Davíð Þorláksson ráðinn til að stýra Betri samgöngum

Opinbera hlutafélagið Betri samgöngur, sem á að hrinda framkvæmdum í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins af stað, hefur ráðið Davíð Þorláksson sem framkvæmdastjóra.

Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Auglýsing

Davíð Þor­láks­son hefur verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri opin­bera hluta­fé­lags­ins Betri sam­gangna, sem stofnað var af rík­inu og sex sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að hrinda fram­kvæmdum við sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í fram­kvæmd.

Davíð hefur verið for­stöðu­maður sam­keppn­is­hæfn­is­sviðs hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins frá árinu 2017, en var þar áður yfir­lög­fræð­ingur Icelandair Group frá 2009-2017. Þá starf­aði hann einnig sem fram­kvæmda­stjóri fast­­eigna­­fé­lag­anna Lind­ar­vatns frá 2015-2017 og Hljóma­lind­ar­reits frá 2016-2017, svo eitt­hvað sé nefnt.

Hann lauk em­bætt­is­­­prófi í lög­­fræði frá Há­­skóla Ís­lands árið 2006 og varð hér­aðs­­dóms­lög­­maður 2009. Hann er með MBA gráðu frá London Business School og varð lög­­giltur verð­bréfa­miðl­ari 2017. 

Auglýsing

Hann hefur sinnt ýmsum stjórn­ar- og félags­störfum og er í dag for­maður stjórnar hjá bæði VIRK starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóði og Ungum frum­kvöðl­um. Einnig hefur Davíð verið for­maður stýri­hóps mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um mál­tækni fyrir íslensku og setið í stjórn Lána­sjóðs íslenskra náms­manna og Kanadísk-­ís­lenska við­skipta­ráðs­ins auk þess að hafa setið í ráð­gjafa­nefndum EES og EFTA 2005-2007. 

Þá var hann for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna á árunum 2011-2013.

„Borgar línan sig?“

Davíð hefur verið reglu­legur pistla­höf­undur bæði á Frétta­blað­inu og Við­skipta­blað­inu und­an­farin ár og þar hefur hann stundum skrifað um bættar almenn­ings­sam­göngur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Borg­ar­línu­verk­efn­ið.

„Þeir sem fara flestra sinna ferða á bíl, og sjá ekki fyrir sér að það muni breytast, ættu að vilja að allir hafi raun­veru­legt val um sam­göngu­máta. Því fleiri sem eru í Strætó, gang­andi eða hjólandi því færri eru á göt­unum að tefja fyrir bíl­un­um. Það er líka ódýr­ast fyrir skatt­greið­endur og lík­leg­ast til að stytta ferða­tíma. Þess vegna marg­borgar línan sig fyrir alla,“ skrif­aði Davíð í pistli í Við­skipta­blaðið árið 2018.

Hann hefur sinnt ýmsum stjórn­ar- og félags­störfum og er í dag for­maður stjórnar hjá bæði VIRK starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóði og Ungum frum­kvöðl­um. Einnig hefur Davíð verið for­maður stýri­hóps mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um mál­tækni fyrir íslensku og setið í stjórn Lána­sjóðs íslenskra náms­manna og Kanadísk-­ís­lenska við­skipta­ráðs­ins auk þess að hafa setið í ráð­gjafa­nefndum EES og EFTA 2005-2007. Þá var hann for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna á árunum 2011-2013.

Um 120 millj­arðar áætl­aðir í fram­kvæmdir á næstu 15 árum

Félagið Betri sam­göngur var stofnað í byrjun októ­ber á liðnu ári og hefur sem áður segir þann til­gang að hrinda umfangs­miklum sam­göngu­fram­kvæmdum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fram­kvæmd. ­Ríkið á 75 pró­sent hlut í félag­inu en sveit­ar­fé­lögin sex 25 pró­sent.

Alls stendur til að verja 120 millj­örðum króna í að bæta sam­göngur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með bættum almenn­ings­sam­göng­um, Borg­ar­línu, og stofn­vega­fram­kvæmdum á næstu 15 árum, sam­kvæmt sam­göngusátt­mál­anum sem und­ir­rit­aður var í sept­em­ber 2019.

Fram kemur í til­kynn­ingu frá Betri sam­göngum að Vinn­vinn ráðn­ingar og ráð­gjöf hafi haft umsjón með ráðn­ing­ar­ferl­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent