„Látum Amazon borga“

Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.

Amazon Go
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands er þátt­tak­andi í alþjóð­legri her­ferð undir yfir­skrift­inni Make Amazon Pay eða Látum Amazon borga. Til­efnið er óásætt­an­leg fram­koma risa­fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart starfs­fólki sínu. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ í dag. 

Efnt verður til aðgerða þann 27. nóv­em­ber næst­kom­andi, á svörtum föstu­degi eða Black Fri­day eins og dag­ur­inn kall­ast á enskri tungu, sem er einn stærsti versl­un­ar­dagur Banda­ríkja­manna og hefur jafn­framt fest sig í sessi sem útsölu­dagur hér á landi og víð­ar. 

Í til­kynn­ing­unni segir að starfs­menn Amazon muni efna til mót­mæla og jafn­vel verk­falla á starfs­stöðvum Amazon víða um heim og í kjöl­farið muni þing­menn í fjöl­mörgum löndum ljá átak­inu rödd sína og sam­ein­ast um til­lögur til laga­breyt­inga sem myndu tryggja rétt­indi og kjör starfs­fólks. 

Auglýsing

Þetta eru kröf­urnar sem lagðar eru fram:

  • Kjör og rétt­indi starfs­fólks: þ.e. sann­gjörn laun, hlé á vinnu­tíma, öryggi á vinnu­stað og veik­inda­rétt­ur.
  • Starfs­ör­yggi: m.a. með því að hætta laus­ráðn­ingum og gervi­verk­töku og tryggja gagn­sæja ferla fyrir kvart­an­ir.
  • Virð­ing fyrir rétt­indum launa­fólks: m.a. með því að hætta skipu­lögðu nið­ur­broti stétt­ar­fé­laga, við­ur­kenna samn­ings­rétt launa­fólks og tryggja sam­ráð við full­trúa launa­fólks.
  • Sjálf­bærni í rekstri: m.a. með því að stefna að kolefn­is­hlut­leysi fyrir 2030, inn­leiða rétt­lát umskipti og hætta að styðja við mál­stað þeirra sem afneita lofts­lags­breyt­ing­um.
  • Greiða til sam­fé­lags­ins: m.a. með því að greiða skatta í þeim löndum sem Amazon starfar í, hætta að nota skatta­skjól og draga úr ein­ok­un.

Meðal þeirra sem hafa stað­fest þátt­töku sínu í átak­inu eru ITUC, Public Services International og Amazon Wor­kers International. Þátt­taka ASÍ var sam­þykkt á fundi mið­stjórnar 4. nóv­em­ber 2020, að því er fram kemur hjá sam­band­in­u. 

Starfs­fólkið lætur í sér heyra

„Amazon er eitt valda­mesta stór­fyr­ir­tæki í heimi með vinnu­stöðvar í fjórtán löndum en starf­semin teygir sig um allan heim, þ. á m. til Íslands. For­stjóri Amazon er rík­asti maður heims og hefur COVID-far­ald­ur­inn aukið mjög á auð­æfi hans vegna auk­inna heim­send­inga. Sam­hliða hefur verið dregið fram í dags­ljósið hversu illa búið er að starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins. Heilsu þess og öryggi er ítrekað stefnt í hættu. Sem dæmi má nefna að einn starfs­maður á að skanna þrjá­tíu send­ingar á færi­bandi á einni mín­útu, undir raf­rænu eft­ir­liti, og fær aðeins tvær fimmtán mín­útna pásur á dag. Inni­falið í henni er að koma sér til og frá mat­ar­að­stöðu starfs­manna sem getur tekið allt að því allan tím­ann. Slysa­tíðni er há. 

Starfs­fólk Amazon víða um heim hefur látið meira í sér heyra og sent frá sér ákall um bætt starfs­um­hverfi. Með átaki Progressive International er mark­miðið að taka undir með kröfum þeirra og þrýsta á breyt­ing­ar. Íslend­ingar eru not­endur Amazon og mik­il­vægt að upp­lýsa okkar félaga og íslenska neyt­endur um aðbúnað og aðstöðu launa­fólks hjá fyr­ir­tæk­in­u,“ segir í til­kynn­ingu ASÍ. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent