Stjórnmálastéttin ekki með hugrekkið til að færa láglaunafólki það sem því er skuldað

Formaður Eflingar segir að ef við hlýðum „lögmálum markaðarins“ séum við einfaldlega að dæma fjölda fólks til áframhaldandi efnahagslegrar kúgunnar sjúkrar heimsmyndar.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

„Eitt af því mik­il­væg­asta sem þarf að gera hér er opin­bert átaks­verk­efni í hús­næð­is­mál­um. Það væri „at­vinnu­skap­andi“ fyrir verka­fólk og jafn­framt það eitt það mik­il­væg­asta í að gera efna­hags­lega til­veru verka- og lág­launa­fólks betri.“

Þetta segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, á Face­book í dag. Til­efnið er frétt RÚV þar sem fram kemur að mjög hátt verð á lóðum og tak­markað fram­boð nýrra íbúða sé meðal þess sem veldur því að íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé mun hærra en það þyrfti að vera. Sögu­lega lágir vextir hafi einnig áhrif á verð­ið.

Sól­veig Anna segir að í stað þess að geta aldrei um frjálst höfuð strokið vegna hins sjúka og ömur­lega seinna arð­ráns sem hús­næð­is­mark­að­ur­inn er, gæti vinnu­aflið lifað við þau rétt­indi, sem sum myndu kalla grund­vall­ar­rétt­indi, að hafa aðgang að öruggu, góðu og fal­legu hús­næði fyrir sig og sína. „Ekki er hægt að hugsa sér mik­il­væg­ari skila­boð til lág­launa­fólks og barna þeirra um að þau séu mik­il­vægur (jafn­vel ómissandi ...?) hluti sam­fé­lags­ins en að farið væri í opin­bert bygg­ing­ar-átaks-verk­efn­i,“ skrifar hún. Sól­veig Anna spyr hvers vegna það sé þá ekki gert.

Auglýsing

Til­búin til að láta sjúkt og mann­fjand­sam­legt ástand vaxa og dafna

„Öll hér vita og hafa lengi vitað að hús­næð­is­mark­aður höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er ekk­ert nema leik­völlur fjár­magns­eig­enda sem hafa kom­ist upp með algjöra vöru­væð­ingu grunn­þarf­anna. Verk­lýðs­hreyf­ingin reynir að stoppa í eitt gat með hús­næð­is­fé­lag­inu Bjargi en jafn­vel þar er leigan und­ir­seld mark­aðslög­málum vegna þess að ann­ars hefur félagið ekki aðgang að lánsfé til bygg­ing­ar­fram­kvæmda. Og á meðan nokkrum mann­eskjum er komið í (dýrt) skjól þar halda öll hin götin áfram að stækka og ný að verða til. Og eng­inn gerir neitt. Þrátt fyrir að öll viti. Hvers vegna? Jú, vegna þess að frjáls­lynt nútíma full­trúa­lýð­ræðið hræð­ist ekk­ert meira en ægi­vald kap­ít­als­ins. Hræð­ist ekk­ert meira en að finna nægi­legt hug­rekki til að við­ur­kenna að gjáin sem skilur að hið opin­bera og mark­að­inn er ekk­ert annað er ógeðs­leg blekk­ing,“ skrifar hún.

Mark­aðslög­mála­gjáin sem hræði kjörna full­trúa svo hræði­lega að þau séu til­búin til að láta sjúkt og mann­fjand­sam­legt ástand vaxa og dafna í eigin sam­fé­lagi er ekk­ert nema tíbrá búin til úr sjúkri og yfir­gengi­legri frekju eigna­stétt­ar­inn­ar. „Tí­brá sem öllu máli skiptir að við öll látum að sé raun­veru­leg svo að ekki opin­ber­ist hversu geig­væn­legt hug­leysið er og hve sjúk­leg græðgin er.“

Sól­veig Anna segir að það að hræð­ast að finna hug­rekki ætti að vera þver­sögn. Mann­eskja ætti að þrá að finna hug­rekkið til að gera það sem hún veit að þarf að gera. „En frjáls­lynt full­trúa­lýð­ræði nýfrjáls­hyggj­unnar þarf mest að öllu að til­einka hér algjört hug­leysi þegar kemur að því að takast á við sjúk­lega ólýð­ræð­is­legt valda­ó­jafn­vægið í sam­fé­lag­inu, slétt­skipt­ing­una og mis­skipt­ing­una. Það er örugg­ast fyrir með­limi þess að telja sjálfum sér trú um að þau geti í raun ekk­ert gert því þau eru á end­anum ekki hrædd­ari við neitt en að afneita ólýð­ræð­is­legum leik­reglum arð­ráns­ins. Og til þess að breiða yfir eigin hug­leysi láta þau ein­fald­lega eins og risa­stórt vanda­mál, risa­stórt sam­fé­lags­legt vanda­mál sé ekki til. Hug­rekki eiga þau ekki til en eru í stað þess upp­full af tóm­inu sem skortur á ímynd­un­ar­afli og dirfsku býr til.

Jafn­vel á þeirri sögu­legu stundu þegar öllum er ljóst að hið opin­bera getur opnað fjár­hirslur sínar upp á gátt svo að með­limir eigna­stétt­ar­innar gangi ekki af göfl­unum og komi í veg fyrir sótt­varn­ar­að­gerð­ir, þegar öllum er ljóst að gjáin er alls ekki óyf­ir­stíg­an­leg, að gjáin er aðeins látin skilja að hið opin­bera og mark­að­inn til að koma í veg fyrir að mis­skipt­ing og stétt­skipt­ing séu upp­rætt­ar, að gjáin er ekki til í alvöru; jafn­vel á þess­ari sögu­legu stundu er engin úr stjórn­mála­stétt­ar-­valda ver­öld­inni með hug­rekk­ið, ímynd­un­ar­aflið, dirfsk­una, sam­hygð­ina, GET­UNA til að færa lág­launa­fólki og fjöl­skyldum þeirra það sem þeim er skuld­að: Að láta þau ekki lengur vera í fjötrum sið­ferði­lega óverj­andi hús­næð­is­kerf­is,“ skrifar hún.

Erum að dæma fjölda fólks til áfram­hald­andi efna­hags­legrar kúg­unnar

„Eftir að hafa hlustað á mærð­ar­lega sjálfs­upp­hafn­ingu og þjóð­ern­is­inn­blásið orða­salat for­seta og for­sæt­is­ráð­herra um árá­mót, fólks sem lifir í lifa í vellyst­ingum prakt­ug­lega, þar sem þau sem ekk­ert eiga og ekk­ert mega, hin atvinnu­lausu og hin eigna­lausu, þau sem strita á lág­marks­launum og eiga aldrei krónu með gati, þau sem ekki er hægt að nýta til vinnu í arð­ráns-ma­sk­ín­unni, eru ein­fald­lega ekki ávörp­uð, ein­fald­lega látið sem þau séu bara ekki til, get ég ekki annað en vonað að öllu hjarta og öllum heila; vonað að við sjálf finnum nægi­legt hug­rekki til að sam­ein­ast í því að ganga í öll þau átaks­verk­efni sem fram­kvæma þarf.

Og á engu væri betra að byrja en að hús­næð­is­kerfi fyrir vinnu­aflið, byggðu af því sjálfu, fyrir það sjálft, með feg­urð og nota­gildi í fyr­ir­rúmi, mann­virð­ingu og ó-arð­rán að leið­ar­ljósi. Við þurfum ein­fald­lega að opna á hug­rekkið sem við vitum að við eigum til og láta það knýja áfram get­una til að geta látið verkin tala. Ef við getum það ekki, ef við hlýðum „lög­málum mark­að­ar­ins“ erum við ein­fald­lega að dæma fjölda fólks til áfram­hald­andi efna­hags­legrar kúg­unnar sjúkrar heims­myndar sem er hvort sem er svo mörkin að hún á ekk­ert annað eftir að gera nema hrynja vegna eigin innri mót­sagna og brjál­sem­i,“ skrifar hún að lok­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent