Raunframlög til Landspítalans á hvern íbúa hafa minnkað

Framlög ríkissjóðs til Landspítalans hafa ekki haldist í takt við verð- og mannfjöldaþróun í ár og munu líklega ekki gera það á næsta ári heldur, ef miðað er við árið 2019.

Aðalbygging Landspítalans
Aðalbygging Landspítalans
Auglýsing

Í ár er búist við að ríkið verji 187 þús­und krónum á hvern íbúa í rekstur Land­spít­al­ans, en það er rúmum fimm þús­und krónum minna en í fyrra á föstu verð­lagi. Einnig má búast við að útgjöld til spít­al­ans á næsta ári verði minni en árin 2019 og 2018, ef tekið er til­lit til mann­fjölda og verð­lags. 

Þetta kemur fram ef árs­reikn­ingar Land­spít­al­ans eru bornir saman við mann­fjölda­tölur Hag­stofu og vísi­tölu neyslu­verðs. Sam­kvæmt árs­reikn­ing­unum hafa árleg rík­is­fram­lög til Land­spít­al­ans tvö­fald­ast á síð­ustu árum í krónum talið, eða úr 33 millj­örðum króna árið 2010 í 66 millj­arða króna árið 2019. Í nýrri fjár­hags­á­ætlun Land­spít­al­ans kemur einnig fram að rík­is­sjóður býst við að verja 68 millj­örðum króna í rekstur hans í ár.

Auglýsing

Hins veg­ar, þrátt fyrir mikla krónu­tölu­hækk­un, er hún ekki jafn­mikil ef tekið er til­lit til verð­lags og mann­fjölg­unar á síð­ustu tíu árum. Þró­un­ina má sjá á mynd hér að neð­an, en sam­kvæmt henni héld­ust þau nær óbreytt á milli 2010 og 2013, þar sem þau námu um 140 þús­und krónum á hvern íbúa á verð­lagi 2020. 

Allar tölur eru núvirtar yfir á verðlag þessa árs. Heimild: Ársreikningar Landspítalans, fjárhagsáætlun Landspítalans og Hagstofa.

Á árunum 2017, 2018 og 2019 hafa svo rík­is­út­gjöldin auk­ist umfram verð­bólgu og mann­fjölg­un, en með nokkuð hæg­ari takti en á árunum á und­an. í fyrra varði rík­is­sjóður svo mestum fjár­munum í rekstur Land­spít­al­ans að raun­gildi, en þá námu þau um 193 þús­undum króna á hvern íbúa á verð­lagi þessa árs. Í ár er hins vegar útlit fyrir að þau lækki um rúmar fimm þús­und krónur og verði 187 þús­und krónur á íbúa, miðað við fjár­hags­á­ætlun Land­spít­al­ans.

Í fjár­laga­frum­varpi til næsta árs er svo gert ráð fyrir að 72 millj­arða króna fram­lagi til rekst­urs á Land­spít­al­an­um. Ef miðað er við mann­fjölda­spá Hag­stofu fyrir árið 2021 og gert er ráð fyrir 3 pró­senta verð­bólgu á tíma­bil­inu jafn­gildir það fram­lag um 189 þús­undum króna á hvern íbúa á verð­lagi þessa árs. Því yrði fram­lagið hærra en í ár, en þó lægra en árin 2019 og 2018.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent