Davíð Þorláksson ráðinn til að stýra Betri samgöngum

Opinbera hlutafélagið Betri samgöngur, sem á að hrinda framkvæmdum í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins af stað, hefur ráðið Davíð Þorláksson sem framkvæmdastjóra.

Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Auglýsing

Davíð Þor­láks­son hefur verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri opin­bera hluta­fé­lags­ins Betri sam­gangna, sem stofnað var af rík­inu og sex sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að hrinda fram­kvæmdum við sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í fram­kvæmd.

Davíð hefur verið for­stöðu­maður sam­keppn­is­hæfn­is­sviðs hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins frá árinu 2017, en var þar áður yfir­lög­fræð­ingur Icelandair Group frá 2009-2017. Þá starf­aði hann einnig sem fram­kvæmda­stjóri fast­­eigna­­fé­lag­anna Lind­ar­vatns frá 2015-2017 og Hljóma­lind­ar­reits frá 2016-2017, svo eitt­hvað sé nefnt.

Hann lauk em­bætt­is­­­prófi í lög­­fræði frá Há­­skóla Ís­lands árið 2006 og varð hér­aðs­­dóms­lög­­maður 2009. Hann er með MBA gráðu frá London Business School og varð lög­­giltur verð­bréfa­miðl­ari 2017. 

Auglýsing

Hann hefur sinnt ýmsum stjórn­ar- og félags­störfum og er í dag for­maður stjórnar hjá bæði VIRK starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóði og Ungum frum­kvöðl­um. Einnig hefur Davíð verið for­maður stýri­hóps mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um mál­tækni fyrir íslensku og setið í stjórn Lána­sjóðs íslenskra náms­manna og Kanadísk-­ís­lenska við­skipta­ráðs­ins auk þess að hafa setið í ráð­gjafa­nefndum EES og EFTA 2005-2007. 

Þá var hann for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna á árunum 2011-2013.

„Borgar línan sig?“

Davíð hefur verið reglu­legur pistla­höf­undur bæði á Frétta­blað­inu og Við­skipta­blað­inu und­an­farin ár og þar hefur hann stundum skrifað um bættar almenn­ings­sam­göngur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Borg­ar­línu­verk­efn­ið.

„Þeir sem fara flestra sinna ferða á bíl, og sjá ekki fyrir sér að það muni breytast, ættu að vilja að allir hafi raun­veru­legt val um sam­göngu­máta. Því fleiri sem eru í Strætó, gang­andi eða hjólandi því færri eru á göt­unum að tefja fyrir bíl­un­um. Það er líka ódýr­ast fyrir skatt­greið­endur og lík­leg­ast til að stytta ferða­tíma. Þess vegna marg­borgar línan sig fyrir alla,“ skrif­aði Davíð í pistli í Við­skipta­blaðið árið 2018.

Hann hefur sinnt ýmsum stjórn­ar- og félags­störfum og er í dag for­maður stjórnar hjá bæði VIRK starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóði og Ungum frum­kvöðl­um. Einnig hefur Davíð verið for­maður stýri­hóps mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um mál­tækni fyrir íslensku og setið í stjórn Lána­sjóðs íslenskra náms­manna og Kanadísk-­ís­lenska við­skipta­ráðs­ins auk þess að hafa setið í ráð­gjafa­nefndum EES og EFTA 2005-2007. Þá var hann for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna á árunum 2011-2013.

Um 120 millj­arðar áætl­aðir í fram­kvæmdir á næstu 15 árum

Félagið Betri sam­göngur var stofnað í byrjun októ­ber á liðnu ári og hefur sem áður segir þann til­gang að hrinda umfangs­miklum sam­göngu­fram­kvæmdum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fram­kvæmd. ­Ríkið á 75 pró­sent hlut í félag­inu en sveit­ar­fé­lögin sex 25 pró­sent.

Alls stendur til að verja 120 millj­örðum króna í að bæta sam­göngur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með bættum almenn­ings­sam­göng­um, Borg­ar­línu, og stofn­vega­fram­kvæmdum á næstu 15 árum, sam­kvæmt sam­göngusátt­mál­anum sem und­ir­rit­aður var í sept­em­ber 2019.

Fram kemur í til­kynn­ingu frá Betri sam­göngum að Vinn­vinn ráðn­ingar og ráð­gjöf hafi haft umsjón með ráðn­ing­ar­ferl­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent