Þeim sem æfa knattspyrnu á Íslandi fjölgaði um 50 prósent á áratug

Flestir landsmenn sem stunda íþróttir velja knattspyrnu og iðkendum hennar hefur fjölgað um næstum tíu þúsund á áratug. Iðkendum sem æfa handbolta fjölgar hægt og þeim sem leggja stund á frjálsar íþróttir hefur fækkað frá 2009.

Góður árangur íslenskra knattspyrnulandsliða undanfarin ár hefur ugglaust skipt miklu máli í þeirri þróun sem hefur orðið á fjölda iðkenda síðastliðin ár.
Góður árangur íslenskra knattspyrnulandsliða undanfarin ár hefur ugglaust skipt miklu máli í þeirri þróun sem hefur orðið á fjölda iðkenda síðastliðin ár.
Auglýsing

Knatt­spyrna er sú íþrótt sem flestir lands­menn kjósa að stunda og iðk­endum hennar hefur fjölgað um næstum tíu þús­und á einum ára­tug, eða um nálægt 50 pró­sent. Þeim sem velja að æfa körfu­bolta hefur fjölgað um 25 pró­sent á sama tíma­bili en hlut­falls­leg fjölgun hjá þeim sem kjósa að æfa hand­bolta var tíu pró­sent.

Þetta má lesa úr töl­fræði sem unnin er úr gögnum sem íþrótta- og ung­menna­fé­lög innan Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands (ÍSÍ) skil­uðu raf­rænt á árinu 2020 í gegnum Felix - félaga­kerfi ÍSÍ og UMFÍ. Um er að ræða gögn um iðkun íþrótta árið 2019 og voru þau sótt í gagna­grunn Felix í sept­em­ber 2020. 

Tæp­lega 50 þús­und nýir iðk­endur frá 2009

Árið 2009 voru iðk­endur þeirra íþrótta­greina sem skráðar eru innan Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands alls 112.366 tals­ins. Næsta ára­tug­inn, til loka árs 2019, fjölg­aði iðk­endum í 159.505 tals­ins, eða um 47.139. 

Knatt­spyrna er sú íþrótt sem flestir stunda, eða alls 29.998 iðk­endur í lok árs 2019. Þeim hafði fjölgað um 9.915 á tíu árum sem þýðir að 21 pró­sent allra nýrra iðk­enda völdu knatt­spyrnu til að stunda. Þau félög sem bjóða upp á æfingar í knatt­spyrnu voru 128 tals­ins árið 2019.

Auglýsing
Hlutfallslega hefur fjöldi iðk­enda knatt­spyrnu auk­ist um 49,3 pró­sent á tíu ára tíma­bil­i. 

Knatt­spyrna ber auk þess höfuð og herðar yfir aðrar íþrótta­greinar þegar kemur að vin­sældum hjá yngri iðk­end­um. Af iðk­endum hennar voru 21.530 17 ára eða yngri. Rúm­lega 65 pró­sent yngri iðk­enda eru karl­kyns en um 35 pró­sent kven­kyns. Kven­kynsiðk­endum hefur fjölgað meira í yngri flokkum knatt­spyrnu­fé­laga lands­ins en karl­kyns síð­ast­lið­inn ára­tug.  

Fjórð­ungs­aukn­ing í körfu­bolt­anum

Sú íþrótt sem er að öllu leyti hóp­í­þrótt sem komst næst knatt­spyrnu í fjölda iðk­enda í lok árs 2019 var körfu­bolti. Hann stund­uðu 8.313 á þeim tíma. Iðk­endum hefur fjölgað um alls 1.684 á ára­tug, eða um 25,4 pró­sent. Af þeim sem æfðu körfu­bolta árið 2019 voru 5.744 undir 18 ára aldri, eða 69 pró­sent allra iðk­enda. Alls bjóða 60 félög upp á æfingar í körfu­bolta.

Þjóðar­í­þróttin hand­bolti kemur þar næst. Í lok árs 2019 æfðu 7.685 manns hand­bolta. Þeim fjölg­aði ein­ungis um 0,1 pró­sent milli áranna 2018 og 2019 og 716 á ára­tug. Það þýðir að hlut­falls­leg fjölgun iðk­enda í hand­bolta frá 2009 og til loka árs 2019 var 10,2 pró­sent. Á sama tíma fjölg­aði iðk­endum í íþróttum alls um 42 pró­sent. 

Þeim sem æfa frjálsar fækkar

Næst flestir iðk­endur hér­lendis eru í golfi. Þeir voru alls 21.215 í lok árs 2019 og hafði fjölgað um 5.444 á ára­tug, eða 34,5 pró­sent. Öfugt við vin­sæl­ustu íþrótt­ina, knatt­spyrnu, þá eru golfar­arnir lang­flestir yfir 18 ára aldri. Alls eru 89 pró­sent þeirra full­orðn­ir. 

Fjöldi þeirra sem æfa fim­leika hefur næstum tvö­fald­ast á ára­tug. Þeir voru 7.495 árið 2009 en 14.141 tíu árum síð­ar. 

Þeir sem stunda hesta­í­þróttir hefur fjölgað um rúm­lega þús­und á ára­tugnum milli 2009 og 2019 og iðk­endur í sundi fóru úr 2,714 í 3.951. Fjöldi iðk­enda í bad­minton stóð nán­ast í stað á umræddum ára­tug. Þeim fjölg­aði 102 í 5.011, eða um tvö pró­sent.

Af þeim íþróttum sem eru með yfir eitt þús­und iðk­endur eru frjálsar íþróttir sú sem er að glíma við mesta fækkun iðk­enda. Árið 2009 voru þeir 5.348 og fjöld­inn var að vaxa ár frá ári. Árið 2010 höfðu til að mynda 302 nýir iðk­endur bæst við frá árinu á und­an. 

Í árs­lok voru iðk­endur frjálsra íþrótta sam­kvæmt gagna­grunni ÍSÍ og UMFÍ, hins vegar 4.397. Þeim hafði þá fækkað um 18 pró­sent frá 2009 og 22 pró­sent frá 2010. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent