Þeim sem æfa knattspyrnu á Íslandi fjölgaði um 50 prósent á áratug

Flestir landsmenn sem stunda íþróttir velja knattspyrnu og iðkendum hennar hefur fjölgað um næstum tíu þúsund á áratug. Iðkendum sem æfa handbolta fjölgar hægt og þeim sem leggja stund á frjálsar íþróttir hefur fækkað frá 2009.

Góður árangur íslenskra knattspyrnulandsliða undanfarin ár hefur ugglaust skipt miklu máli í þeirri þróun sem hefur orðið á fjölda iðkenda síðastliðin ár.
Góður árangur íslenskra knattspyrnulandsliða undanfarin ár hefur ugglaust skipt miklu máli í þeirri þróun sem hefur orðið á fjölda iðkenda síðastliðin ár.
Auglýsing

Knatt­spyrna er sú íþrótt sem flestir lands­menn kjósa að stunda og iðk­endum hennar hefur fjölgað um næstum tíu þús­und á einum ára­tug, eða um nálægt 50 pró­sent. Þeim sem velja að æfa körfu­bolta hefur fjölgað um 25 pró­sent á sama tíma­bili en hlut­falls­leg fjölgun hjá þeim sem kjósa að æfa hand­bolta var tíu pró­sent.

Þetta má lesa úr töl­fræði sem unnin er úr gögnum sem íþrótta- og ung­menna­fé­lög innan Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands (ÍSÍ) skil­uðu raf­rænt á árinu 2020 í gegnum Felix - félaga­kerfi ÍSÍ og UMFÍ. Um er að ræða gögn um iðkun íþrótta árið 2019 og voru þau sótt í gagna­grunn Felix í sept­em­ber 2020. 

Tæp­lega 50 þús­und nýir iðk­endur frá 2009

Árið 2009 voru iðk­endur þeirra íþrótta­greina sem skráðar eru innan Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands alls 112.366 tals­ins. Næsta ára­tug­inn, til loka árs 2019, fjölg­aði iðk­endum í 159.505 tals­ins, eða um 47.139. 

Knatt­spyrna er sú íþrótt sem flestir stunda, eða alls 29.998 iðk­endur í lok árs 2019. Þeim hafði fjölgað um 9.915 á tíu árum sem þýðir að 21 pró­sent allra nýrra iðk­enda völdu knatt­spyrnu til að stunda. Þau félög sem bjóða upp á æfingar í knatt­spyrnu voru 128 tals­ins árið 2019.

Auglýsing
Hlutfallslega hefur fjöldi iðk­enda knatt­spyrnu auk­ist um 49,3 pró­sent á tíu ára tíma­bil­i. 

Knatt­spyrna ber auk þess höfuð og herðar yfir aðrar íþrótta­greinar þegar kemur að vin­sældum hjá yngri iðk­end­um. Af iðk­endum hennar voru 21.530 17 ára eða yngri. Rúm­lega 65 pró­sent yngri iðk­enda eru karl­kyns en um 35 pró­sent kven­kyns. Kven­kynsiðk­endum hefur fjölgað meira í yngri flokkum knatt­spyrnu­fé­laga lands­ins en karl­kyns síð­ast­lið­inn ára­tug.  

Fjórð­ungs­aukn­ing í körfu­bolt­anum

Sú íþrótt sem er að öllu leyti hóp­í­þrótt sem komst næst knatt­spyrnu í fjölda iðk­enda í lok árs 2019 var körfu­bolti. Hann stund­uðu 8.313 á þeim tíma. Iðk­endum hefur fjölgað um alls 1.684 á ára­tug, eða um 25,4 pró­sent. Af þeim sem æfðu körfu­bolta árið 2019 voru 5.744 undir 18 ára aldri, eða 69 pró­sent allra iðk­enda. Alls bjóða 60 félög upp á æfingar í körfu­bolta.

Þjóðar­í­þróttin hand­bolti kemur þar næst. Í lok árs 2019 æfðu 7.685 manns hand­bolta. Þeim fjölg­aði ein­ungis um 0,1 pró­sent milli áranna 2018 og 2019 og 716 á ára­tug. Það þýðir að hlut­falls­leg fjölgun iðk­enda í hand­bolta frá 2009 og til loka árs 2019 var 10,2 pró­sent. Á sama tíma fjölg­aði iðk­endum í íþróttum alls um 42 pró­sent. 

Þeim sem æfa frjálsar fækkar

Næst flestir iðk­endur hér­lendis eru í golfi. Þeir voru alls 21.215 í lok árs 2019 og hafði fjölgað um 5.444 á ára­tug, eða 34,5 pró­sent. Öfugt við vin­sæl­ustu íþrótt­ina, knatt­spyrnu, þá eru golfar­arnir lang­flestir yfir 18 ára aldri. Alls eru 89 pró­sent þeirra full­orðn­ir. 

Fjöldi þeirra sem æfa fim­leika hefur næstum tvö­fald­ast á ára­tug. Þeir voru 7.495 árið 2009 en 14.141 tíu árum síð­ar. 

Þeir sem stunda hesta­í­þróttir hefur fjölgað um rúm­lega þús­und á ára­tugnum milli 2009 og 2019 og iðk­endur í sundi fóru úr 2,714 í 3.951. Fjöldi iðk­enda í bad­minton stóð nán­ast í stað á umræddum ára­tug. Þeim fjölg­aði 102 í 5.011, eða um tvö pró­sent.

Af þeim íþróttum sem eru með yfir eitt þús­und iðk­endur eru frjálsar íþróttir sú sem er að glíma við mesta fækkun iðk­enda. Árið 2009 voru þeir 5.348 og fjöld­inn var að vaxa ár frá ári. Árið 2010 höfðu til að mynda 302 nýir iðk­endur bæst við frá árinu á und­an. 

Í árs­lok voru iðk­endur frjálsra íþrótta sam­kvæmt gagna­grunni ÍSÍ og UMFÍ, hins vegar 4.397. Þeim hafði þá fækkað um 18 pró­sent frá 2009 og 22 pró­sent frá 2010. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent