Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar

Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Frum­varp Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, um að hámarks­hraði bíla­um­ferðar í þétt­býli verði að jafn­aði 30 kíló­metrar á klukku­stund nema gild rök séu færð fyrir því að hrað­inn þurfi að vera hærri, hefur vakið athygli og var til tölu­verðrar umræðu í lið­inni viku, eins og mál tengd bílum verða oft í íslensku sam­fé­lagi.

Ef frum­varpið yrði að lögum myndi Ísland feta í fót­spor bæði Hollands og Spánar, sem nýlega hafa boðað aðgerðir í þá átt að lækka hámarks­hraða í þétt­býli á lands­vísu, í anda stefnu sem mörkuð í svo­kall­aðri Stokk­hólms­yf­ir­lýs­ingu um umferð­ar­ör­yggi. Hún var und­ir­rituð í febr­úar og varð svo hluti af ályktun sem sam­þykkt var á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna í ágúst.

Aðild­ar­ríki álykt­un­ar­inn­ar, Ísland þar á með­al, ein­setja sér að ná stjórn á hraðakstri með því meðal ann­ars að hafa leyfðan hámarks­hraða 30 kíló­metra á klukku­stund á svæðum þar sem við­kvæmir veg­far­endur eru innan um bif­reið­ar. Þetta á þó ekki við þar sem gild rök eru fyrir því að leyfa meiri hraða.

Auglýsing

„Sú við­leitni að draga almennt úr hraðakstri mun hafa jákvæð áhrif á loft­gæði og lofts­lags­breyt­ingar auk þess sem hún er nauð­syn­leg til að fækka dauðs­föllum og slysum í umferð­inn­i,“ segir um þetta atriði í Stokk­hólms­yf­ir­lýs­ing­unni, sem Andrés Ingi vitnar til í grein­ar­gerð með frum­varp­inu.

Með frum­varp­inu er verið að færa til núll­punkt­inn varð­andi umferð­ar­hraða í þétt­býli, sem er í dag 50 km/klst., þannig að ekki þurfi að færa rök fyrir því að hafa hámarks­hrað­ann lægri, eins og þarf að gera í dag. 30 kíló­metrar á klukku­stund verði ein­fald­ega nýja normið og færa þurfi gild rök fyrir því að leyfður hraði á götum í þétt­býli eigi að vera meiri.

„Ólafur hefur greini­lega bara ekki lesið mál­ið“

Þing­mað­ur­inn segir í sam­tali við Kjarn­ann að með frum­varp­inu sé hann ekki að leggja til að hámarks­hraði í þétt­býli verði alls staðar 30 kíló­metrar á klukku­stund og hvergi verði heim­ilt að keyra hrað­ar, eins og ef til vill mátti ráða af umfjöllun og umræðu um frum­varpið í lið­inni viku, meðal ann­ars útvarps­við­tali við Ólaf Guð­munds­son vara­borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þætt­inum Reykja­vík síð­degis á Bylgj­unni á fimmtu­dag.

„Ólafur hefur greini­lega bara ekki lesið mál­ið. Flest sem hann sagði í þessu við­tali er bara ekk­ert í þessu frum­varpi. Hann sagði til dæmis að við yrðum hérna öll keyr­andi um á 30, en það er bara alls ekki mál­ið, ekki frekar en að við séum að keyra öll á 50 í dag, þó að það sé hámarks­hrað­inn í þétt­býl­i,“ segir Andrés Ingi, sem bætir við að það sé „pínu vand­ræða­legt“ að þessar rang­færslur Ólafs hafi komið fram í þætti á sömu útvarps­stöð og hann sjálfur ræddi þing­málið í vik­unni.

„Ég mætti í Bítið á þriðju­dag­inn og fór vel yfir þetta og ef þátta­stjórn­endur hefðu hlustað á Bítið hefðu þeir getað stoppað Ólaf í þess­ari dellu,“ segir Andrés Ingi.

Bent er á það í grein­ar­gerð með frum­varp­inu að hraði bíla­um­ferðar í þétt­býli hafi veru­leg áhrif á mótun byggð­ar, sem um leið hafi áhrif á hegðun mann­fólks­ins.

„Eftir því sem hönnun umferð­ar­mann­virkja miðar við hærri hraða, því meira rými þarf að taka undir þau og því tor­veld­ara verður fyrir gang­andi veg­far­endur að kom­ast leiðar sinn­ar. Með þeirri breyt­ingu sem lögð er til í frum­varpi þessu er ákvörðun um hámarks­hraða færð í hendur skipu­lags­yf­ir­valda á hverjum stað. Sveit­ar­fé­lagið hefur hags­muni af því að skipu­leggja umferð á hverju svæði þannig að auk þess að tryggðar séu greiðar sam­göngur sé sköpuð aukin örygg­is­til­finn­ing sem aftur eykur líkur á að fleiri fari ferða sinna gang­andi og hjóland­i,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Einnig segir að lægri hámarks­hraði í þétt­býli sé einn helsti áhrifa­þátt­ur­inn í auknu umferð­ar­ör­yggi, ekki síst þegar komi að árekstrum á milli öku­tækja og óvar­inna veg­far­enda og bent er á að líkur á alvar­legum meiðslum eða dauð­föllum þess sem er svo óhepp­inn að verða fyrir bíl stór­aukast þegar árekstr­ar­hraði hækkar úr 30 í 50 kíló­metra á klukku­stund.

„Á meðan það er erfitt að fyr­ir­byggja öll slys er mik­il­vægt að stýra hraða þannig að sem flestir sem lenda í slysum eigi mögu­leika á að ganga heilir frá þeim,“ segir í grein­ar­gerð­inni. Þar segir einnig að þær breyt­ingar sem lagðar eru til séu í fullu sam­ræmi við mark­mið umferð­ar­laga um að vernda líf og heilsu veg­far­enda, gæta jafn­ræðis á milli sam­göngu­máta og taka til­lit til umhverf­is­sjón­ar­miða, auk þess að vera í sam­ræmi við yfir­lýs­ingar sem íslensk stjórn­völd hafi staðið að á alþjóða­vísu.

Rennur blint í sjó­inn varð­andi stuðn­ing þing­heims

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, sem eins og Andrés Ingi er fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna en stendur núna utan flokka, er eini með­flutn­ings­maður frum­varps­ins. 

Andrés seg­ist hafa sent tölvu­póst á alla þing­flokka til þess að kynna frum­varpið og bjóða öðrum að setja nafn sitt við það, eins og þing­menn og þing­flokkar gera jafnan þegar frum­vörp eru á leið inn í þing­ið, en Rósa Björk var sú eina sem svar­aði kall­in­u. 

Andrés Ingi seg­ist ekki vita hvað hann eigi að lesa í þau við­brögð, varð­andi væntan póli­tískan stuðn­ing við frum­varpið á þing­i. „Þetta voru heimt­urn­ar. Ég var ekk­ert að ganga harðar á eftir þeim, þetta er það sem við gerum venju­lega, að henda út neti og gá hvað kemur inn,“ segir Andrés Ingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent