Stjórnmálastéttin ekki með hugrekkið til að færa láglaunafólki það sem því er skuldað

Formaður Eflingar segir að ef við hlýðum „lögmálum markaðarins“ séum við einfaldlega að dæma fjölda fólks til áframhaldandi efnahagslegrar kúgunnar sjúkrar heimsmyndar.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

„Eitt af því mik­il­væg­asta sem þarf að gera hér er opin­bert átaks­verk­efni í hús­næð­is­mál­um. Það væri „at­vinnu­skap­andi“ fyrir verka­fólk og jafn­framt það eitt það mik­il­væg­asta í að gera efna­hags­lega til­veru verka- og lág­launa­fólks betri.“

Þetta segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, á Face­book í dag. Til­efnið er frétt RÚV þar sem fram kemur að mjög hátt verð á lóðum og tak­markað fram­boð nýrra íbúða sé meðal þess sem veldur því að íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé mun hærra en það þyrfti að vera. Sögu­lega lágir vextir hafi einnig áhrif á verð­ið.

Sól­veig Anna segir að í stað þess að geta aldrei um frjálst höfuð strokið vegna hins sjúka og ömur­lega seinna arð­ráns sem hús­næð­is­mark­að­ur­inn er, gæti vinnu­aflið lifað við þau rétt­indi, sem sum myndu kalla grund­vall­ar­rétt­indi, að hafa aðgang að öruggu, góðu og fal­legu hús­næði fyrir sig og sína. „Ekki er hægt að hugsa sér mik­il­væg­ari skila­boð til lág­launa­fólks og barna þeirra um að þau séu mik­il­vægur (jafn­vel ómissandi ...?) hluti sam­fé­lags­ins en að farið væri í opin­bert bygg­ing­ar-átaks-verk­efn­i,“ skrifar hún. Sól­veig Anna spyr hvers vegna það sé þá ekki gert.

Auglýsing

Til­búin til að láta sjúkt og mann­fjand­sam­legt ástand vaxa og dafna

„Öll hér vita og hafa lengi vitað að hús­næð­is­mark­aður höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er ekk­ert nema leik­völlur fjár­magns­eig­enda sem hafa kom­ist upp með algjöra vöru­væð­ingu grunn­þarf­anna. Verk­lýðs­hreyf­ingin reynir að stoppa í eitt gat með hús­næð­is­fé­lag­inu Bjargi en jafn­vel þar er leigan und­ir­seld mark­aðslög­málum vegna þess að ann­ars hefur félagið ekki aðgang að lánsfé til bygg­ing­ar­fram­kvæmda. Og á meðan nokkrum mann­eskjum er komið í (dýrt) skjól þar halda öll hin götin áfram að stækka og ný að verða til. Og eng­inn gerir neitt. Þrátt fyrir að öll viti. Hvers vegna? Jú, vegna þess að frjáls­lynt nútíma full­trúa­lýð­ræðið hræð­ist ekk­ert meira en ægi­vald kap­ít­als­ins. Hræð­ist ekk­ert meira en að finna nægi­legt hug­rekki til að við­ur­kenna að gjáin sem skilur að hið opin­bera og mark­að­inn er ekk­ert annað er ógeðs­leg blekk­ing,“ skrifar hún.

Mark­aðslög­mála­gjáin sem hræði kjörna full­trúa svo hræði­lega að þau séu til­búin til að láta sjúkt og mann­fjand­sam­legt ástand vaxa og dafna í eigin sam­fé­lagi er ekk­ert nema tíbrá búin til úr sjúkri og yfir­gengi­legri frekju eigna­stétt­ar­inn­ar. „Tí­brá sem öllu máli skiptir að við öll látum að sé raun­veru­leg svo að ekki opin­ber­ist hversu geig­væn­legt hug­leysið er og hve sjúk­leg græðgin er.“

Sól­veig Anna segir að það að hræð­ast að finna hug­rekki ætti að vera þver­sögn. Mann­eskja ætti að þrá að finna hug­rekkið til að gera það sem hún veit að þarf að gera. „En frjáls­lynt full­trúa­lýð­ræði nýfrjáls­hyggj­unnar þarf mest að öllu að til­einka hér algjört hug­leysi þegar kemur að því að takast á við sjúk­lega ólýð­ræð­is­legt valda­ó­jafn­vægið í sam­fé­lag­inu, slétt­skipt­ing­una og mis­skipt­ing­una. Það er örugg­ast fyrir með­limi þess að telja sjálfum sér trú um að þau geti í raun ekk­ert gert því þau eru á end­anum ekki hrædd­ari við neitt en að afneita ólýð­ræð­is­legum leik­reglum arð­ráns­ins. Og til þess að breiða yfir eigin hug­leysi láta þau ein­fald­lega eins og risa­stórt vanda­mál, risa­stórt sam­fé­lags­legt vanda­mál sé ekki til. Hug­rekki eiga þau ekki til en eru í stað þess upp­full af tóm­inu sem skortur á ímynd­un­ar­afli og dirfsku býr til.

Jafn­vel á þeirri sögu­legu stundu þegar öllum er ljóst að hið opin­bera getur opnað fjár­hirslur sínar upp á gátt svo að með­limir eigna­stétt­ar­innar gangi ekki af göfl­unum og komi í veg fyrir sótt­varn­ar­að­gerð­ir, þegar öllum er ljóst að gjáin er alls ekki óyf­ir­stíg­an­leg, að gjáin er aðeins látin skilja að hið opin­bera og mark­að­inn til að koma í veg fyrir að mis­skipt­ing og stétt­skipt­ing séu upp­rætt­ar, að gjáin er ekki til í alvöru; jafn­vel á þess­ari sögu­legu stundu er engin úr stjórn­mála­stétt­ar-­valda ver­öld­inni með hug­rekk­ið, ímynd­un­ar­aflið, dirfsk­una, sam­hygð­ina, GET­UNA til að færa lág­launa­fólki og fjöl­skyldum þeirra það sem þeim er skuld­að: Að láta þau ekki lengur vera í fjötrum sið­ferði­lega óverj­andi hús­næð­is­kerf­is,“ skrifar hún.

Erum að dæma fjölda fólks til áfram­hald­andi efna­hags­legrar kúg­unnar

„Eftir að hafa hlustað á mærð­ar­lega sjálfs­upp­hafn­ingu og þjóð­ern­is­inn­blásið orða­salat for­seta og for­sæt­is­ráð­herra um árá­mót, fólks sem lifir í lifa í vellyst­ingum prakt­ug­lega, þar sem þau sem ekk­ert eiga og ekk­ert mega, hin atvinnu­lausu og hin eigna­lausu, þau sem strita á lág­marks­launum og eiga aldrei krónu með gati, þau sem ekki er hægt að nýta til vinnu í arð­ráns-ma­sk­ín­unni, eru ein­fald­lega ekki ávörp­uð, ein­fald­lega látið sem þau séu bara ekki til, get ég ekki annað en vonað að öllu hjarta og öllum heila; vonað að við sjálf finnum nægi­legt hug­rekki til að sam­ein­ast í því að ganga í öll þau átaks­verk­efni sem fram­kvæma þarf.

Og á engu væri betra að byrja en að hús­næð­is­kerfi fyrir vinnu­aflið, byggðu af því sjálfu, fyrir það sjálft, með feg­urð og nota­gildi í fyr­ir­rúmi, mann­virð­ingu og ó-arð­rán að leið­ar­ljósi. Við þurfum ein­fald­lega að opna á hug­rekkið sem við vitum að við eigum til og láta það knýja áfram get­una til að geta látið verkin tala. Ef við getum það ekki, ef við hlýðum „lög­málum mark­að­ar­ins“ erum við ein­fald­lega að dæma fjölda fólks til áfram­hald­andi efna­hags­legrar kúg­unnar sjúkrar heims­myndar sem er hvort sem er svo mörkin að hún á ekk­ert annað eftir að gera nema hrynja vegna eigin innri mót­sagna og brjál­sem­i,“ skrifar hún að lok­um.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent