Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“

Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.

Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Auglýsing

Sautján skip­stjórar og stýri­menn hjá Sam­herja hafa sent frá sér yfir­lýs­ingu, þar sem þeir segja umræðu um COVID-19 smit um borð í tog­ar­anum Júl­íus Geir­munds­syni hafa skaðað ímynd sjó­manna­stétt­ar­inn­ar. Auk þess segja þeir „af­leitt“ að þeirra eigið stétt­ar­fé­lag hafi ákveðið að kæra sinn eigin félags­mann, skip­stjóra tog­ar­ans, til lög­reglu.

„Fyrir vikið erum við skip­stjórn­ar­menn án málsvara og stétt­ar­fé­lags um þessar mundir um allt það er varðar aðbúnað og vinnu­lag um borð í fiski­skip­um. Félagið okkar hefur dæmt sig úr leik í þeirri umræð­u,“ segja skip­stjórn­endur Sam­herja og bæta við að það hljóti að vera eins­dæmi að stétt­ar­fé­lag fari þá leið að kæra eigin félags­mann og ein­ungis einn eða tveir menn hjá félag­inu komi að þeirri ákvörð­un.

Nokkur stétt­ar­fé­lög stóðu saman að lög­reglu­kæru á hendur Hrað­frysti­hús­inu Gunn­vör, útgerð Júl­í­usar Geir­munds­son­ar, og kröfð­ust einnig sjó­prófs í mál­inu. Það voru Verka­lýðs­fé­lags Vest­fjarða, Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna­sam­band Íslands, VM - félag vél­stjóra og málm­tækni­manna auk Félags skip­stjórn­ar­manna.

Auglýsing

„Öllum er ljóst að mál Júl­í­usar Geir­munds­sonar hefði alltaf farið þá leið sem það fór, þ.e. til lög­reglu og svo í [s]jó­próf. Stétt­ar­fé­lög ann­arra í áhöfn­inni hefðu örugg­lega farið þá leið til að leita réttar skjól­stæð­inga sinna. Félag skip­stjórn­ar­manna tók af þeim „ómak­ið“ af ein­hverjum und­ar­legum ástæð­u­m,“ segir í yfir­lýs­ingu skip­stjórn­ar­mann­anna, sem birt­ist á vef Sam­herja í dag.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að skip­stjórn­ar­menn­irnir ætli ekki að leggja mat á mál skip­stjóra Júl­í­usar Geir­munds­son­ar, sem sé for­dæma­laust á for­dæma­lausum tímum og þarfn­ist ítar­legrar skoð­un­ar, en sé í sínum rétta far­vegi.

Umfjöllun gefi ranga mynd

Skip­stjórn­ar­menn­irnir vilja samt koma því á fram­færi að við­töl sem hafi birst í sjón­varpi eftir sjó­prófin í mál­inu og umfjöllun í bæði fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum gefi kol­ranga mynd af raun­veru­leik­anum til sjós.

„Varpað hefur verið upp þeirri mynd að hrein­lega sé farið illa með menn til sjós og að þeir séu rétt­litlir eða rétt­lausir um borð. Slíkar rang­færslur er eitt­hvað sem við getum ekki sætt okkur við, því ekk­ert er fjær sann­i,“ segja skip­stjórn­ar­menn­irn­ir.Þeir segja margt hafa breyst til sjós síð­ustu ár og ára­tugi og allt hafi það verið batn­aðar og allar slíkar breyt­ingar stuðli að því að „skila ánægðri áhöfn heilli heim til fjöl­skyldu og vina að lok­inni veiði­ferð.“

Gullin regla í hávegum höfð

„Þú færð engu áorkað á íslenskum vinnu­mark­aði árið 2020 með hót­unum eða her­valdi, hvorki í landi né á sjó. Lög­fræð­ingur stétt­ar­fé­laga sjó­manna og þar með talið lög­fræð­ingur Félags skip­stjórn­ar­manna ýjaði samt að því í sjón­varps­við­tali mánu­dag­inn 23. nóv­em­ber sl. að að sú væri raunin til sjós. Það er fjar­stæða,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þar segir einnig að skip­stjóri eða stýri­maður reki engan til vinnu ef við­kom­andi treysti sér ekki til þess. Það sé hin gullna regla sem sé í hávegum höfð til sjós.

„Líf okkar sjó­manna verður alltaf öðru­vísi en þeirra sem vinna í landi. Við erum fjarri sjúkra­húsi og lækn­is­þjón­ustu, slökkvi­liði og lög­reglu. Ef eitt­hvað bjátar á þurfum við oft að treysta á okkur sjálfa til að leysa þau vanda­mál sem upp koma. Það reynum við alltaf að gera eftir bestu vit­und, með öryggi áhafnar og skips að leið­ar­ljósi. Og það gerum við með allri þeirri aðstoð sem okkur býðst. Sú aðstoð fer stöðugt vax­andi, þökk sé örum tækni­fram­förum og mark­vissri upp­bygg­ingu fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu. Okkur er mjög umhugað um heill og heil­brigði allra í áhöfn­inni. Áhöfnin er ein órofa liðs­heild. Hót­anir og her­vald koma þar hvergi við sög­u,“ segja skip­stjórn­endur hjá Sam­herja einnig, í yfir­lýs­ingu sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent