BioNtech: Ekki draga lengur en í þrjár vikur að gefa síðari skammtinn

Líftæknifyrirtækið BioNtech, sem þróaði bóluefni gegn COVID-19 ásamt lyfjafyrirtækinu Pfizer, segir „engin gögn“ styðja við hugmyndir Breta og fleiri um að lengja bilið milli fyrsta og annars skammts bóluefnisins.

Framleiðslu og dreifingu á bóluefni Pfizer og BioNtech seinkaði miðað við fyrstu áætlanir.
Framleiðslu og dreifingu á bóluefni Pfizer og BioNtech seinkaði miðað við fyrstu áætlanir.
Auglýsing

Gefa skal seinni skammt bólu­efnis BioNtech og Pfizer innan við þremur vikum eftir þann fyrsta. Þetta hefur þýska líf­tækni­fyr­ir­tækið BioNtech ítrekað eftir að áætl­anir Breta, Dana og fleiri, um að fresta seinni skammt­in­um, komust í hámæli.Fyr­ir­tækið segir að hin gríð­ar­góða vörn bólu­efn­is­ins, sem sýnt var fram á í klínískum rann­sókn­um, náist með því að gefa tvo skammta af því með 21 dags milli­bili. Ekki hafi enn verið sýnt fram á öryggi og góða virkni efn­is­ins miðað við aðrar tíma­setn­ing­ar.Dönsk og bresk yfir­völd segj­ast ætla að fresta því að gefa fólki seinni skammt lyfs­ins í sex til tólf vikur eftir að það fær hinn fyrri.

Auglýsing


Í klínískum rann­sóknum á bólu­efni Pfizer og BioNtech var sýnt fram á að lyfið veitti 95 pró­sent vörn gegn því að sýkj­ast af COVID-19. Þá var miðað við að bólu­efnið yrði gefið í tveimur skömmtum með þriggja vikna milli­bili. Sýnt þykir að fyrri skammt­ur­inn veitir ágæta vörn en ekki er vitað með neinni vissu hversu lengi hún end­ist.Þýsk stjórn­völd eru að íhuga að fara sömu leið og Bretar og Dan­ir. Ástæðan er sú að hið breska afbrigði veirunnar sem talið er meira smit­andi en flest önn­ur, er að breið­ast út. Því vilja yfir­völd  hraða bólu­setn­ingu, gefa helm­ingi fleiri fyrstu spraut­una en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. 10 þús­und skammtar af bólu­efni Pfizer og BioNtech komu hingað til lands milli jóla og nýárs. Þeir dugðu til að bólu­setja um 5.000 manns.

Dregur úr ábyrgð fram­leið­and­ansLyfja­stofnun Evr­ópu hefur ítrekað í dag að mark­aðs­leyfi til bólu­setn­ingar með bólu­efni fyr­ir­tækj­anna byggi á því að það sé gefið í tveimur skömmtum með „að minnsta kosti 21 dags milli­bili“ og til að breyta því þurfi að afla fleiri rann­sókn­ar­gagna. Ef sex vikur eða lengra líður á milli skammta sé ábyrgð fram­leið­enda bólu­efn­is­ins minni en ann­ars ef eitt­hvað kemur upp á.Lyfja- og mat­væla­stofnun Banda­ríkj­anna hefur einnig ítrekað að til að breyta til­högun bólu­setn­ingar sem lyfja­fyr­ir­tækin sjálf mæla með þurfi að gera frek­ari klínískar rann­sókn­ir. Breyt­ingar á ráð­legg­ingum lyfja­fyr­ir­tækj­anna gætu ógnað lýð­heilsu.Þar sem hraði á þróun og rann­sóknum bólu­efna er hrað­ari nú en nokkru sinni fyrr eru skammta­stærðir og tíma­lengd milli skammta eitt þeirra atriða sem eiga eftir að koma í ljós.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent