Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar

Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Frum­varp Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, um að hámarks­hraði bíla­um­ferðar í þétt­býli verði að jafn­aði 30 kíló­metrar á klukku­stund nema gild rök séu færð fyrir því að hrað­inn þurfi að vera hærri, hefur vakið athygli og var til tölu­verðrar umræðu í lið­inni viku, eins og mál tengd bílum verða oft í íslensku sam­fé­lagi.

Ef frum­varpið yrði að lögum myndi Ísland feta í fót­spor bæði Hollands og Spánar, sem nýlega hafa boðað aðgerðir í þá átt að lækka hámarks­hraða í þétt­býli á lands­vísu, í anda stefnu sem mörkuð í svo­kall­aðri Stokk­hólms­yf­ir­lýs­ingu um umferð­ar­ör­yggi. Hún var und­ir­rituð í febr­úar og varð svo hluti af ályktun sem sam­þykkt var á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna í ágúst.

Aðild­ar­ríki álykt­un­ar­inn­ar, Ísland þar á með­al, ein­setja sér að ná stjórn á hraðakstri með því meðal ann­ars að hafa leyfðan hámarks­hraða 30 kíló­metra á klukku­stund á svæðum þar sem við­kvæmir veg­far­endur eru innan um bif­reið­ar. Þetta á þó ekki við þar sem gild rök eru fyrir því að leyfa meiri hraða.

Auglýsing

„Sú við­leitni að draga almennt úr hraðakstri mun hafa jákvæð áhrif á loft­gæði og lofts­lags­breyt­ingar auk þess sem hún er nauð­syn­leg til að fækka dauðs­föllum og slysum í umferð­inn­i,“ segir um þetta atriði í Stokk­hólms­yf­ir­lýs­ing­unni, sem Andrés Ingi vitnar til í grein­ar­gerð með frum­varp­inu.

Með frum­varp­inu er verið að færa til núll­punkt­inn varð­andi umferð­ar­hraða í þétt­býli, sem er í dag 50 km/klst., þannig að ekki þurfi að færa rök fyrir því að hafa hámarks­hrað­ann lægri, eins og þarf að gera í dag. 30 kíló­metrar á klukku­stund verði ein­fald­ega nýja normið og færa þurfi gild rök fyrir því að leyfður hraði á götum í þétt­býli eigi að vera meiri.

„Ólafur hefur greini­lega bara ekki lesið mál­ið“

Þing­mað­ur­inn segir í sam­tali við Kjarn­ann að með frum­varp­inu sé hann ekki að leggja til að hámarks­hraði í þétt­býli verði alls staðar 30 kíló­metrar á klukku­stund og hvergi verði heim­ilt að keyra hrað­ar, eins og ef til vill mátti ráða af umfjöllun og umræðu um frum­varpið í lið­inni viku, meðal ann­ars útvarps­við­tali við Ólaf Guð­munds­son vara­borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þætt­inum Reykja­vík síð­degis á Bylgj­unni á fimmtu­dag.

„Ólafur hefur greini­lega bara ekki lesið mál­ið. Flest sem hann sagði í þessu við­tali er bara ekk­ert í þessu frum­varpi. Hann sagði til dæmis að við yrðum hérna öll keyr­andi um á 30, en það er bara alls ekki mál­ið, ekki frekar en að við séum að keyra öll á 50 í dag, þó að það sé hámarks­hrað­inn í þétt­býl­i,“ segir Andrés Ingi, sem bætir við að það sé „pínu vand­ræða­legt“ að þessar rang­færslur Ólafs hafi komið fram í þætti á sömu útvarps­stöð og hann sjálfur ræddi þing­málið í vik­unni.

„Ég mætti í Bítið á þriðju­dag­inn og fór vel yfir þetta og ef þátta­stjórn­endur hefðu hlustað á Bítið hefðu þeir getað stoppað Ólaf í þess­ari dellu,“ segir Andrés Ingi.

Bent er á það í grein­ar­gerð með frum­varp­inu að hraði bíla­um­ferðar í þétt­býli hafi veru­leg áhrif á mótun byggð­ar, sem um leið hafi áhrif á hegðun mann­fólks­ins.

„Eftir því sem hönnun umferð­ar­mann­virkja miðar við hærri hraða, því meira rými þarf að taka undir þau og því tor­veld­ara verður fyrir gang­andi veg­far­endur að kom­ast leiðar sinn­ar. Með þeirri breyt­ingu sem lögð er til í frum­varpi þessu er ákvörðun um hámarks­hraða færð í hendur skipu­lags­yf­ir­valda á hverjum stað. Sveit­ar­fé­lagið hefur hags­muni af því að skipu­leggja umferð á hverju svæði þannig að auk þess að tryggðar séu greiðar sam­göngur sé sköpuð aukin örygg­is­til­finn­ing sem aftur eykur líkur á að fleiri fari ferða sinna gang­andi og hjóland­i,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Einnig segir að lægri hámarks­hraði í þétt­býli sé einn helsti áhrifa­þátt­ur­inn í auknu umferð­ar­ör­yggi, ekki síst þegar komi að árekstrum á milli öku­tækja og óvar­inna veg­far­enda og bent er á að líkur á alvar­legum meiðslum eða dauð­föllum þess sem er svo óhepp­inn að verða fyrir bíl stór­aukast þegar árekstr­ar­hraði hækkar úr 30 í 50 kíló­metra á klukku­stund.

„Á meðan það er erfitt að fyr­ir­byggja öll slys er mik­il­vægt að stýra hraða þannig að sem flestir sem lenda í slysum eigi mögu­leika á að ganga heilir frá þeim,“ segir í grein­ar­gerð­inni. Þar segir einnig að þær breyt­ingar sem lagðar eru til séu í fullu sam­ræmi við mark­mið umferð­ar­laga um að vernda líf og heilsu veg­far­enda, gæta jafn­ræðis á milli sam­göngu­máta og taka til­lit til umhverf­is­sjón­ar­miða, auk þess að vera í sam­ræmi við yfir­lýs­ingar sem íslensk stjórn­völd hafi staðið að á alþjóða­vísu.

Rennur blint í sjó­inn varð­andi stuðn­ing þing­heims

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, sem eins og Andrés Ingi er fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna en stendur núna utan flokka, er eini með­flutn­ings­maður frum­varps­ins. 

Andrés seg­ist hafa sent tölvu­póst á alla þing­flokka til þess að kynna frum­varpið og bjóða öðrum að setja nafn sitt við það, eins og þing­menn og þing­flokkar gera jafnan þegar frum­vörp eru á leið inn í þing­ið, en Rósa Björk var sú eina sem svar­aði kall­in­u. 

Andrés Ingi seg­ist ekki vita hvað hann eigi að lesa í þau við­brögð, varð­andi væntan póli­tískan stuðn­ing við frum­varpið á þing­i. „Þetta voru heimt­urn­ar. Ég var ekk­ert að ganga harðar á eftir þeim, þetta er það sem við gerum venju­lega, að henda út neti og gá hvað kemur inn,“ segir Andrés Ingi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent