nýlegri skýrslu deild­ar­innar var áhættan af þessu metin gíf­ur­leg og verður vart tekið sterkar til orða á þeim vett­vangi. Bendir grein­ing­ar­deildin á að skipu­lögð glæp­a­starf­semi sé oft fjöl­þjóð­leg í eðli sínu. Upp­lýs­ingar grein­ing­ar­deildar benda til að umsvif erlendra glæpa­hópa fari vax­andi. Helst hafa þeir látið að sér kveða í fram­leiðslu, sölu og inn­flutn­ingi ólög­legra fíkni­efna, en einnig í vændi, mansali, ýmis konar mis­beit­ingu og inn­brot­um.

Nauð­syn­legt er að styrkja og efla lög­regl­una í land­inu til að takast á við þessa ógn og vegna fjöl­margra nýrra áskor­anna í lög­gæslu. Ekki verður unað lengur við fækkun lög­reglu­manna. Lög­reglan verður að búa við við­un­andi starfs­skil­yrði með nægum mann­afla, tækjum og bún­aði svo unnt sé að efla frum­kvæð­is­vinnu og for­varn­ar­starf lög­reglu og til þess að með­ferðir og rann­sóknir alvar­legri mála taki sem skemmstan tíma. Þá þjónar eft­ir­lit lög­reglu á landa­mærum mjög mik­il­vægu hlut­verki og þarf að styrkja.

Ályktun 8 – Aukin með­ferð­ar­úr­ræði

Verið er að vinna gott starf í vímu­efna­með­ferð og stuðn­ingi við fólk í bata en ljóst er að biðin eftir aðstoð­inni er algjör­lega óvið­un­andi löng og þarf að laga þann þátt taf­ar­laust. Biðin kostar manns­líf og það ekki fá.

Ályktun 9 – Mál­efni hæl­is­leit­enda

Mið­flokk­ur­inn krefst taf­ar­lausra úrbóta í með­ferð umsókna hæl­is­leit­enda. Í því skyni verði þegar í stað:

  1. Tekin upp 48 stunda regla að norskri fyr­ir­mynd.
  2. Dyfl­in­ar­reglu­gerð verði fylgt og umsóknir hæl­is­leit­enda afgreiddar í því Evr­ópu­landi sem umsækj­and­inn kemur fyrst til.
  3. Ísland taki upp eigið landamæra­eft­ir­lit meðan skikki er komið á mála­flokk­inn.Ályktun 10 – Mik­il­vægi nýsköp­unar

Mið­flokk­ur­inn styður dyggi­lega við hvers konar fram­þróun og nýsköp­un.

Mið­flokk­ur­inn telur þó að fyr­ir­liggj­andi frum­varp Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráð­herra um opin­beran stuðn­ing við nýsköpun sem inni­ber að leggja niður Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands sé samið án full­nægj­andi grein­ing­ar­vinnu á ráð­stöfun opin­bers fjár­magns til rann­sóknar og þró­unar og án full­nægj­andi sam­an­burðar við sam­bæri­leg kerfi í öðrum lönd­um.

Það er auk þess gert án full­nægj­andi kostn­að­ar­grein­ingar á fyr­ir­hug­uðum breyt­ingum á fyr­ir­komu­lagi tækni­rann­sókna til fram­tíðar og starf­semi nauð­syn­legra rann­sókna­stofn­ana atvinnu­veg­anna. Þá vantar fag­lega grein­ingu á hvar helstu tæki­færi Íslands í tækni- og orku­rann­sóknum liggi og án þess að áætlun liggi fyrir um mark­vissan stuðn­ing við þau svið til að hámarka árangur fram­lags hins opin­bera til tækni­rann­sókna og nýsköp­unar í náinni fram­tíð.

Mið­flokk­ur­inn tel því skyn­sama­legt að fresta því að afgreiða umrætt frum­varp þar til nið­ur­stöður slíkrar grein­ing­ar­vinnu liggja fyr­ir.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent