Borgarstjóri segir Vigdísi Hauksdóttur bulla um kostnað við endurgerð Óðinstorgs

Dagur B. Eggertsson segir kostnað við endurgerð Óðinstorgs 60 milljónir, ekki 657 milljónir króna eins og Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi hefur gefið í skyn í dag.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Auglýsing

„Ég er að hafa orð á þessu því ég á sæti í borg­ar­stjórn með Vig­dísi Hauks­dótt­ur,“ segir Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri á Face­book í dag, þar sem hann leið­réttir ýkjur sem borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins hefur borið á borð um kostnað við end­ur­gerð Óðins­torgs.

Dagur segir frá því að kostn­að­ur­inn við torgið nýja í mið­borg­inni, sem heim­ili hans sjálfs stendur við, hafi verið 60 millj­ónir króna en ekki heilar 657 millj­ónir eins og Vig­dís Hauks­dóttir hefur gefið í skyn.

„Vig­dís óskaði eftir tölum um kostn­að, ekki aðeins við torg­ið, heldur líka við fram­kvæmdir við fjölda gatna allt um kring, þar sem lagnir og veitur eru gríð­ar­gamlar og komnar á tíma. Sam­kvæmt svari fjár­mála­sviðs og umhverf­is­sviðs borg­ar­innar eru taldar saman tölur vegna fram­kvæmda við torgið og einnig end­ur­gerð Skóla­vörðu­stígs, Óðins­götu, Spít­ala­stígs, Týs­götu, Loka­stígs, Freyju­torgs, Freyju­götu, Bjarg­ar­stígs og Óðins­götu við Freyju­torg,“ skrifar Dag­ur.

Auglýsing

Hann segir borg­ar­ráð hafa fengið svarið í morg­un. „Óð­ins­torg sjálft kost­aði rúmar 60 millj­ón­ir. Vig­dís lagði hins vegar saman kostnað við torgið og allar göt­urnar og full­yrti svo í bókun og nú á face­book að torgið hefði kostað hálfan millj­arð. Kannski ætti ég ekki að verja tíma mínum í að elt­ast við Vig­dísi en finnst samt rétt að halda hinu sanna til haga,“ skrifar borg­ar­stjór­inn.

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins.Í bókun Vig­dís­ar, sem hún birtir á Face­book, seg­ir: „Flott og dýrt skal það vera á torgi Dags B. Egg­erts­son­ar, borg­ar­stjóra. Nú liggur end­an­legur kostn­aður við end­ur­gerð Óðins­torgs og nágrennis fyr­ir. Verkið kost­aði 657 millj­ónir sem skipt­ast svo. Reykja­vík­ur­borg reiddi fram 474 millj­ónir og Veitur 183 millj­ón­ir. Minnt er á að Veitur eru í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar,“ segir Vig­dís og bætir því við að í öðrum löndum væri þetta flokkað sem „spill­ing af verstu gerð.“

„Það er ekki það sama að vera Jón eða séra Jón eða vera hægra megin eða vinstra megin á lit­rófi íslenskra stjórn­mála," segir borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins.

Afþakkar allan heiður af end­ur­gerð­inni

Dagur segir einnig í færslu sinni að end­ur­gerð torgs­ins sé ekki honum sjálfum að þakka, þrátt fyrir að Vig­dís og Útvarp Saga hafi viljað eigna honum heið­ur­inn. Hann segir að borgin og borg­ar­búar geti að hans mati verið stoltir af umbreyt­ingu torgs­ins.

„Til­laga um að end­ur­vekja og end­ur­gera Óðins­torg var frá Evu Maríu Jóns­dóttur sjón­varps­konu í því sem þá hét Mið­borg­ar­stjórn. Hún var þar sem full­trúi íbúa um síð­ustu alda­mót. Þor­björg Helga Vig­fús­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins fór fyrir umhverf­is- og sam­göngu­ráði árið 2008 þegar það sam­þykkti að ráð­ast í sam­keppni um torg­ið. Verk­efnið var eitt af fjöl­mörgum sem frestað­ist eftir hrun­ið. 

Verð­launa­til­lagan varð síðan frá­bær - og fram­kvæmdin ekki síður - og ótal mörgum að þakka, en ekki mér. Ég hef gætt þess að víkja alltaf af fundum þegar fjallað er um nágrenni heim­ili míns - einsog ég tel að borg­ar­full­trúum beri að gera, bæði þegar ég hef verið í meiri- og minni­hluta,“ segir Dag­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent