Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“

Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.

Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Auglýsing

Sautján skip­stjórar og stýri­menn hjá Sam­herja hafa sent frá sér yfir­lýs­ingu, þar sem þeir segja umræðu um COVID-19 smit um borð í tog­ar­anum Júl­íus Geir­munds­syni hafa skaðað ímynd sjó­manna­stétt­ar­inn­ar. Auk þess segja þeir „af­leitt“ að þeirra eigið stétt­ar­fé­lag hafi ákveðið að kæra sinn eigin félags­mann, skip­stjóra tog­ar­ans, til lög­reglu.

„Fyrir vikið erum við skip­stjórn­ar­menn án málsvara og stétt­ar­fé­lags um þessar mundir um allt það er varðar aðbúnað og vinnu­lag um borð í fiski­skip­um. Félagið okkar hefur dæmt sig úr leik í þeirri umræð­u,“ segja skip­stjórn­endur Sam­herja og bæta við að það hljóti að vera eins­dæmi að stétt­ar­fé­lag fari þá leið að kæra eigin félags­mann og ein­ungis einn eða tveir menn hjá félag­inu komi að þeirri ákvörð­un.

Nokkur stétt­ar­fé­lög stóðu saman að lög­reglu­kæru á hendur Hrað­frysti­hús­inu Gunn­vör, útgerð Júl­í­usar Geir­munds­son­ar, og kröfð­ust einnig sjó­prófs í mál­inu. Það voru Verka­lýðs­fé­lags Vest­fjarða, Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna­sam­band Íslands, VM - félag vél­stjóra og málm­tækni­manna auk Félags skip­stjórn­ar­manna.

Auglýsing

„Öllum er ljóst að mál Júl­í­usar Geir­munds­sonar hefði alltaf farið þá leið sem það fór, þ.e. til lög­reglu og svo í [s]jó­próf. Stétt­ar­fé­lög ann­arra í áhöfn­inni hefðu örugg­lega farið þá leið til að leita réttar skjól­stæð­inga sinna. Félag skip­stjórn­ar­manna tók af þeim „ómak­ið“ af ein­hverjum und­ar­legum ástæð­u­m,“ segir í yfir­lýs­ingu skip­stjórn­ar­mann­anna, sem birt­ist á vef Sam­herja í dag.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að skip­stjórn­ar­menn­irnir ætli ekki að leggja mat á mál skip­stjóra Júl­í­usar Geir­munds­son­ar, sem sé for­dæma­laust á for­dæma­lausum tímum og þarfn­ist ítar­legrar skoð­un­ar, en sé í sínum rétta far­vegi.

Umfjöllun gefi ranga mynd

Skip­stjórn­ar­menn­irnir vilja samt koma því á fram­færi að við­töl sem hafi birst í sjón­varpi eftir sjó­prófin í mál­inu og umfjöllun í bæði fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum gefi kol­ranga mynd af raun­veru­leik­anum til sjós.

„Varpað hefur verið upp þeirri mynd að hrein­lega sé farið illa með menn til sjós og að þeir séu rétt­litlir eða rétt­lausir um borð. Slíkar rang­færslur er eitt­hvað sem við getum ekki sætt okkur við, því ekk­ert er fjær sann­i,“ segja skip­stjórn­ar­menn­irn­ir.Þeir segja margt hafa breyst til sjós síð­ustu ár og ára­tugi og allt hafi það verið batn­aðar og allar slíkar breyt­ingar stuðli að því að „skila ánægðri áhöfn heilli heim til fjöl­skyldu og vina að lok­inni veiði­ferð.“

Gullin regla í hávegum höfð

„Þú færð engu áorkað á íslenskum vinnu­mark­aði árið 2020 með hót­unum eða her­valdi, hvorki í landi né á sjó. Lög­fræð­ingur stétt­ar­fé­laga sjó­manna og þar með talið lög­fræð­ingur Félags skip­stjórn­ar­manna ýjaði samt að því í sjón­varps­við­tali mánu­dag­inn 23. nóv­em­ber sl. að að sú væri raunin til sjós. Það er fjar­stæða,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þar segir einnig að skip­stjóri eða stýri­maður reki engan til vinnu ef við­kom­andi treysti sér ekki til þess. Það sé hin gullna regla sem sé í hávegum höfð til sjós.

„Líf okkar sjó­manna verður alltaf öðru­vísi en þeirra sem vinna í landi. Við erum fjarri sjúkra­húsi og lækn­is­þjón­ustu, slökkvi­liði og lög­reglu. Ef eitt­hvað bjátar á þurfum við oft að treysta á okkur sjálfa til að leysa þau vanda­mál sem upp koma. Það reynum við alltaf að gera eftir bestu vit­und, með öryggi áhafnar og skips að leið­ar­ljósi. Og það gerum við með allri þeirri aðstoð sem okkur býðst. Sú aðstoð fer stöðugt vax­andi, þökk sé örum tækni­fram­förum og mark­vissri upp­bygg­ingu fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu. Okkur er mjög umhugað um heill og heil­brigði allra í áhöfn­inni. Áhöfnin er ein órofa liðs­heild. Hót­anir og her­vald koma þar hvergi við sög­u,“ segja skip­stjórn­endur hjá Sam­herja einnig, í yfir­lýs­ingu sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent