Borgarstjóri segir Vigdísi Hauksdóttur bulla um kostnað við endurgerð Óðinstorgs

Dagur B. Eggertsson segir kostnað við endurgerð Óðinstorgs 60 milljónir, ekki 657 milljónir króna eins og Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi hefur gefið í skyn í dag.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Auglýsing

„Ég er að hafa orð á þessu því ég á sæti í borg­ar­stjórn með Vig­dísi Hauks­dótt­ur,“ segir Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri á Face­book í dag, þar sem hann leið­réttir ýkjur sem borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins hefur borið á borð um kostnað við end­ur­gerð Óðins­torgs.

Dagur segir frá því að kostn­að­ur­inn við torgið nýja í mið­borg­inni, sem heim­ili hans sjálfs stendur við, hafi verið 60 millj­ónir króna en ekki heilar 657 millj­ónir eins og Vig­dís Hauks­dóttir hefur gefið í skyn.

„Vig­dís óskaði eftir tölum um kostn­að, ekki aðeins við torg­ið, heldur líka við fram­kvæmdir við fjölda gatna allt um kring, þar sem lagnir og veitur eru gríð­ar­gamlar og komnar á tíma. Sam­kvæmt svari fjár­mála­sviðs og umhverf­is­sviðs borg­ar­innar eru taldar saman tölur vegna fram­kvæmda við torgið og einnig end­ur­gerð Skóla­vörðu­stígs, Óðins­götu, Spít­ala­stígs, Týs­götu, Loka­stígs, Freyju­torgs, Freyju­götu, Bjarg­ar­stígs og Óðins­götu við Freyju­torg,“ skrifar Dag­ur.

Auglýsing

Hann segir borg­ar­ráð hafa fengið svarið í morg­un. „Óð­ins­torg sjálft kost­aði rúmar 60 millj­ón­ir. Vig­dís lagði hins vegar saman kostnað við torgið og allar göt­urnar og full­yrti svo í bókun og nú á face­book að torgið hefði kostað hálfan millj­arð. Kannski ætti ég ekki að verja tíma mínum í að elt­ast við Vig­dísi en finnst samt rétt að halda hinu sanna til haga,“ skrifar borg­ar­stjór­inn.

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins.Í bókun Vig­dís­ar, sem hún birtir á Face­book, seg­ir: „Flott og dýrt skal það vera á torgi Dags B. Egg­erts­son­ar, borg­ar­stjóra. Nú liggur end­an­legur kostn­aður við end­ur­gerð Óðins­torgs og nágrennis fyr­ir. Verkið kost­aði 657 millj­ónir sem skipt­ast svo. Reykja­vík­ur­borg reiddi fram 474 millj­ónir og Veitur 183 millj­ón­ir. Minnt er á að Veitur eru í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar,“ segir Vig­dís og bætir því við að í öðrum löndum væri þetta flokkað sem „spill­ing af verstu gerð.“

„Það er ekki það sama að vera Jón eða séra Jón eða vera hægra megin eða vinstra megin á lit­rófi íslenskra stjórn­mála," segir borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins.

Afþakkar allan heiður af end­ur­gerð­inni

Dagur segir einnig í færslu sinni að end­ur­gerð torgs­ins sé ekki honum sjálfum að þakka, þrátt fyrir að Vig­dís og Útvarp Saga hafi viljað eigna honum heið­ur­inn. Hann segir að borgin og borg­ar­búar geti að hans mati verið stoltir af umbreyt­ingu torgs­ins.

„Til­laga um að end­ur­vekja og end­ur­gera Óðins­torg var frá Evu Maríu Jóns­dóttur sjón­varps­konu í því sem þá hét Mið­borg­ar­stjórn. Hún var þar sem full­trúi íbúa um síð­ustu alda­mót. Þor­björg Helga Vig­fús­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins fór fyrir umhverf­is- og sam­göngu­ráði árið 2008 þegar það sam­þykkti að ráð­ast í sam­keppni um torg­ið. Verk­efnið var eitt af fjöl­mörgum sem frestað­ist eftir hrun­ið. 

Verð­launa­til­lagan varð síðan frá­bær - og fram­kvæmdin ekki síður - og ótal mörgum að þakka, en ekki mér. Ég hef gætt þess að víkja alltaf af fundum þegar fjallað er um nágrenni heim­ili míns - einsog ég tel að borg­ar­full­trúum beri að gera, bæði þegar ég hef verið í meiri- og minni­hluta,“ segir Dag­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent