Flokkur fólksins skiptir um ásýnd

Flokkur fólksins hefur farið í algjöra yfirhalningu og breytt allri ásýnd flokksins. Hann hefur skilað miklum hagnaði undanfarin ár og situr á digrum kosningasjóði.

Inga Sæland flokkur fólksins
Auglýsing

Flokkur fólksins hefur látið endurhannað merki flokksins og breytt allir ásýnd hans. Í tilkynningu frá Flokki fólksins segir að merki flokksins, litir, leturgerð séu meðal þess sem muni taka breytingum og niðurstaðan sé nýtt heildarútlit á öllu kynningarefni. „Meginmarkmiðið er að flokkurinn haldi áfram að vekja athygli allra á baráttu sinni gegn fátækt og óréttlæti í íslensku samfélagi.“

Aðal litur flokksins verður héðan í frá gulur en merki flokksins var áður blátt, hvítt og rautt. Í tilkynningu segir að liturinn líki „eftir sólinni, er vonarneisti og boð um betri tíma. Hann er nær gildum flokksins sem snúa að velferð og stendur upp úr, hvar sem hann er. Samhliða gula litnum verður svarfjólublár notaður og bleikur þegar á við, en hann er skírskotun í rætur flokksins. Merkið verður áfram friðardúfa en með endurbættu útliti og breyttum vængjum sem mynda tvö „F” sem standa fyrir nafn flokksins. Nýtt, snyrtilegt og auðlesanlegt letur endurspeglar þá hugsjón að Flokkur Fólksins vill tala til allra, ekki síst til þeirra sem eldri eru.“

Eru með tvo þingmenn

Flokkur fólks­ins, með Ingu Sæland í broddi fylk­ing­ar, fékk 6,9 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017 og er minnsti flokk­ur­inn á þingi. Upp­haf­lega voru þing­menn­irnir fjórir en tveir þeirra, Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son, voru reknir úr flokknum eftir Klaust­urs­málið og gengu skömmu síðar til liðs við Mið­flokk­inn. Flokk­ur­inn hefur sjaldn­ast mælst inni á þingi á kjör­tíma­bil­inu í könn­unum en á því varð þó breyt­ing í könnun MMR sem birt var fyrr í desember. Þar mæld­ist fylgið 6,2 pró­sent. 

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því fyrr í þessum mánuði að Flokkur fólksins hefði hagnast um tæplega 43 milljónir króna á árinu 2019. 

Tekjur flokks­ins komu nær ein­vörð­ungu úr opin­berum sjóð­­um. Alls nam fjár­­fram­lag úr rík­­is­­sjóði 62,2 millj­­ónum króna og fjár­­fram­lag frá Reykja­vík­­­ur­­borg var tæp­­lega 1,1 milljón krón­­ur. Einu öðru tekj­­urnar sem Flokkur fólks­ins hafði á árinu 2019 voru félags­­­gjöld upp á 295 þús­und krón­­ur.


Safna í digran kosningasjóð

Kostn­að­­ur­inn við rekstur flokks­ins, sem er með tvo þing­­menn á þingi og einn full­­trúa í borg­­ar­­stjórn Reykja­vík­­­ur, er ein­ungis brot af tekjum hans. Í fyrra kost­aði rekst­­ur­inn alls 22,1 milljón króna og því sat meg­in­þorri þeirrar fjár­­hæðar sem Flokkur fólks­ins fékk úr rík­­is­­sjóði eftir á banka­­reikn­ingi hans í árs­­lok. Alls eyddi Flokkur fólks­ins því um 35 pró­sent af tekjum sínum í rekstur í fyrra, en lagði afgang­inn til hliðar til. Svipað var uppi á ten­ingnum árið 2018 þegar hagn­aður Flokks fólks­ins var 27 millj­­ónir króna.

Því átti flokk­­ur­inn 65,6 millj­­ónir króna í hand­­bært fé í lok síð­asta árs og búast má við að nokkrir tugir millj­­óna króna bæt­ist við þá upp­­hæð í ár og á því næsta sem munu nýt­­ast í kosn­­inga­bar­átt­una sem er framundan vegna þing­­kosn­­inga í sept­­em­ber 2021.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent