ASÍ og BSRB á móti frumvarpi um frítekjumark

Stéttarfélögin ASÍ og BSRB gagnrýndu frumvarp fjármálaráðherra um hækkun frítekjumarks í umsögnum sínum til alþingis. Reykjavíkurborg gagnrýndi vænta minnkun skatttekna vegna frumvarpsins og lagði til afnám fjármagnstekjuskatts af sveitarfélögum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) og Banda­lag starfs­manna ríkis og bæjar (BS­RB) leggj­ast gegn frum­varpi fjár­mála­ráð­herra um hækkun frí­tekju­marks og að það myndi ná til arð­greiðslna og sölu­hagnað félaga. Reykja­vík­ur­borg gerir athuga­semd við að frum­varpið gæti minnkað tekjur til sveit­ar­fé­laga og leggur til að sveit­ar­fé­lög þurfi ekki að borga fjár­magnstekju­skatt.

Þetta kemur fram í umsögnum um frum­varpið, sem birtar hafa verið á vef alþing­is. Umsagn­irnar voru alls tíu, en til við­bótar við ASÍ, BSRB og Reykja­vík­ur­borg skrif­uðu meðal ann­ars Sam­tök atvinnu­lífs­ins, Kaup­höllin og Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja umsögn.

Stofn­inn minnk­aður þar sem skatt­ur­inn var hækk­aður

Frum­varpið myndi leiða til hækkun frí­tekju­marks úr 150 þús­und krónum á ári í 300 þús­und krónur á ári, yrði það að lög­um. Enn fremur myndu arðs­tekjur og sölu­hagn­aður félaga sem skráð eru á verð­bréfa­mark­aði eða mark­aðs­torgi fjár­mála­gern­inga falla undir þetta frí­tekju­mark.

Auglýsing

Í frum­varp­inu segir að til­efni og nauð­syn þess­arar laga­setn­ingar megi rekja til sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar um að hækkun á fjár­magnstekju­skatti yrði mætt með minni skatt­stofni þess. Rík­is­stjórnin hækk­aði fjár­magnstekju­skatt úr 20 pró­sentum í 22 pró­sent í byrjun árs 2018, en í við­tali við Kjarn­ann mán­uði fyrr sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra að hækk­unin væri liður í upp­bygg­ingu á rétt­látu skatt­kerf­i. 

„Skiln­ings­leysi“ og „brýtur í bága við skyn­semi“

Í umsögnum sínum til Nefnda­sviðs Alþingis leggj­ast stétt­ar­fé­lögin BSRB og ASÍ alfarið gegn þessu frum­varpi. Sam­kvæmt BSRB lýsa íviln­an­irnar sem fel­ast í frum­varp­inu skiln­ings­leysi á þeim vanda sem ríkið og heim­ili lands­ins standa frammi fyrir þessa stund­ina. Stétt­ar­fé­lagið bætir einnig við að frum­varp­ið, sem búist er við að muni kosta ríkið 770 millj­ónir króna, hættu á ósjálf­bærum rekstri rík­is­sjóðs og að betra væri að ráð­stafa skatta­lækk­unum til tekju­lægstu hópa sam­fé­lags­ins.

ASÍ tekur í sama streng og segir frum­varpið helst hagn­ast tekju­hæstu tíund­inni af fram­telj­endum vaxta­tekna, þar sem núver­andi fyr­ir­komu­lag verji 90 pró­sent þeirra fyrir áhrifum verð­bólgu nú þeg­ar. Að mati félags­ins brýtur það í bága við almenna skyn­semi að létta sköttum af þeim sem eru helst aflögu­færir þegar rík­is­sjóður þarf að þétta örygg­is­netið til að aðstoða þá sem hafa farið verst út úr efna­hags­sam­drætt­in­um.

Vill óbreyttar skatt­tekjur en ekki borga skatt­inn

Reykja­vík­ur­borg leggst ekki alfarið gegn frum­varp­inu, heldur gerir hún athuga­semd við að minni skatt­tekjur rík­is­sjóðs gæti leitt til minni tekna til sveit­ar­fé­lag­anna, líkt og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga (SÍS) full­yrti í umsögn sinni við frum­varps­drög. Taldi sveit­ar­fé­lagið þá eðli­legt að ræða hvort og þá hvernig Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga væri bætt af þessum sök­um.

Hins vegar lagði Reykja­vík­ur­borg til að fjár­magnstekju­skattur af sveit­ar­fé­lögum yrði afnum­inn og að þeim yrði veitt hlut­deild í tekjum rík­is­sjóðs af hon­um. Því til stuðn­ings nefndi sveit­ar­fé­lagið að margir ein­stak­lingar og lög­að­ilar sem þiggja þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins greiði oft litla eða enga skatta til þess, en dæmi séu um að sveit­ar­fé­lög líði mjög fyrir þetta í tekju­stofnum sín­um.

Tekur ekki afstöðu

Í minn­is­blaði sem birt­ist í kjöl­far umsagn­anna sagð­ist Efna­hags- og við­skipta­nefnd fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins ekki ætla að taka afstöðu til athuga­semda ASÍ, BSRB og Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem þær voru sagðar vera almenns eðl­is. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent