Biden sagði Trump að „stíga upp“ – Trump sagðist „elska“ mótmælendurna

Verðandi og núverandi forseti Bandaríkjanna hafa talað með mjög mismunandi hætti um öfgamennina sem hafa gert árás á Bandaríkjaþing.

trump og biden collage
Auglýsing

Joe Biden, verð­andi Banda­ríkja­for­seti, ávarp­aði þjóð sína og aðra sem fylgj­ast slegnir með atburð­unum í höf­uð­borg Banda­ríkj­anna í kvöld.

Hann skor­aði á Don­ald Trump, frá­far­andi for­seta, um að ávarpa þjóð­ina í beinni sjón­varps­út­send­ingu og for­dæma árás­ina á þingið og gera allt sitt til þess að reyna lægja öld­urn­ar.

„Í þessum töl­uðu orðum er lýð­ræði okkar undir for­dæma­lausri árás, sem er ólík öllu öðru sem við höfum séð í nútím­an­um“ sagði Biden í ræðu sinni, sem fjöl­miðlar um víða ver­öld sýndu í beinni útsend­ingu, enda hefur ofbeld­is­fullur múgur brot­ist inn í húsa­kynni Banda­ríkja­þings á Kapitólu­hæð í Was­hington DC.

Biden sagði að um væri að ræða „fá­mennan hóp öfga­manna“ og að það yrði að koma böndum á ástand­ið. Orð for­set­ans skiptu máli í því sam­hengi.

„Farið heim, við elskum ykk­ur“

Skömmu seinna setti Trump inn mynd­skeið á Twitter þar sem hann bað mót­mæl­endur um að fara heim í frið­i. 

En, í mynd­skeið­inu sagði hann einnig: „Við elskum ykk­ur“ og beindi orðum sínum til mót­mæl­end­anna.

Hann end­ur­tók einnig, enn á ný, þau rang­indi að hann hefði unnið kosn­ing­arnar sem fram fóru í Banda­ríkj­unum 3. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Hann sagð­ist skilja reiði fólks.

Fyrr í dag hélt hann ræðu frammi fyrir hópi mót­mæl­enda í Was­hington og sagð­ist aldrei ætla að gef­ast upp.

Auglýsing
Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent