Megum ekki loka augunum fyrir því að hérna býr fjöldi manns við fátækt

Formaður Samfylkingarinnar segir að því miður sé það þannig að jólin séu áhyggjuefni fyrir allt of marga á Íslandi. Þótt það sé erfið tilhugsun þá megi ekki loka augunum fyrir því að hér búi fjöldi manns við fátækt, fleiri þúsund börn þar á meðal.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Fal­leg­ustu minn­ing­arnar snú­ast gjarnan um fjöl­skyldu og vini og það sem raun­veru­legu máli skiptir í stóra sam­heng­inu vill nú stundum gleym­ast. Því miður er það nefni­lega þannig að jólin eru áhyggju­efni fyrir allt of marga á Íslandi. Þótt það sé erfið til­hugsun þá getum við ekki og megum ekki loka aug­unum fyrir því að hérna býr fjöldi manns við fátækt, fleiri þús­und börn þar á með­al. Þetta fólk getur ekki nýtt sér nauð­syn­lega lækn­is­þjón­ustu, ekki sent börnin sín í tóm­stund­ir, það þarf jafn­vel að neita sér um að kaupa mat og gjafir og það þarf að borga leig­u.“

Þetta sagði Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í gær.

Hann bætti við að fátækt væri sem betur fer ekki óum­flýj­an­legur veru­leiki og stjórn­völd gætu haft úrslita­á­hrif á hvernig til tæk­ist og hvernig undið væri ofan af þessu. „Við skulum þess vegna í aðdrag­anda jól­anna ekki gleyma þeim sem eiga um sárt að binda, ekki gleyma þeim gildum sem skapa rétt­látt sam­fé­lag og leggja okkar af mörkum til að upp­ræta þetta.“

Auglýsing

Reynt á hug­rekki okkar allra

Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, ræddi hug­takið hug­rekki í ræðu sinni undir sama lið í gær. „Frá því að COVID-far­ald­ur­inn skall á í mars hefur reynt á hug­rekki okkar allra, vilja til að mæta ógn­inni sem steðjar að sam­fé­lag­inu öllu. Það krefst áræðis að hugsa í lausnum og ráð­ast í for­dæma­lausar og kostn­að­ar­samar aðgerð­ir, en einmitt þá er hug­rekkið mik­il­vægt. Það smitar út frá sér og sam­einar fólk.“

Þarna vitn­aði hún til skrifa for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins, „enda er ég svo inni­lega sam­mála því að leið­ar­ljós okkar á þessum tímum þarf að vera hug­rekki, seigla og úthald. Á Íslandi ákváðu stjórn­völd strax í mars að veita miklum fjár­munum til grunn­stoða, til að fjár­festa í innviðum og tryggja afkomu fólks. Um 10 pró­sent af lands­fram­leiðslu hefur verið varið til þessa. Staða rík­is­sjóðs í upp­hafi far­ald­urs­ins er for­senda við­bragð­anna. Skuldir voru aðeins um 20 pró­sent af lands­fram­leiðslu meðan skuldir Banda­ríkj­anna voru um 100 pró­sent.

Íslenska hag­kerfið hefur síðan alla burði til að ná aftur fyrri stöðu. Mark­mið stjórn­valda hafa að mestu leyti náðst. Heil­brigð­is- og mennta­kerfið hefur stað­ist próf­raun­ina og verstu hag­spár ekki gengið eft­ir. En nú þarf áfram­hald­andi hug­rekki, seiglu og úthald til að klára veg­ferð­ina og kom­ast örugg í höfn,“ sagði hún. 

Ekki sam­mála að Alþingi hefði sýnt nægi­legt hug­rekki

Þá sagði Líneik Anna að Alþingi hefði spilað lyk­il­hlut­verk í því að skila aðgerð­unum áfram og vildi hún hrósa sér­stak­lega þeim þing­mönnum sem mest hefði mætt á í þeirri vinn­u. 

„Það eru einkum þing­menn í fjár­laga­nefnd, efna­hags- og við­skipta­nefnd og vel­ferð­ar­nefnd sem fjallað hafa um fjölda COVID-­mála, þó að engin nefnd hafi verið und­an­skilin í vinn­unni. Að öllum öðrum ólöst­uðum tel ég fjár­laga­nefnd, undir for­ystu hátt­virts þing­manns Will­ums Þórs Þórs­son­ar, hafa unnið þrek­virki á árinu en segja má að nefndin hafi verið sleitu­laust að störfum frá því kreppan skall á okkur í mars. Áfram veg­inn,“ sagði hún. 

Logi vék að ræðu Líneikur Önnu í máli sínu og sagði að þegar kæmi að þessu til­tekna máli er varðar fátækt þá hefði Alþingi því miður ekki sýnt nægi­legt hug­rekki. „En það skulum við svo sann­ar­lega að ger­a.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komið til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent