Glerbrot fannst í Egils malti og appelsíni – gefa ekki upp sölutölur

Salan á Egils malti og appelsíni var góð yfir hátíðirnar en ekki fást nákvæmar upplýsingar hjá Ölgerðinni um sölutölur. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað Egils malt og appelsín í hálfs lítra dósum.

Egils malt og appelsín
Auglýsing

Ölgerðin Egill Skalla­gríms­son ehf. gefur aldrei upp ein­stakar sölu­tölur en sala á Egils malti og app­el­síni er sam­kvæmt fyr­ir­tæk­inu ætíð góð, ekki síst yfir hátíð­irnar og síð­asta ár var þar ekki und­an­tekn­ing.

Þetta kemur fram í svari fyr­ir­tæk­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hversu mikið ölgerðin hefði selt af Egils malti og app­el­síni á síð­asta ári. Fram kom í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg í vik­unni að fyr­ir­tækið hefði í sam­ráði við Heil­brigð­is­eft­ir­lit Reykja­víkur stöðvað sölu og inn­kallað Egils malt og app­el­sín í hálfs lítra dós­um.

Ástæða inn­köll­unar var að hugs­an­lega gæti verið gler­brot í drykkj­ar­dós. Gler­brot í mat­vælum geta valdið skemmdum á tönnum og sárum í munn­holi og melt­ing­ar­vegi, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Um eina fram­leiðslu­lotu að ræða

Guðni Þór Sig­ur­jóns­son, for­stöðu­maður vöru­þró­unar og gæða­deild­ar, segir í svar­inu til Kjarn­ans að neyt­andi hafi haft sam­band eftir að hann fann gler­brot í dós af Malti og App­el­síni.

Þá kemur enn fremur fram í svar­inu að ekki liggi fyrir á þess­ari stundu hversu stór hluti af því sem fram­leitt var fyrir jólin sé um að ræða. „Að­eins var um að ræða eina fram­leiðslu­lotu. Þessi ein­staka lota var innan við 5 pró­sent af fram­leiddu Malti og App­el­sín­i,“ segir í svar­in­u. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent