Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar

Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Frum­varp Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, um að hámarks­hraði bíla­um­ferðar í þétt­býli verði að jafn­aði 30 kíló­metrar á klukku­stund nema gild rök séu færð fyrir því að hrað­inn þurfi að vera hærri, hefur vakið athygli og var til tölu­verðrar umræðu í lið­inni viku, eins og mál tengd bílum verða oft í íslensku sam­fé­lagi.

Ef frum­varpið yrði að lögum myndi Ísland feta í fót­spor bæði Hollands og Spánar, sem nýlega hafa boðað aðgerðir í þá átt að lækka hámarks­hraða í þétt­býli á lands­vísu, í anda stefnu sem mörkuð í svo­kall­aðri Stokk­hólms­yf­ir­lýs­ingu um umferð­ar­ör­yggi. Hún var und­ir­rituð í febr­úar og varð svo hluti af ályktun sem sam­þykkt var á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna í ágúst.

Aðild­ar­ríki álykt­un­ar­inn­ar, Ísland þar á með­al, ein­setja sér að ná stjórn á hraðakstri með því meðal ann­ars að hafa leyfðan hámarks­hraða 30 kíló­metra á klukku­stund á svæðum þar sem við­kvæmir veg­far­endur eru innan um bif­reið­ar. Þetta á þó ekki við þar sem gild rök eru fyrir því að leyfa meiri hraða.

Auglýsing

„Sú við­leitni að draga almennt úr hraðakstri mun hafa jákvæð áhrif á loft­gæði og lofts­lags­breyt­ingar auk þess sem hún er nauð­syn­leg til að fækka dauðs­föllum og slysum í umferð­inn­i,“ segir um þetta atriði í Stokk­hólms­yf­ir­lýs­ing­unni, sem Andrés Ingi vitnar til í grein­ar­gerð með frum­varp­inu.

Með frum­varp­inu er verið að færa til núll­punkt­inn varð­andi umferð­ar­hraða í þétt­býli, sem er í dag 50 km/klst., þannig að ekki þurfi að færa rök fyrir því að hafa hámarks­hrað­ann lægri, eins og þarf að gera í dag. 30 kíló­metrar á klukku­stund verði ein­fald­ega nýja normið og færa þurfi gild rök fyrir því að leyfður hraði á götum í þétt­býli eigi að vera meiri.

„Ólafur hefur greini­lega bara ekki lesið mál­ið“

Þing­mað­ur­inn segir í sam­tali við Kjarn­ann að með frum­varp­inu sé hann ekki að leggja til að hámarks­hraði í þétt­býli verði alls staðar 30 kíló­metrar á klukku­stund og hvergi verði heim­ilt að keyra hrað­ar, eins og ef til vill mátti ráða af umfjöllun og umræðu um frum­varpið í lið­inni viku, meðal ann­ars útvarps­við­tali við Ólaf Guð­munds­son vara­borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þætt­inum Reykja­vík síð­degis á Bylgj­unni á fimmtu­dag.

„Ólafur hefur greini­lega bara ekki lesið mál­ið. Flest sem hann sagði í þessu við­tali er bara ekk­ert í þessu frum­varpi. Hann sagði til dæmis að við yrðum hérna öll keyr­andi um á 30, en það er bara alls ekki mál­ið, ekki frekar en að við séum að keyra öll á 50 í dag, þó að það sé hámarks­hrað­inn í þétt­býl­i,“ segir Andrés Ingi, sem bætir við að það sé „pínu vand­ræða­legt“ að þessar rang­færslur Ólafs hafi komið fram í þætti á sömu útvarps­stöð og hann sjálfur ræddi þing­málið í vik­unni.

„Ég mætti í Bítið á þriðju­dag­inn og fór vel yfir þetta og ef þátta­stjórn­endur hefðu hlustað á Bítið hefðu þeir getað stoppað Ólaf í þess­ari dellu,“ segir Andrés Ingi.

Bent er á það í grein­ar­gerð með frum­varp­inu að hraði bíla­um­ferðar í þétt­býli hafi veru­leg áhrif á mótun byggð­ar, sem um leið hafi áhrif á hegðun mann­fólks­ins.

„Eftir því sem hönnun umferð­ar­mann­virkja miðar við hærri hraða, því meira rými þarf að taka undir þau og því tor­veld­ara verður fyrir gang­andi veg­far­endur að kom­ast leiðar sinn­ar. Með þeirri breyt­ingu sem lögð er til í frum­varpi þessu er ákvörðun um hámarks­hraða færð í hendur skipu­lags­yf­ir­valda á hverjum stað. Sveit­ar­fé­lagið hefur hags­muni af því að skipu­leggja umferð á hverju svæði þannig að auk þess að tryggðar séu greiðar sam­göngur sé sköpuð aukin örygg­is­til­finn­ing sem aftur eykur líkur á að fleiri fari ferða sinna gang­andi og hjóland­i,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Einnig segir að lægri hámarks­hraði í þétt­býli sé einn helsti áhrifa­þátt­ur­inn í auknu umferð­ar­ör­yggi, ekki síst þegar komi að árekstrum á milli öku­tækja og óvar­inna veg­far­enda og bent er á að líkur á alvar­legum meiðslum eða dauð­föllum þess sem er svo óhepp­inn að verða fyrir bíl stór­aukast þegar árekstr­ar­hraði hækkar úr 30 í 50 kíló­metra á klukku­stund.

„Á meðan það er erfitt að fyr­ir­byggja öll slys er mik­il­vægt að stýra hraða þannig að sem flestir sem lenda í slysum eigi mögu­leika á að ganga heilir frá þeim,“ segir í grein­ar­gerð­inni. Þar segir einnig að þær breyt­ingar sem lagðar eru til séu í fullu sam­ræmi við mark­mið umferð­ar­laga um að vernda líf og heilsu veg­far­enda, gæta jafn­ræðis á milli sam­göngu­máta og taka til­lit til umhverf­is­sjón­ar­miða, auk þess að vera í sam­ræmi við yfir­lýs­ingar sem íslensk stjórn­völd hafi staðið að á alþjóða­vísu.

Rennur blint í sjó­inn varð­andi stuðn­ing þing­heims

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, sem eins og Andrés Ingi er fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna en stendur núna utan flokka, er eini með­flutn­ings­maður frum­varps­ins. 

Andrés seg­ist hafa sent tölvu­póst á alla þing­flokka til þess að kynna frum­varpið og bjóða öðrum að setja nafn sitt við það, eins og þing­menn og þing­flokkar gera jafnan þegar frum­vörp eru á leið inn í þing­ið, en Rósa Björk var sú eina sem svar­aði kall­in­u. 

Andrés Ingi seg­ist ekki vita hvað hann eigi að lesa í þau við­brögð, varð­andi væntan póli­tískan stuðn­ing við frum­varpið á þing­i. „Þetta voru heimt­urn­ar. Ég var ekk­ert að ganga harðar á eftir þeim, þetta er það sem við gerum venju­lega, að henda út neti og gá hvað kemur inn,“ segir Andrés Ingi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent