Óskað eftir að hækka heimild ríkissjóð til að taka lán í erlendri mynt í 360 milljarða króna

Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Í nýju fjár­auka­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar er óskað eftir því að ríkið fái heim­ild til að taka lán upp á allt að 360 millj­örðum króna í erlendri mynt á þessu ári. Fyrir var heim­ildin 140 millj­arðar króna og því er um aukn­ingu upp á 220 millj­arða króna að ræða. 

Í fjár­lögum árs­ins 2020 var heim­ild fyrir lang­tíma­lán­töku upp á 40 millj­arða króna og til við­bótar var sér­stök heim­ild til erlendrar lán­töku upp á 100 millj­arða króna. Í fjár­auka­laga­frum­varpi sem lagt var fram í mars var almenna láns­fjár­heim­ildin hækkuð og í grein­ar­gerð sem fylgdi með því kom fram að vegna óvissu um mögu­legt umfang aðgerða vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og end­an­legrar fjár­þarfar rík­is­ins gæti láns­fjár­þörfin auk­ist veru­lega þegar líða tæki á árið. 

Í grein­ar­gerð með nýjasta fjár­auka­laga­frum­varp­inu, sem var lagt fram í gær, segir að nú liggi fyrir end­ur­skoðað mat á láns­fjár­þörf rík­is­sjóðs og ljóst sé að leita þarf auk­inna heim­ilda. „Láns­fjár­heim­ildin er til að mæta lang­tíma­lán­tök­um, sem fyrst og fremst eru útgefin rík­is­bréf, nettó­aukn­ingu á útistand­andi víxlum og annarri skamm­tíma­fjár­mögn­un, en hluta af útistand­andi skamm­tíma­fjár­mögnun kann að vera breytt í lengri tíma fjár­mögnun fyrir árs­lok.“

Auglýsing
Þegar fjár­lög fyrir árið 2020 voru sam­þykkt í fyrra var gert ráð fyrir að fjár­þörf rík­is­sjóðs yrði 65 millj­arðar króna á þessu ári. Svo skall á heims­far­ald­ur, með til­heyr­andi kreppu­á­hrif­um, og end­ur­mat á fjár­þörf rík­is­sjóðs gerir nú ráð fyrir að fjár­þörfin í ár sé 359 millj­arðar króna. 

Hag­stæðir vextir í boði

Í grein­ar­gerð­inni segir að sjóðs­staða rík­is­sjóðs sé góð um þessar mund­ir. Inn­lendar inn­stæður í Seðla­banka séu um 110 millj­örðum króna nú í lok nóv­em­ber. Því til við­bótar á rík­is­sjóður um 220 millj­arða króna í erlendum inn­stæðum sem unnt sé að nýta að hluta til að mæta fjár­þörf hans og myndi það að óbreyttu draga úr inn­lendri lán­töku. Nýt­ing gjald­eyr­is­eigna að hluta gætu falið í sér að þær við­bót­ar­heim­ildir sem verið er að óska eft­ir, að taka erlend lán fyrir allt að 360 millj­arða króna innan árs­ins, yrðu ekki nýttar til full­s. 

Heild­ar­skuldir rík­is­sjóðs verða um 1.251 millj­arðar króna í árs­lok 2020 gangi end­ur­skoð­aðar áætl­anir eftir og skulda­hlut­fall hans um 34,6 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. Það er kúvend­ing frá því sem stefnt var að í fjár­lögum árs­ins 2020 þegar stefnt var að því að skuldir rík­is­sjóðs yrðu 820 millj­arðar króna um næstu ára­mót. Því verða skuldir rík­is­sjóðs um kom­andi ára­mót 431 millj­arði króna hærri en lagt var upp með á fjár­lögum þessa árs. 

Í fjár­lögum árs­ins 2020 var ekki gert ráð fyrir erlendri lán­töku rík­is­sjóðs á árinu. Rík­is­sjóður gaf engu að síður út skulda­bréf í maí 2020 að fjár­hæð 500 millj­ónir evra sem sam­svar­aði um 76 millj­örðum króna, en það skulda­bréf ber 0,625 pró­sent fasta vexti og er ein af þremur útistand­andi jafn stórum skulda­bréfa­út­gáfum rík­is­sjóðs í evr­um. 

Vextir hafa lækkað mikið vegna far­ald­urs­ins. Í grein­ar­gerð með fjár­auka­laga­frum­varp­inu segir að af þeim sökum hækki vaxta­gjöld árs­ins hlut­falls­lega umtals­vert minna en skuld­ir. „Áætluð skulda­staða rík­is­sjóðs í árs­lok 2020 er um 53 pró­sent hærri en reiknað var með í fjár­lögum á meðan vaxta­gjöld og verð­bætur eru aðeins um 3,5 pró­sent hærri.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent