Flokkur fólksins skiptir um ásýnd

Flokkur fólksins hefur farið í algjöra yfirhalningu og breytt allri ásýnd flokksins. Hann hefur skilað miklum hagnaði undanfarin ár og situr á digrum kosningasjóði.

Inga Sæland flokkur fólksins
Auglýsing

Flokkur fólks­ins hefur látið end­ur­hannað merki flokks­ins og breytt allir ásýnd hans. Í til­kynn­ingu frá Flokki fólks­ins segir að merki flokks­ins, lit­ir, let­ur­gerð séu meðal þess sem muni taka breyt­ingum og nið­ur­staðan sé nýtt heild­ar­út­lit á öllu kynn­ing­ar­efni. „Meg­in­mark­miðið er að flokk­ur­inn haldi áfram að vekja athygli allra á bar­áttu sinni gegn fátækt og órétt­læti í íslensku sam­fé­lag­i.“

Aðal litur flokks­ins verður héðan í frá gulur en merki flokks­ins var áður blátt, hvítt og rautt. Í til­kynn­ingu segir að lit­ur­inn líki „eftir sól­inni, er von­ar­neisti og boð um betri tíma. Hann er nær gildum flokks­ins sem snúa að vel­ferð og stendur upp úr, hvar sem hann er. Sam­hliða gula litnum verður svar­fjólu­blár not­aður og bleikur þegar á við, en hann er skírskotun í rætur flokks­ins. Merkið verður áfram frið­ar­dúfa en með end­ur­bættu útliti og breyttum vængjum sem mynda tvö „F” sem standa fyrir nafn flokks­ins. Nýtt, snyrti­legt og auð­les­an­legt letur end­ur­speglar þá hug­sjón að Flokkur Fólks­ins vill tala til allra, ekki síst til þeirra sem eldri eru.“

Eru með tvo þing­menn

Flokkur fólks­ins, með Ingu Sæland í broddi fylk­ing­­ar, fékk 6,9 pró­­sent atkvæða í kosn­­ing­unum 2017 og er minnsti flokk­­ur­inn á þingi. Upp­­haf­­lega voru þing­­menn­irnir fjórir en tveir þeirra, Ólafur Ísleifs­­son og Karl Gauti Hjalta­­son, voru reknir úr flokknum eftir Klaust­­ur­s­­málið og gengu skömmu síðar til liðs við Mið­­flokk­inn. Flokk­­ur­inn hefur sjaldn­­ast mælst inni á þingi á kjör­­tíma­bil­inu í könn­unum en á því varð þó breyt­ing í könn­un MM­R ­sem birt var fyrr í des­em­ber. Þar mæld­ist fylgið 6,2 pró­­sent. 

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því fyrr í þessum mán­uði að Flokkur fólks­ins hefði hagn­ast um tæp­lega 43 millj­ónir króna á árinu 2019. 

Tekjur flokks­ins komu nær ein­vörð­ungu úr opin­berum sjóð­­­um. Alls nam fjár­­­fram­lag úr rík­­­is­­­sjóði 62,2 millj­­­ónum króna og fjár­­­fram­lag frá Reykja­vík­­­­­ur­­­borg var tæp­­­lega 1,1 milljón krón­­­ur. Einu öðru tekj­­­urnar sem Flokkur fólks­ins hafði á árinu 2019 voru félags­­­­­gjöld upp á 295 þús­und krón­­­ur.Safna í digran kosn­inga­sjóð

Kostn­að­­­ur­inn við rekstur flokks­ins, sem er með tvo þing­­­menn á þingi og einn full­­­trúa í borg­­­ar­­­stjórn Reykja­vík­­­­­ur, er ein­ungis brot af tekjum hans. Í fyrra kost­aði rekst­­­ur­inn alls 22,1 milljón króna og því sat meg­in­þorri þeirrar fjár­­­hæðar sem Flokkur fólks­ins fékk úr rík­­­is­­­sjóði eftir á banka­­­reikn­ingi hans í árs­­­lok. Alls eyddi Flokkur fólks­ins því um 35 pró­­sent af tekjum sínum í rekstur í fyrra, en lagði afgang­inn til hliðar til. Svipað var uppi á ten­ingnum árið 2018 þegar hagn­aður Flokks fólks­ins var 27 millj­­­ónir króna.

Því átti flokk­­­ur­inn 65,6 millj­­­ónir króna í hand­­­bært fé í lok síð­­asta árs og búast má við að nokkrir tugir millj­­­óna króna bæt­ist við þá upp­­­hæð í ár og á því næsta sem munu nýt­­­ast í kosn­­­inga­bar­átt­una sem er framundan vegna þing­­­kosn­­­inga í sept­­­em­ber 2021.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent